Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mið 31. júlí 2024 10:24
Elvar Geir Magnússon
Djenairo Daniels í Fram (Staðfest) - Má spila í kvöld
Djenairo Daniels.
Djenairo Daniels.
Mynd: Getty Images
Hollenski sóknarmaðurinn Djenairo Daniels er kominn með leikheimild með Fram og er því löglegur fyrir leik liðsins gegn Fylki í Bestu deildinni sem fram fer í kvöld.

Daniels er 22 ára sóknarmaður sem getur leyst það að spila á báðum köntunum og fremst á vellinum. Hann er frekar hávaxinn eða 190 sm á hæð

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Fram

Hann ólst upp hjá Almere City í Hollandi en var einnig hjá unglingaliðum PSV Eindhoven, Utrecht og Sassuolo. Hann fór árið 2022 til Pacific FC í Kanada og hefur að undanförnu verið hjá Leixoes í Portúgal. Hann lék á sínum tíma með U17 og U18 landsliðum Hollands.

Fram fer upp í fimmta sæti Bestu deildarinnar með sigri í kvöld en leikur Fylkis og Fram hefst klukkan 19:15 í Árbænum.

Framarar voru í leit að sóknarmanni þar sem ljóst var að Viktor Bjarki Daðason færi til FCK í sumar, Már Ægisson er á leið til Bandaríkjanna í nám og Jannik Pohl hefur mikið verið meiddur.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner