Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 26. júlí 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Vísaði í Haaland líkingu Arnars Gunnlaugssonar er hann ræddi um Emil
Funheitur!
Funheitur!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Ekroth og Emil Alason í baráttunni.
Oliver Ekroth og Emil Alason í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Atlason skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2-1 sigri á eistneska liðinu Paide á Samsungvellinum í gær. Um fyrri leik liðanna var að ræða, liðin mætast aftur næsta fimmtudag og þá verður spilað í Eistlandi.

Emil er kominn með fimm mörk í þremur Evrópuleikjum og skoraði auk þess í deildarleiknum gegn Fylki um síðustu helgi. Markakóngur síðasta tímabils er funheitur þessa dagana og var Jökull Elísabetarson spurður út í Emil í viðtali við Vísi eftir sigurinn í gær.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Paide

„Hann er bara frábær. Í byrjun móts þá var einhver umræða um það að hann væri ekki í standi sem var einfaldlega ekki rétt. Hann var einn heitasti leikmaður í deildinni í fyrra og liðin heima fyrir þurftu að hafa mikið fyrir honum. Arnar Gunnlaugs talaði um það að Víkingur hefðu þurft að nálgast hann eins og Arsenal nálgaðist Erling Haaland, þannig það segir sitt,“ sagði þjálfari Stjörnunnar í viðtalinu í gær.

Ummæli Arnars
Jökull vísar þarna í ummæli þjálfara Víkings eftir leik liðanna í upphafi móts. Arnar var spurður hvernig hefði verið að sjá glímu þeirra Olivers Ekroth og Gunnars Vatnhamar við Emil í leiknum.

„Það var mjög gaman. Þetta er okkar útgáfa af Saliba og Gabriel á móti Haaland, ekkert flóknara en það og við töluðum um það fyrir leikinn. Emil er náttúrulega hrikalega öflugur og sterkur leikmaður og gustar mikið af honum. Mér fannst dómarinn líka hafa gott vald á leiknum, það var gott flæði, sleppti sumu og dæmdi sumt. Vonandi verður dómgæslan svona í sumar," sagði Arnar þann 6. apríl.
Athugasemdir
banner
banner
banner