
Fylkir
0
0
Fram

31.07.2024 - 19:15
Würth völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Alvöru haustveður á lokadegi júlímánaðar
Dómari: Vilhjálmur Alvar
Áhorfendur: 512
Maður leiksins: Ragnar Bragi Sveinsson - Fylkir
Würth völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Alvöru haustveður á lokadegi júlímánaðar
Dómari: Vilhjálmur Alvar
Áhorfendur: 512
Maður leiksins: Ragnar Bragi Sveinsson - Fylkir
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
3. Arnór Breki Ásþórsson

5. Orri Sveinn Segatta
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)

9. Matthias Præst
16. Emil Ásmundsson
('80)

17. Birkir Eyþórsson
('80)

20. Sigurbergur Áki Jörundsson
25. Þóroddur Víkingsson
('71)

70. Guðmundur Tyrfingsson
('41)

80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
('71)
- Meðalaldur 20 ár

Varamenn:
12. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
('71)

4. Stefán Gísli Stefánsson
('80)

11. Þórður Gunnar Hafþórsson
('41)

14. Theodór Ingi Óskarsson
19. Arnar Númi Gíslason
('71)
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Daði Ólafsson

Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson
Smári Hrafnsson
Gul spjöld:
Ragnar Bragi Sveinsson ('7)
Arnór Breki Ásþórsson ('43)
Daði Ólafsson ('93)
Rauð spjöld:
92. mín
Fylkir að koma sér úr neðsta sætinu með þessum úrslitum, senda Vestra í neðsta sæti á markatölu. Fram í sjötta sætinu. En þetta er ekki alveg búið...
86. mín
Svarthol á síðasta þriðjungi
Það fuðrar allt upp og ekkert gerist þegar boltinn nálgast síðasta þriðjung. Þetta hefur verið agalegur fótboltaleikur. Alveg agalegur.
80. mín

Inn:Daði Ólafsson (Fylkir)
Út:Birkir Eyþórsson (Fylkir)
Bjóðum Daða velkominn til leiks eftir langa fjarveru vegna meiðsla
Loksins mættur til baka eftir krossbandaslit. Meiddist snemma árs 2023.
78. mín
Þetta er eins og slakur gæðalítill vorleikur
segir góður maður í fréttamannastúkunni. Hægt að kvitta undir það.
78. mín
Djenairo Daniels að koma sér í hættulegt skotfæri...
en Orri Sveinn bjargar með glæsilegri tæklingu.
73. mín
Ásgeir Eyþórs kemur bara inn í sóknina
Veit ekki hvað þetta segir manni um sóknarleik Fylkis...
69. mín
Ólafur Kristófer ver í horn
Fyrirgjöf í teiginn og mér fannst boltinn hrökkva af Fylkismanni.
68. mín
Sending inn í teiginn úr aukaspyrnu Fylkis en þrír Fylkismenn sem eru að reyna að ná til boltans á fjærstönginni þvælast fyrir hvor öðrum og ekkert verður úr þessu. Lýsandi fyrir leikinn.
66. mín
Hvar er spjaldið???
Það eina sem kætir mann í þessum hundleiðinlega leik er maðurinn í VIP-pinu hjá Fylki sem öskrar ALLTAF "HVAR ER SPJALDIÐ???" þegar Fram brýtur af sér. Vill fá spjald á allt.
64. mín
Már Ægisson kemst í hættulega stöðu í teignum en heimamenn ná á endanum að hirða boltann af honum.
62. mín
Aukaspyrnan...
Fred með þéttingsfast skot meðfram jörðinni sem ratar á markið en Ólafur vandanum vaxinn. Fór beint á hann.
60. mín

Inn:Djenairo Daniels (Fram)
Út:Magnús Þórðarson (Fram)
Stuðningsmenn Fram klappa fyrir sínum nýjasta leikmanni.
60. mín
Fram fær aukaspyrnu á hættulegum stað
Tryggvi Snær fer niður í D-boganum eftir viðskipti við Sigurberg Áka.
58. mín
Alex Freyr með fyrirgjöf sem breytist hreinlega í skottilraun, boltinn í hliðarnetið.
52. mín
Fylkir fær aukaspyrnu á hættulegum stað
Arnór Breki rifinn niður rétt fyrir utan D-bogann.
49. mín
Tiago í skotfæri í D-boganum en hittir boltann gjörsamlega ömurlega. Vel framhjá.
47. mín
Gafst upp á tuskunni
Það heldur áfram að rigna og blása. Óskar Örn Guðbrandsson starfsmaður KSÍ var að mæta á völlinn. Byrjaði að horfa á leikinn í sjónvarpinu en þar var endalaus tuska á linsunni svo hann ákvað bara að skella sér í úlpuna og mæta. Svona á að gera þetta.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn í gang
Engar hálfleiksbreytingar. Kennie var bara að halda hnénu gangandi, þarf hvort sem er ekki að hlusta á neina hálfleiksræðu. Séð þetta allt áður.
45. mín
Kennie Chopart er að skokka í hálfleiknum. Spurning hvort hann þurfi mögulega að ljúka keppni eftir fyrri hálfleik?
45. mín
Hálfleikstölfræði frá Stöð 2 Sport
Með boltann: 48% - 52%
Skot: 4-3
Á mark: 2-1
Horn: 2-3
Heppnaðar sendingar: 171-187
Brot: 7-7
Skot: 4-3
Á mark: 2-1
Horn: 2-3
Heppnaðar sendingar: 171-187
Brot: 7-7
45. mín
Hálfleikur
Dauðinn á skriðbeltunum
Þetta var einn hundleiðinlegur fyrri hálfleikur. Lítið sem ekkert um opin marktækifæri og rosalega lítið að frétta. Vonandi bjóða leikmenn okkur upp á eitthvað betra í seinni hálfleiknum!
40. mín
Gummi Tyrfings tognaði þegar hann var að elta boltann við hliðarlínuna. Fylkir þarf að gera skiptingu.
34. mín
Arnór Breki með fyrirgjöf sem Emil Ásmunds skallar framhjá. Fylkismenn hafa verið betri síðustu mínútur.
32. mín
Arnór Breki Ásþórsson með ágætis skottilraun fyrir utan teig en það þarf meira en þetta til að sigrast á Óla Íshólm. Hann grípur boltann af feikilegu öryggi.
28. mín
Ragnar Bragi með frábæra sendingu upp vinstra megin á Gumma Tyrfings sem kemst upp að endamörkum, reynir að senda út en boltinn ratar ekki á samherja.
26. mín
Fred braut á Halldór Jóni Sigurði við hliðarlínuna. Fylkismenn vildu sjá gult fara á loft en Villi Alvar heldur spjaldinu í vasanum.
23. mín
Framarar hættulegri
Tryggvi Snær með skot sem Sigurbergur Áki kemst fyrir. Fylkismenn rosa lítið að ná að halda í boltann.
21. mín
Flott tilraun!
Haraldur Einar með öflugt skot fyrir utan teig sem Ólafur Kristófer þarf að hafa fyrir, nær að slá boltann yfir. Fram fær horn.
17. mín
Fyrsta hornspyrna Fram endar með því að Fylkir fékk skyndisókn, Emil ákveður að taka skotið af löngu færi en Óli Íshólm var mættur á sinn stað í teignum og átti ekki í vandræðum með að verja.
16. mín
Völlurinn blautur og baráttuglaðir heimamenn brjóta talsvert mikið af sér. Emil Ásmunds að fá tiltal frá Villa Alvari.
15. mín
Ólafur Íshólm slær boltann frá, Emil Ásmundsson með skot sem fer í varnarmann og framhjá. Annað horn. Það endar með skoti frá Matthias Præst fyrir utan teig. Máttlaust, beint á Ólaf.
14. mín
Birkir Eyþórsson með fasta fyrirgjöf, Þorri Stefán kemur boltanum aftur fyrir. Fylkir fær fyrstu hornspyrnu leiksins.
7. mín
Gult spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)

Ragnar Bragi fær réttilega gult
Fred að leika listir sínar og er tekinn niður í miðjuhringnum og fær aukaspyrnu. Þegar Fred er að standa upp ýtir Ragnar Bragi við honum og fær réttilega gult. Algjör óþarfi hjá fyrirliða Fylkis.
6. mín
FRAM Í HÖRKUFÆRI!
Vandræðagangur í vörn Fylkis eftir aukaspyrnu inn í teiginn og boltinn dettur á Kyle McLagan sem er í hörkufæri en skýtur framhjá. Þetta var óvænt. Kyle sýndi af hverju hann er varnarmaður.
4. mín
Fram fær aukaspyrnu, Emil Ásmunds braut á Haraldi Einari á miðjum vallarhelmingi Fylkis.
3. mín
Blautur völlur og barátta
Stuðningsmenn beggja liða hafa tekið hvatningarhróp hér í byrjun.
1. mín
Leikur hafinn
Fram hóf leik - Fred með upphafsspyrnuna
Framarar í hvítu treyjunum í kvöld og sækja í átt að Árbæjarlaug í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Tuskuleikur framundan
Það er svokallaður tuskuleikur framundan fyrir sjónvarpsáhorfendur. Votviðrið gerir það að verkum að myndatökumaður Stöð 2 Sport er vopnaður tuskunni góðu sem áhorfendur fá að njóta. Liðin eru að ganga út á völlinn, þetta er að fara af stað. Rigning og rok, góða skemmtun!
Fyrir leik
Kveðjuleikur Viktors Lekve
Þetta er kveðjuleikur Viktors Lekve sem hefur unnið óaðfinnanleg störf fyrir Fylki, sem verkefnastjóri, vallarþulur, vallarstarfsmaður og bara allt sem hægt er að láta sér detta í hug. Hann er að fara að flytja norður á Akureyri til að rífa handboltaþjálfun þar upp á hærra level. Ljóst er að það verður mikil eftirsjá af Viktori í Árbænum.

Þetta er kveðjuleikur Viktors Lekve sem hefur unnið óaðfinnanleg störf fyrir Fylki, sem verkefnastjóri, vallarþulur, vallarstarfsmaður og bara allt sem hægt er að láta sér detta í hug. Hann er að fara að flytja norður á Akureyri til að rífa handboltaþjálfun þar upp á hærra level. Ljóst er að það verður mikil eftirsjá af Viktori í Árbænum.
Fyrir leik
Gummi Magg ekki með - Sá hollenski á bekknum
Ein breyting á byrjunarlið Fram frá 4-1 sigrinum gegn Val um síðustu helgi. Tryggvi Snær Geirsson kemur inn fyrir Guðmund Magnússon sem er ekki í hópnum. Ólafur Íshólm markvörður tekur við fyrirliðabandinu í fjarveru Gumma.
Vorum að fá þær fréttir að Gummi sé að glíma við meiðsli á ökkla.
Vorum að fá þær fréttir að Gummi sé að glíma við meiðsli á ökkla.
Fyrir leik
Tvær breytingar á byrjunarliði Fylkis
Tvær breytingar á byrjunarliði Fylkis frá síðasta leik. Emil Ásmundsson og Þóroddur Víkingsson koma inn í byrjunarliðið fyrir Ómar Björn Stefánsson og Nikulás Val Gunnarsson.
Fyrir leik
Það voru meiðslafréttir af Fylkismönnum í síðustu viku
23.07.2024 17:47
Benedikt Daríus líklega ekki meira með Fylki á tímabilinu
23.07.2024 14:14
Ómar Björn hefur líklega spilað sinn síðasta leik í sumar
Fyrir leik
Rigning og vindur
Það rignir hressilega nú þegar það er rúmur klukkutími í leik. En Würth wöllurinn er vel búinn og gott skjól fyrir veðri og vindum í stúkunni. Um að gera að skella sér á leikinn. Það er verið að kveikja upp í grillunum og byrjunarliðin eru að fara að detta í hús!
Fyrir leik
Fram var að fá hollenskan sóknarmann
Hollenski sóknarmaðurinn Djenairo Daniels er kominn með leikheimild með Fram. Daniels er 22 ára sóknarmaður sem getur leyst það að spila á báðum köntunum og fremst á vellinum. Hann er frekar hávaxinn eða 190 sm á hæð
Framarar voru í leit að sóknarmanni þar sem ljóst var að Viktor Bjarki Daðason færi til FCK í sumar, Már Ægisson er á leið til Bandaríkjanna í nám og Jannik Pohl hefur mikið verið meiddur.

Hollenski sóknarmaðurinn Djenairo Daniels er kominn með leikheimild með Fram. Daniels er 22 ára sóknarmaður sem getur leyst það að spila á báðum köntunum og fremst á vellinum. Hann er frekar hávaxinn eða 190 sm á hæð
Framarar voru í leit að sóknarmanni þar sem ljóst var að Viktor Bjarki Daðason færi til FCK í sumar, Már Ægisson er á leið til Bandaríkjanna í nám og Jannik Pohl hefur mikið verið meiddur.
31.07.2024 10:24
Djenairo Daniels í Fram (Staðfest) - Má spila í kvöld
Fyrir leik
Fram vann Fylki í maí
Fram vann 2-1 sigur gegn Fylki þegar liðin mættust í Dal draumanna þann 5. maí. Halldór Jón Sigurður Þórðarson kom Fylki yfir en Haraldur Einar Ásgrímsson og Guðmundur Magnússon skoruðu fyrir Fram.
Fyrir leik
Spyrjum að leikslokum
Síðasti leikur Fylkis var 2-0 tap gegn Stjörnunni þann 21. júlí.
„Mér fannst við gera þetta bara feikivel. Ég er stoltur af drengjunum. Þetta er erfitt og við verðum bara að halda áfram. Ég held bara áfram að segja það: Við megum aldrei missa trú á því sem að við erum að gera. Við erum verðugir í þessa deild og verðum að sanna það. Við þurfum að hugsa um einn leik í einu núna eins og við höfum gert í allt sumar. Við erum búnir að vera þarna neðstir í allt sumar og höldum því bara áfram eins og staðan er í dag en við spyrjum að leikslokum hvernig þetta fer allt saman," sagði Rúnar Páll eftir leikinn.

Síðasti leikur Fylkis var 2-0 tap gegn Stjörnunni þann 21. júlí.
„Mér fannst við gera þetta bara feikivel. Ég er stoltur af drengjunum. Þetta er erfitt og við verðum bara að halda áfram. Ég held bara áfram að segja það: Við megum aldrei missa trú á því sem að við erum að gera. Við erum verðugir í þessa deild og verðum að sanna það. Við þurfum að hugsa um einn leik í einu núna eins og við höfum gert í allt sumar. Við erum búnir að vera þarna neðstir í allt sumar og höldum því bara áfram eins og staðan er í dag en við spyrjum að leikslokum hvernig þetta fer allt saman," sagði Rúnar Páll eftir leikinn.
Fyrir leik
Fylkir getur farið upp úr fallsæti - Fram getur farið upp í fimmta sæti
Ef heimamenn vinna sigur í kvöld þá fara þeir upp úr fallsæti, senda HK niður í fallsæti á markatölu. Framarar geta farið upp í fimmta sætið í deildinni, upp í efri hlutann.

Fyrir leik
Klárar Fram júlímánuð með fullt hús?
Eins og rætt hefur verið og ritað um þá var Fram í sumarfríi stóran hluta júlímánaðar og fóru hreinlega í nýtt undirbúningstímabil! Á þessum síðasta degi mánaðarins leika þeir aðeins sinn þriðja leik í þessum mánuði en þeir bláu hafa unnið hina tvo.
Fram vann 1-0 sigur gegn KR í upphafi mánaðarins og á sunnudaginn vann liðið svo glæsilegan 4-1 sigur gegn Val. Fred skoraði tvívegis í þeim leik og Már Ægisson og Kennie Chopart komu sér líka á blað. Ólafur Íshólm Ólafsson markvörður var valinn maður leiksins.
„Við vorum ofboðslega ferskir, sérstaklega í fyrri hálfleik. Nýttum vindinn vel og refsuðum á réttum augnablikum og stálum boltanum hátt af þeim einstaka sinnum sem skóp þennan sigur," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir leikinn.
„Við vorum stálheppnir í seinni hálfleik og Ólafur Íshólm var frábær og menn hentu sér fyrir allt og Óli varði allt það sem kom á markið og gerði ofboðslega vel."
„Það er eins og þessi leiðinlega lumma, næsti leikur. Auðvitað kítlar það alla að reyna að berjast og það er yfirlýst markmið hjá okkur að reyna að vera í baráttunni um topp 6 eins lengi og hægt er og við erum þar ennþá og við ætlum að reyna að vera það áfram og gefa sjálfum okkur möguleika að taka þátt í þeirri úrslitakeppnni."

Eins og rætt hefur verið og ritað um þá var Fram í sumarfríi stóran hluta júlímánaðar og fóru hreinlega í nýtt undirbúningstímabil! Á þessum síðasta degi mánaðarins leika þeir aðeins sinn þriðja leik í þessum mánuði en þeir bláu hafa unnið hina tvo.
Fram vann 1-0 sigur gegn KR í upphafi mánaðarins og á sunnudaginn vann liðið svo glæsilegan 4-1 sigur gegn Val. Fred skoraði tvívegis í þeim leik og Már Ægisson og Kennie Chopart komu sér líka á blað. Ólafur Íshólm Ólafsson markvörður var valinn maður leiksins.
„Við vorum ofboðslega ferskir, sérstaklega í fyrri hálfleik. Nýttum vindinn vel og refsuðum á réttum augnablikum og stálum boltanum hátt af þeim einstaka sinnum sem skóp þennan sigur," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir leikinn.
„Við vorum stálheppnir í seinni hálfleik og Ólafur Íshólm var frábær og menn hentu sér fyrir allt og Óli varði allt það sem kom á markið og gerði ofboðslega vel."
„Það er eins og þessi leiðinlega lumma, næsti leikur. Auðvitað kítlar það alla að reyna að berjast og það er yfirlýst markmið hjá okkur að reyna að vera í baráttunni um topp 6 eins lengi og hægt er og við erum þar ennþá og við ætlum að reyna að vera það áfram og gefa sjálfum okkur möguleika að taka þátt í þeirri úrslitakeppnni."
Fyrir leik
Sá besti dæmir
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leikinn en hann var valinn besti dómari umferða 1-11 í deildinni. Guðmundur Ingi Bjarnason og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage eru með flöggin og Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson með skiltið.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leikinn en hann var valinn besti dómari umferða 1-11 í deildinni. Guðmundur Ingi Bjarnason og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage eru með flöggin og Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson með skiltið.
Fyrir leik
Það er létt yfir lautarferð!
Gott og gleðilegt kvöld og verið hjartanlega velkomin með okkur á Würth völlinn í Árbænum þar sem grannaslagur Fylkis og Fram er framundan. Heldur betur mikilvægur leikur sem tilheyrir 16. umferð Bestu deildarinnar. Ég býst við stórskemmtilegum leik og miklu stuði.

Gott og gleðilegt kvöld og verið hjartanlega velkomin með okkur á Würth völlinn í Árbænum þar sem grannaslagur Fylkis og Fram er framundan. Heldur betur mikilvægur leikur sem tilheyrir 16. umferð Bestu deildarinnar. Ég býst við stórskemmtilegum leik og miklu stuði.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan
6. Tryggvi Snær Geirsson
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson
('60)

19. Kennie Chopart (f)
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes
71. Alex Freyr Elísson
('76)
- Meðalaldur 22 ár

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
4. Orri Sigurjónsson
14. Djenairo Daniels
('60)


17. Adam Örn Arnarson
('76)

25. Freyr Sigurðsson
27. Sigfús Árni Guðmundsson
33. Markús Páll Ellertsson
- Meðalaldur 25 ár
Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Hinrik Valur Þorvaldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson
Gul spjöld:
Djenairo Daniels ('81)
Rauð spjöld: