Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   lau 29. júní 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Gísli og Árni Marinó spá í 10. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Jón Gísli Eyland Gíslason.
Jón Gísli Eyland Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Marinó Einarsson.
Árni Marinó Einarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Marteinn Theodórsson.
Marteinn Theodórsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Halli Hróðmars hefur farið vel af stað með Grindavík.
Halli Hróðmars hefur farið vel af stað með Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Heil umferð fer fram í Lengjudeildinni á morgun, tíunda umferð deildarinnar.

Skagamennirnir Árni Marinó Einarsson og Jón Gísli Eyland Gíslason eru spámenn umferðarinnar en þeir hafa báðir verið að leika vel með ÍA í Bestu deildinni í sumar eftir að hafa hjálpað liðinu að komast upp í fyrra.

Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA, spáði í leiki síðustu umferðar og var með tvo leiki rétta.

Svona spá þeir leikjunum:

Jón Gísli Eyland Gíslason
Fjölnir 3 - 1 Grótta (14:00)
Fjölnismenn erfiðir á heimavelli og taka þrjú stig, Axel Freyr og Máni Austmann sjá um markaskorunina.

ÍBV 3 - 2 Keflavik (16:00)
Maður á nú ættir að rekja þarna til Eyja og mínir menn taka þetta 3-2 í æsispennandi leik. Oliver Heiðars skorar þrennu.

ÍR 2 - 2 Þór (16:00)
Þór nær í sterkt stig geng erfiðum ÍR-ingum, 2 rauð spjöld í þessum leik og sonur veðurfræðingsins, hann Marteinn Theodórsson, skorar 2 í þessum leik fyrir ÍR.

Dalvík/Reynir 1 - 3 Leiknir (16:00)
Omar Sowe verður of stór biti fyrir Dalvíkingana, því miður.

Þróttur 1 - 3 Grindavik (19:15)
Eins og hann vinur minn hann Hinrik Harðar hefur sagt þá er eitthvað i loftinu þarna í Laugardalnum, en Halli Hróðmars kann á þessa deild og nær í sterk 3 stig í Laugardalnum.

Njarðvik 1 - 0 Afturelding (19:15)
Þetta verður rosalegur leikur, mikið af færum og mikill hasar, en Njarðvíkingar ná að klína einu marki rétt fyrir lokin og taka þessi 3 stig.

Árni Marinó Einarsson
Fjölnir 2 - 1 Grótta (14:00)
Fjölnir kemst í 2-0 snemma í leiknum. Grótta klórar í bakkann en það dugir ekki til.

Dalvík/Reynir 2 - 2 Leiknir R. (16:00)
Dalvíkingar eru erfiðir heim að sækja og liðin verða að sætta sig við eitt stig hvort að þessu sinni.

ÍBV 2 - 2 Keflavík (16:00)
Fjörugur leikur þar sem verður mikið um mörk, tæklingar, gul og jafnvel rauð spjöld.

ÍR 1 - 1 Þór (16:00)
Þessi leikur fer 1-1 þar sem bæði liðin skora úr vítaspyrnu.

Þróttur R. 1 - 3 Grindavík (19:15)
Halli Hróðmars tapar ekki leik með þetta Grindavíkurlið, lærisveinar hans eru búnir að vinna síðustu tvo leiki 3-1 og halda því bara áfram. Hinrik Harðar verður syngjandi í stúkunni en það dugar ekki til fyrir hans menn.

Njarðvík 0 - 1 Afturelding (19:15)
Uppeldisfélagið vinnur þennan leik. Elmar skorar sigurmarkið undir lok leiksins eftir annars tíðindalítinn leik.

Fyrri spámenn:
Daníel Hafsteins (2 réttir)
Kristinn Pálsson (4 réttir)
Arnór Ingvi (3 réttir)
Bjarki Steinn (2 réttir)
Jakob Gunnar (2 réttir)
Adam Páls (2 réttir)
Ástbjörn Þórðarson (2 réttir)
Gunnar Malmquist (2 réttir)
Baldvin Borgarsson og Benedikt Bóas (0 réttir)

Stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan.




Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 21 11 5 5 49 - 26 +23 38
2.    Fjölnir 21 10 7 4 34 - 24 +10 37
3.    Keflavík 21 9 8 4 33 - 24 +9 35
4.    ÍR 21 9 8 4 30 - 25 +5 35
5.    Afturelding 21 10 3 8 36 - 36 0 33
6.    Njarðvík 21 8 8 5 32 - 27 +5 32
7.    Þróttur R. 21 7 6 8 32 - 29 +3 27
8.    Leiknir R. 21 8 3 10 32 - 33 -1 27
9.    Grindavík 21 6 7 8 38 - 44 -6 25
10.    Þór 21 5 8 8 30 - 37 -7 23
11.    Grótta 21 4 4 13 30 - 48 -18 16
12.    Dalvík/Reynir 21 2 7 12 21 - 44 -23 13
Athugasemdir
banner
banner