ÍA hefur fengið Hauk Andra Haraldsson á láni frá franska félaginu Lille.
Haukur er fæddur 2005 og uppalinn hjá ÍA en hann samdi við Lille á síðasta ári.
Síðasta árið hefur hann spilað með U19 ára liði Lille þar sem hann kom að átta mörkum í tuttugu leikjum sínum með liðinu.
Skagamaðurinn er nú mættur aftur heim til ÍA á láni frá Lille og mun því spila á Akranesi næsta árið.
Haukur framlengdi þá um leið samning sinn við Lille um eitt ár og er því samningsbundinn til 2027.
Hann er yngri bróðir Hákonar Arnars, sem kom einnig til Lille frá FCK á síðasta ári.
Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Skagamenn sem eru í harðri baráttu um Evrópusæti fyrir næstu leiktíð. ÍA er í 5. sæti með 24 stig þegar fimmtán umferðir eru búnar af Bestu deildinni.
Haukur spilaði 27 leiki og skoraði 3 mörk með ÍA áður en hann hélt út í atvinnumennsku.
Athugasemdir