Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fram
LL 2
4
Vestri
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Valur
LL 0
0
Breiðablik
Besta-deild kvenna - Efri hluti
FH
LL 0
3
Þróttur R.
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Þór/KA
LL 0
1
Víkingur R.
Þróttur R.
2
4
Þór/KA
0-1 Sandra María Jessen '16
0-2 Sandra María Jessen '21
0-3 Sandra María Jessen '44
Leah Maryann Pais '52 1-3
1-4 Karen María Sigurgeirsdóttir '63
Kristrún Rut Antonsdóttir '71 2-4
07.07.2024  -  16:00
AVIS völlurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Brynjar Þór Elvarsson
Áhorfendur: 91
Maður leiksins: Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Byrjunarlið:
1. Mollee Swift (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir ('46)
10. Leah Maryann Pais
12. Caroline Murray
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('46)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
18. Kristrún Rut Antonsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
4. Hildur Laila Hákonardóttir
7. Brynja Rán Knudsen ('46)
11. Lea Björt Kristjánsdóttir
22. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('46)
29. Una Sóley Gísladóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Guðrún Þóra Elfar
Þórkatla María Halldórsdóttir
Sierra Marie Lelii
Angelos Barmpas
Branislav Radakovic
Sara Ó. Þrúðmarsdóttir Finnsson
Árný Kjartansdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 2-4 sigri Þórs/KA. Viðtöl og skýrsla koma síðar í kvöld.
90. mín
Þremur mínútum bætt við venjulegan leiktíma.
89. mín
Inn:Amalía Árnadóttir (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Maður leiksins farin af velli. Hulda Ósk lagði upp öll mörk Þórs/KA í leiknum.
87. mín
Enn bjargar Shelby Money Þór/KA með að koma langt út úr teignum, boltinn var að berast á Kristrúnu Rut og Shelby kom út og þrumaði honum í burtu.
86. mín Gult spjald: Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA)
Fyrir að tefja og hlaupa með boltann þegar Þróttur átti innkast.
84. mín Gult spjald: Lidija Kulis (Þór/KA)
Brot út við hliðarlínu.
82. mín
Kristrún Rut með fast skot að marki sem @12 náði að grípa.
80. mín
Þróttarar vildu víti eftir að Jelena Tinna Kujundzic féll í teignum í þvögu. Ómögulegt fyrir mig að dæma um það frá mínu sjónarhorni hvort einhver var brotleg.
78. mín
Áhorfendur hér í dag eru 91.
74. mín
Inn:Hildur Anna Birgisdóttir (Þór/KA) Út:Lara Ivanusa (Þór/KA)
74. mín
Inn:Bríet Jóhannsdóttir (Þór/KA) Út:Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir (Þór/KA)
74. mín
Inn:Angela Mary Helgadóttir (Þór/KA) Út:Bryndís Eiríksdóttir (Þór/KA)
73. mín
Leah Maryann Pais með skot að marki sem Shelby Money greip frá henni.
71. mín MARK!
Kristrún Rut Antonsdóttir (Þróttur R.)
Þróttur skorar aftur. Það virtist ekkert vera nein mikil hætta þegar hár bolti barst inn í teiginn en Kristrún Rut skallaði að marki og inn fór hann. 2 - 4 mikið markaflóð í sumarblíðunnii í Laugardalnum.
70. mín
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir með skot að marki Þróttar en framhjá.
63. mín MARK!
Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Hulda Ósk Jónsdóttir
Fjórða stoðsending Huldu Óskar Þór/KA komið í 1 - 4. Enn einu sinni er það Hulda Ósk sem leggur upp, núna stakk hún inn á Karen Maríu sem var ein á auðum sjó og skoraði með skoti í markmanninn og þaðan í markið.
61. mín
Þróttur að komast í gegn en Shelby Money kom út og hirti boltann. Hún hefur átt góðan leik í marki Þórs/KA og er dulega að koma langt út gerist þess þörf. Í kjölfarið varði hún svo frá Brynju Rán Knudsen.
55. mín
Varamennirnir að skapa Brynja Rán Knudsen komin ein gegn Shelby Money út við endalínu eftir undirbúning Sigríðar Theódóru en Shelby sem varði frá henni.
53. mín
Leah Maryann Pais strax aftur komin í færi, lét vaða á vítateigslínunni en boltinn yfir markið.
52. mín MARK!
Leah Maryann Pais (Þróttur R.)
Það er aldeilis. Þróttur minnkar muninn í 3 - 1. Eftir hornspyrnu mistókst Þór/KA að hreinsa frá og boltinn barst á fjær á Pais sem setti hann í bláhornið á fjær.
50. mín
Þróttarar byrja seinni hálfleikinn mun skarpari en þær voru í fyrri, eru samt bara að komast að teignum þar sem varnarmenn Þórs/KA eiga ekki í vandræðum með þær.
46. mín
Leikur hafinn
Þá er seinni hálfleikur hafinn. Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar gerði tvær breytingar í hálfleik. Liðið var afar slakt í fyrri hálfleiknum og hann vill fá ferskt blóð inná..
46. mín
Inn:Sigríður Theód. Guðmundsdóttir (Þróttur R.) Út:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.)
46. mín
Inn:Brynja Rán Knudsen (Þróttur R.) Út:Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.)
45. mín
Hálfleikur
Búið að flauta til hálfleiks. Gestirnir í Þór/KA leiða með þremur mörkum gegn engu. Sandra María komin nmeð þrennu í fyrrri hálfleik og í heildina fimm mörk gegn Þrótti í sumar.
45. mín
Sandra María með skalla framhjá eftir fyrirgjöf frá Bryndísi Eiríksdóttur.
44. mín MARK!
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Stoðsending: Hulda Ósk Jónsdóttir
Þrennan fullkomnuð hjá báðum! Hulda Ósk er búin að vera gjörsamlega frábær í þesum leik og býr til allt sem gerist í teignum. Nú fór hún upp að endamörkum, sendi fyrir markið og þar var Sandra María sem fyrr mætt og skallaði í markið, þrjú mörk Söndru Maríu, og þrjár stoðsendingar Huldu Óskar.
40. mín
Leikurinn stoppaði í smástund þegar þrír leikmenn þurftu að reima á sama tíma. Spurning að læra tvöfalda hnútinn.
36. mín Gult spjald: Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir (Þór/KA)
Fyrir brot úti á miðjum velli.
33. mín
Tvisvar bjargað á stuttum tíma. Hulda Ósk lék varnarmenn Þróttar grátt og lét vað á markið en Mollee varði frá henni, út í teiginn þar sem Karen María var og lét vaða en aftur varið.
30. mín
Lara Ivanusa í fínu færi í teignum eftir langa sendingu en náði ekki valdi á boltanum svo það rann út í sandinn.
21. mín MARK!
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Stoðsending: Hulda Ósk Jónsdóttir
Fallegt mark Hulda Ósk stakk inn fyrir á Söndru Maríu sem lét vaða rétt við vítateigsendann á fjær og lyfti yfir Mollee Swift og í bláhornið. Sandra María komin með tvö mörk í þessum leik en hún skoraði einmitt bæði mörk liðsins í 2-1 sigri í fyrri leik liðanna í sumar.
21. mín
Karen María með skot að marki Þróttar en boltinn fór vel yfir.
16. mín MARK!
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Stoðsending: Hulda Ósk Jónsdóttir
Markamaskínan Markaamaskínan Sandra María Jessen búin að koma gestunum yfir. Hulda Ósk sendi boltann fyrir af hægri kanti og þar kom Sandra María og skallaði inn. Hennar 13. mark í Bestu-deildinni í sumar.
14. mín
Þetta er frekar dapur fótboltaleikur það sem af er. Lítið að gerast og nokkuð um misheppnaðar sendingar.
8. mín
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir skallar yfir mark Þórs/KA eftir fyrirgjöf Caroline Murray.
7. mín
Margrét Árnadóttir með skot utan af velli en beint á Mollee Swift sem greip boltann tiltölulega auðveldlega.
5. mín
Þetta fer frekar varlega af stað, þreifingar milli liðanna og ekkert verið að sækja á mark andstæðinganna.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað. Þór/KA byrjar með boltann og leikur í átt að miðbænum.
Fyrir leik
Liðin ganga nú út á völl og stutt í leik. Þróttur í rauð/hvít röndóttum treyjum , svörtum buxum og hvítum sokkum en gestirnir í Þór/KA eru alsvartar.
Fyrir leik
Liðin mættust á Akureyri í 3. umferð deildarinnar 2. maí. Þá vann Þór/KA 2 - 1 sigur og Sandra María Jessen skoraði mörk norðankvenna en Caroline Murray minnkaði muninn fyrir Þrótt.
Fyrir leik
Spákonan Landsliðskonan Kristín Dís Árnadóttir spáði í umferðina fyrir Fótbolta.net. Hún á von á útisigri í dag.

Þróttur R. 0 - 2 Þór/KA
0-2 Þór/KA. Kemur engum á óvart en Sandra Jessen skorar eitt og síðan skorar Hulda Björg eitt eftir horn og fagnar rosalega mikið.


Fyrir leik
Gengið í sumar Eftir frekara brösuga byrjun á mótinu hefur Þróttur náð að komast í gang og þær hafa unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum. Það eru einu sigurleikir liðsins í sumar sem hefur auk þess gert eitt jafntefli og er með 10 stig í 8. sætinu.

Gestirnir í Þór/KA eru í 3. sætinu með 21 stig, níu stigum frá toppliðum Breiðabliks og Vals. þær hafa unnið 7 leiki og tapað fjórum.
Fyrir leik
Dómarateymið Brynjar Þór Elvarsson dæmir leikinn í dag en hann er með þá Guðmund Inga Bjarnason og Ragnar Arelíus Sveinsson sér til aðstoðar á línunum.

Egill Guðvarður Guðlaugsson er skiltadómari í dag og KSÍ sendir Berg Þór Steingrímsson til að hafa eftirlit með störfum dómara og umgjörð leiksins.
Fyrir leik
Leikdagur í Laugardalnum Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá Avis vellinum í Laugardalnum, heimavelli Þróttar.

Hér mætast Þróttur og Þór/KA í Bestu-deild kvenna en leikurinn hefst klukkan 16:00.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Shelby Money (m)
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir ('74)
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
10. Sandra María Jessen (f)
14. Margrét Árnadóttir
15. Lara Ivanusa ('74)
16. Lidija Kulis
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
20. Bryndís Eiríksdóttir ('74)
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('89)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Angela Mary Helgadóttir ('74)
6. Hildur Anna Birgisdóttir ('74)
7. Amalía Árnadóttir ('89)
13. Sonja Björg Sigurðardóttir
17. Emelía Ósk Kruger
18. Bríet Jóhannsdóttir ('74)

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Lára Einarsdóttir
Haraldur Ingólfsson
Una Móeiður Hlynsdóttir
Jóhann Hilmar Hreiðarsson

Gul spjöld:
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir ('36)
Lidija Kulis ('84)
Hulda Björg Hannesdóttir ('86)

Rauð spjöld: