Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   þri 23. júlí 2024 14:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ómar Björn hefur líklega spilað sinn síðasta leik í sumar
Marki fagnað gegn ÍA.
Marki fagnað gegn ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Ómar Björn Stefánsson er mjög líklega búinn að leika sinn síðasta leik fyrir Fylki í sumar. Hann fór af velli í fyrri hálfleik gegn Stjörnunni á sunnudag vegna tognunar aftan í læri.

Óvíst er hvað hann verður lengi frá en hann er á leiðinni til Bandaríkjanna í upphafi næsta mánaðar, fer þangað í háskólanám.

Tveir aðrir Fylkismenn eru á leið út í háskólanám því bræðurnir Axel Máni og Aron Snær Guðbjörnssynir eru einnig á leðinni út.

Fylkir á einungis eftir að spila einn leik áður en Ómar fer til Bandaríkjanna og er það leikur gegn Fram.

Sá leikur er settur næsta mánudag en gæti verið færður aftur um þrjá daga og færi því fram eftir rúma viku.

Ómar er tvítugur og hefur skorað tvö mörk í Bestu deildinni í sumar. Hann var sterkasti leikmaður umferðarinnar í þarsíðustu umferð þegar Fylkir lagði ÍA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner