Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Besta-deild karla
Fylkir
LL 0
6
Víkingur R.
Besta-deild karla
Valur
LL 4
1
KR
ÍA
1
3
Stjarnan
Viktor Jónsson '45 1-0
1-1 Baldur Logi Guðlaugsson '56
1-2 Örvar Eggertsson '80
1-3 Jón Hrafn Barkarson '90
28.07.2024  -  17:00
ELKEM völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Súld
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Helgi Fróði Ingason (Stjarnan)
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson ('85)
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
18. Guðfinnur Þór Leósson ('71)
19. Marko Vardic
66. Jón Gísli Eyland Gíslason

Varamenn:
5. Arnleifur Hjörleifsson
7. Ármann Ingi Finnbogason ('85)
16. Rúnar Már S Sigurjónsson
17. Ingi Þór Sigurðsson ('71)
22. Árni Salvar Heimisson
23. Hilmar Elís Hilmarsson
26. Matthías Daði Gunnarsson

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Dino Hodzic
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Johannes Vall ('45)
Jón Gísli Eyland Gíslason ('69)
Oliver Stefánsson ('76)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjörnumenn sigra hér á Skaganum í dag. Þeir stýrðu leiknum allan tíman hér í dag og fara með verðskuldaðan sigur heim. Skýrsla og viðtöl eru svo væntanleg seinna í kvöld.
91. mín
4 mínútur í uppbót.
90. mín MARK!
Jón Hrafn Barkarson (Stjarnan)
Stoðsending: Emil Atlason
MARK Í FYRSTA LEIK SÍNUM FYRIR LIÐIÐ Emil er með boltan fyrir utan teig og hann lítur upp, sér þar að Jón er alveg aleinn út á vinstri, þannig að hann leggur boltan út til hans. Jón kemur þá inn á teig og tekur skotið á fjær sem heppnast líka svona vel.
89. mín
Þórarinn liggur í grasinu eitthvað þjáður og dómarinn stoppar leikinn. Þá stökkvað báðir bekkir af stað og fara í einhverja öskurs keppnu.
87. mín
DAUÐAFÆRI FYRIR HINRIK! Jón Gísli kemur með fyrirgjöfina frá hægri og boltinn fer beint á Hinrik sem er algjörlega frír inn í teig. Hinrik tekur skallan úr frábærri stöðu en setur boltan beint á Árna Snæ.
85. mín
Flott sending hjá Helga Fróða út á kantinn þar sem Jón Hrafn er. Jón setur svo boltan fyrir en Emil nær ekki að vinna þennan skallabolta. Boltinn dettur þá fyrir Helga inn í teig sem tekur skotið en það fer í varnarmann.
85. mín
Inn:Ármann Ingi Finnbogason (ÍA) Út:Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
80. mín MARK!
Örvar Eggertsson (Stjarnan)
Stoðsending: Róbert Frosti Þorkelsson
Stjarnan er í forystu! Róbert Frosti leggur boltan út til hægri á Örvar og hann keyrir inn í teiginn. Örvar er kominn í þröngt færi þá inn í teig en hann tekur fast skot í fjærhornið og boltinn liggur í netinu. Árni Marinó leit ekkert sérstaklega út í þessu marki.
78. mín
Klaufaskapur í vörn Skagamanna og boltinn dettur óvænt fyrir fæturna á Örvari. Hann hleður bara strax í skotið en það fer yfir markið.
76. mín
Skagamenn fá annað horn og litli darraðardansinn sem verður úr því. Boltinn dettur inn á teig og Erik Tobias fær boltan svona þrisvar í sig á meðan hann er að reyna að skjóta. Alvöru ping pong inn í teig en Stjörnumenn redda þessu á endanum.
76. mín Gult spjald: Oliver Stefánsson (ÍA)
75. mín
Vall með hornspyrnu fyrir Skagann og hann setur boltan inn í teig. Erik Tobias nær skallanum og hann fer hátt upp og er svo að fara detta í markið. Örvar gerir hinsvegar rosalega vel og skallar boltan burt á línunni
71. mín
Inn:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) Út:Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
70. mín
Helgi Fróði með hornspyrnu beint á kollinn á Emil en skallinn hans framhjá.
69. mín
Inn:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan) Út:Haukur Örn Brink (Stjarnan)
69. mín
Inn:Jón Hrafn Barkarson (Stjarnan) Út:Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan)
69. mín Gult spjald: Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
66. mín Gult spjald: Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan)
Brýtur á Steinari og liggur síðan eftir og þarf aðhlynningu.
64. mín
Skagamenn með þunga sókn hérna. Steinar nær skoti sem fer í varnarmann en Skagamenn halda boltanum. Þeir ná að búa til annað færi fyrir Steinar inn í teig en þá skýtur hann framhjá markinu.
61. mín
Inn:Örvar Logi Örvarsson (Stjarnan) Út:Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan)
61. mín
Inn:Emil Atlason (Stjarnan) Út:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
56. mín MARK!
Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan)
Stoðsending: Daníel Finns Matthíasson
ÞVÍLÍKT MARK!!! Balfur Logi fær boltan vel fyrir utan teig og lætur bara vaða. Skotið er ekkert sérlega fast en það er hnitmiðað niður í hornið. Árni Marinó eiginlega bara stendur og horfir á en hann gat vel varið þetta og átti að gera betur.
54. mín
Tvö risa færi fyrir Skagann í röð! Johannes Vall leggur boltan fyrir markið og Viktor er dauðafrír í frábæru færi inn í teig. Hann ætlar að reyna leggja boltan í opið nærhornið en boltinn rúllar framhjá.

Seinna færið er mjög líkt en þá er það Hinrik sem nær að snúa mann af sér með frábærri snertingu, hann leggur svo boltan fyrir á Viktor sem er í eiginlega eins færi og hann setur boltan eiginlega eins framhjá.
53. mín
Frábært færu fyrir Skagann! Jón Gísli er kominn upp hægri kantinn og leggur boltan fyrir. Stjörnumenn skalla frá en boltinn dettur beint fyrir Vardic sem er við endan á teignum. Hann tekur skotið í varnarmann og framhjá!
51. mín
Góður bolti inn í teig hjá Jóni Gísla en Viktor nær ekki alveg til boltans. Stjörnumenn hreinsa.
46. mín
Inn:Sigurður Gunnar Jónsson (Stjarnan) Út:Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)
Fyrsti leikur Sigurðar fyrir Stjörnuna
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Það gerðist ekkert meira í þessum leik, Skagamenn leiða en Stjörnumenn klaufar. Stjarnan búið að vera miklu meira með boltan og skapa fleiri færi, hættulegu færin hafa hinsvegar verið Skagamanna þegar þeir koma upp í skyndisóknir.
45. mín Gult spjald: Árni Snær Ólafsson (Stjarnan)
Fær gult fyrir þetta tuð.
45. mín MARK!
Viktor Jónsson (ÍA)
Stoðsending: Johannes Vall
Líklega lokaspark hálfleiksins! Johannes tekur aukaspyrnuna vinstra megin og leggur bara lágan bolta fyrir markið. Boltinn fær að rúlla framhjá öllum mönnum og endar á síðasta manni, sem er Viktor og hann setur boltan í markið.

Árni Snær er svo alveg brjálaður og vill fá dæmda rangstöðu, en það var bara engin rangstaða í þessu.
45. mín Gult spjald: Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)
Jóhann brýtur svo aðeins seinna á Vall, eitthvað að svara fyrir hitt atvikið.
45. mín Gult spjald: Johannes Vall (ÍA)
Örvar og Vall eitthvað að kítast. Johannes ýtir aðeins frá sér en Örvar gerir svakalega mikið úr þessu.
45. mín
Helgi Fróði með boltan inn í teig, hann tekur eina gabbhreyfingu og skýtur, skotið hinsvegar eiginlega beint á Árna.
43. mín
Þetta var hættulegt! Stjörnumenn setja boltan aftur fyrir vörn Skagamanna, Árni Marinó virðist vera algjörlega með þennan bolta en þá kemur Adolf Daði á sprettinum og nær að pota aðeins í boltan. Árni nær hinsvegar að bjarga þessu og leggst ofan á boltan.
40. mín
Haukur vinnur boltan ofarlega á vellinum og tekur svo af stað. Flottur sprettur hjá honum, en hann tekur svo skotið fyrir utan teig en beint Árna Marinó.
39. mín
Helgi leggur boltan fyrir úr spyrnunni, en þessi er alltof fastur og rúllar bara útaf í markspyrnu.
39. mín
Guðfinnur brýtur af sér fyrir utan teig og Stjörnumenn með aukaspyrnu á fínum stað. Kannski aðeins of langt frá til að skjóta.
35. mín
Viktor er með boltan úti á vinstri kant og leggur boltan fyrir. Aftur er enginn að dekka Hinrik þannig hann nær skallanum en þessi fer beint á Árna Snæ í markinu.
34. mín
Helgi Fróði með flotta takta á vinstri kantinum, hann nær að prjóna sig inn í teig. Hann leggur svo boltan út á Baldur sem er í fínu færi. Baldur tekur skotið en það er ekki gott og fer himinhátt yfir markið.
30. mín
Skalli í stöng!! Johannes Vall kemur með boltan upp vinstri kantinn og leggur boltan fyrir markið. Hinrik er þar inn í teig og eiginlega enginn varnarmaður nálægt. Hinrki nær föstum skalla sem smellur í stönginni. Jón Gísli fylgir síðan eftir með skotið en það fer framhjá.
26. mín
Jón Gísli með góða sendingu fyrir markið á Viktor. Viktor nær að skalla þetta í átt að marki en Árni gerir vel í markinu og ver þetta.
25. mín
Sending inn fyrir vörn Skagamanna og Örvar Eggerts virðist vera að sleppa í gegn. Erik Tobias lýst hinsvegar ekkert á það og kemur með frábæra tæklingu til að redda málunum fyrir Skagann.
23. mín
Stjarnan fær hornspyrnu og Helgi Fróði tekur þessa spyrnu. Hann setur boltan fyrir teiginn og Sindri ætlar að reyna framlengja boltan á næsta mann, en Skagamenn ná að hreinsa.
20. mín
Helgi Fróði leggur boltan stutt á Jóhann Árna úr spyrnunni. Jóhann leggur boltan fyrir en Skagamenn skalla frá.
19. mín
Vardic brýtur á Örvari Eggerts rétt fyrir utan teig og Stjörnumenn með aukaspyrnu á góðum stað.
17. mín
Haukur kemur með boltan upp vinstri kantinn og leggur boltan fyrir á Adolf. Adolf hleður þá í skotið í fínu færi en beint á Árna Marinó.
16. mín
Daníel Finns með fína sendingu inn á teig en Stjörnumenn ná ekki þessum bolta og Skagamenn hreinsa.
15. mín
Stjarnan mun meira með boltann hér í upphafi Með boltann: 28% - 72%

(Tölfræði frá Stöð 2 Sport)
Elvar Geir Magnússon
14. mín
Haukur Andri spilar fyrir ÍA næsta árið Meðan það er nokkuð rólegt yfir leiknum má minnast á frétt frá ÍA sem kom í gær. Haukur Andri er á heimleið, kemur á láni frá Lille. Hann er hinsvegar ekki mættur og er ekki í leikmannahópnum í dag.

   27.07.2024 11:43
Haukur Andri á láni til ÍA (Staðfest)
Elvar Geir Magnússon
11. mín
Þá fær Stjarnan sína fyrstu hornspyrnu, Þórarinn gerði sig líklegan í að taka skotið eftir hornið en Skagamaður var á undan honum í boltann.
Elvar Geir Magnússon
9. mín
Marko Vardic reynir að skalla boltann fyrir eftir hornspyrnuna en boltinn endar afturfyrir.
Elvar Geir Magnússon
8. mín
Johannes Vall með fyrirgjöf. Samskiptaörðugleikar milli Árna markvarðar og Þórarins og Þórarinn skallar boltann afturfyrir. ÍA fær hornspyrnu.
Elvar Geir Magnússon
5. mín
Steinar Þorsteinsson í þröngu færi en tekur skotið og hans fyrrum liðsfélagi Árni Snær Ólafsson nær að verja.
Elvar Geir Magnússon
4. mín
Jóhann Árni með skot sem fer í Johannes Vall. Stjörnumenn að sækja þessa stundina. Endar með því að Örvar skallar boltann yfir frá markteigslínunni. Þurfti að teygja sig í þennan bolta.
Elvar Geir Magnússon
2. mín
Steinar Þorsteinsson með hættulega fyrirgjöf en enginn af samherjum hans nær að komast í boltann.
Elvar Geir Magnússon
1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn hófu leik Þetta er farið í gang á Akranesi.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Sjaldséð nöfn í byrjunarliði Stjörnunnar Þórarinn Ingi Valdimarsson er meðal byrjunarliðsmanna Stjörnunnar í dag. Hann hefur verið orðaður við brotthvarf í þessum glugga og meðal annars verið orðaður við Selfoss. Þá fær Daníel Finns Matthíasson sjaldséðan byrjunarliðsleik, hans fyrsti byrjunarliðsleikur í Bestu deildinni í sumar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Emil og Haaland Evrópuhetjan Emil Atlason byrjar á bekknum í kvöld. Jökull sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leikinn að hann gerði allar þessar breytingar vegna meiðsla, eymsla og þreytu.

„Hann er bara frábær. Í byrjun móts þá var einhver umræða um það að hann væri ekki í standi sem var einfaldlega ekki rétt. Hann var einn heitasti leikmaður í deildinni í fyrra og liðin heima fyrir þurftu að hafa mikið fyrir honum. Arnar Gunnlaugs talaði um það að Víkingur hefðu þurft að nálgast hann eins og Arsenal nálgaðist Erling Haaland, þannig það segir sitt," sagði Jökull í viðtali við Vísi í vikunni um Emil Atlason.

   26.07.2024 15:00
Vísaði í Haaland líkingu Arnars Gunnlaugssonar er hann ræddi um Emil
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fjórir leikir í deildinni í dag Það er hálfleikur í leik Vestra og FH og staðan markalaus. Alls eru fjórir leikir í Bestu deildinni spilaði í dag.

Besta-deild karla
16:00 Vestri 0-0 FH (Hálfleikur)
17:00 ÍA-Stjarnan (ELKEM völlurinn)
19:15 Fram-Valur (Lambhagavöllurinn)
19:15 Víkingur R.-HK (Víkingsvöllur)
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár - allir nema fjórir út hjá Stjörnunni ÍA gerði 1 - 1 jafntefli við FH í síðasta leik í Kaplakrika. Jón Þór Hauksson þjálfari liðsins gerir enga breytingu á liði sínu frá þeim leik.

Stjarnan vann mikilvægan 2 - 1 sigur á Paide í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn en liðin mætast svo aftur á fimmtudaginn. Frá þeim leik gerir Jökull I. Elísabetarson þjálfari liðsins 7 breytingar á liðinu.

Árni Snær Ólafsson fer í markið fyrir Mathias Rosenörn og þeir Heiðar Ægisson, Óli Valur Ómarsson, Guðmundur Kristjánsson, Emil Atlason, Örvar Logi Örvarsson og Róbert Frosti Þorkelsson fara allir út úr liðinu.

Inn koma Jóhann Árni Gunnarsson, Adolf Daði Birgisson, Þórarinn Ingi Valdimarssson, Daníel Finns Matthíasson, Baldur Logi Guðlaugsson og Haukur Örn Brink.

Í raun er réttar að telja fram hverjir spila leikinn í dag og spiluðu Evrópuleikinn, það eru bara fjórir leikmenn, Sindri Þór Ingimarsson, Örvar Eggertsson, Kjartan Már Kjartansson og Helgi Fróði Ingason.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarinn Arnar Þór Stefánsson mun dæma þennan leik og honum til aðstoðar verða Eysteinn Hrafnkelsson og Patrik Freyr Guðmundsson. Eftirlitsmaður er Einar Örn Daníelsson og varadómari er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði kvennaliðs Breiðabliks sem er á toppi Bestu deildar kvenna, spáir í leikina í 16. umferð. Fyrsti leikurinn í umferðinni er á eftir. Ásta fékk að spá í sjö leiki þar sem leik Breiðabliks og Vals var frestað, en leikur Fram og Vals fer fram á morgun.

ÍA 0 - 2 Stjarnan
Stjarnan er á góðu Evrópuróli, koma heitir inn í þennan leik og taka þrjú stig. Emil Atla skorar með skalla og Gummi Kri potar inn einu í blálokin.
Fyrir leik
Stjörnumönnum gengur betur í Evrópu en í deild Stjörnumenn eru byrjaðir í sínu Evrópu ævintýri í ár. Þeim gengur nokkuð vel þar, en þeir eru komnir í 2. umferðina og eru búnir að vinna fyrri leikinn í sinnu viðureign þar. Í deildinni gæti gengið betur hinsvegar. Þeir sitja í 6. sæti deildarinnar og eru 4 stigum á eftir ÍA. Með sigri hér í dag gætu þeir blandað sér vel inn í þessa baráttu um 4. sætið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
ÍA í Evrópuleit Skagamenn eru í 5. sæti deildarinnar, stigi á eftir 4. sætis liðinu sem er FH. Þeir eru nýliðar á þessu tímabili og eru því að spila langt fram yfir væntingar. Viktor Jónsson hefur verið mikilvægur partur af þessari velgengni en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 12 mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Besta deildin heilsar Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍA gegn Stjörnunni. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og veriður spilaður á ELKEM vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Þórarinn Ingi Valdimarsson
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('46)
11. Adolf Daði Birgisson ('61)
19. Daníel Finns Matthíasson ('61)
28. Baldur Logi Guðlaugsson ('69)
30. Kjartan Már Kjartansson
35. Helgi Fróði Ingason
37. Haukur Örn Brink ('69)

Varamenn:
13. Mathias Rosenörn (m)
14. Jón Hrafn Barkarson ('69)
22. Emil Atlason ('61)
24. Sigurður Gunnar Jónsson ('46)
32. Örvar Logi Örvarsson ('61)
41. Alexander Máni Guðjónsson
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('69)

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Þór Sigurðsson
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson

Gul spjöld:
Jóhann Árni Gunnarsson ('45)
Árni Snær Ólafsson ('45)
Baldur Logi Guðlaugsson ('66)

Rauð spjöld: