Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. júní 2024 10:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Júlíus Mar að vekja athygli - „Vitum jafn mikið og þið"
Lengjudeildin
Júlíus Mar Júlíusson.
Júlíus Mar Júlíusson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Júlíus Mar Júlíusson er efnilegur varnarmaður sem er að vekja áhuga hjá félögum í Bestu deildinni eftir frammistöðu sína með Fjölni í sumar.

Júlíus Mar hefur leikið fantavel í hjarta varnarinnar hjá Fjölni sem er að berjast á toppnum í Lengjudeildinni.

Júlíus, sem lék á sínum tíma þrjá leiki fyrir U19 landsliðið, hefur verið orðaður við ÍA og KR síðustu daga en Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, var spurður út í sögurnar í viðtali eftir sigur á Aftureldingu í gær.

„Við vitum bara jafnmikið og þið. Það er ekkert tilboð komið í hann. Við vitum ekkert hvort þetta sé rétt hjá ykkur eða ekki," sagði Úlfur í viðtalinu.

„Ég segi bara 'no comment'. Mér finnst hann og Baldvin (Þór Berndsen) hafa verið frábærir saman. Mér finnst Baldvin eiga skilið hrós hérna, hann er ekkert búinn að vera síðri en Júlli. Þeir eru búnir að vera stórkostlegir saman. Það er svo gaman að þjálfa þessa gæja; þeir eru svo miklir svampar og vilja svo mikið læra. Ég held að þeir séu fókuseraðir á þetta verkefni og ánægðir í sínu hlutverki. Þeir munu ná langt, það er klárt mál."
Úlfur Arnar: Verður gaman að kaupa í matinn á morgun
Athugasemdir
banner