Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   þri 23. júlí 2024 17:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Benedikt Daríus líklega ekki meira með Fylki á tímabilinu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það gæti farið svo að Benedikt Daríus Garðarsson verði ekki meira með Fylki á tímabilinu. Hann glímir við meiðsli á nára og hefur ekki verið með í síðustu tveimur leikjum Fylkis eftir að hafa spilað allan leikinn gegn Val þar á undan.

Benedikt er framherji sem endaði markahæstur hjá Fylki í fyrra með níu mörk. Meiðsli hafa plagað hann á þessu tímabili og hefur hann einungis skorað eitt mark í tíu leikjum.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Fylkir

„Staðan á hópnum er þannig að það eru þrír að fara erlendis í háskóla. Benedikt Daríus verður líklega ekkert meira með vegna meiðsla í nára. Það eru brottföll úr hópnum okkar og það er ekki gott. Ég sá alveg fram á styrkingar, en það er ekkert í hendi og kemur bara í ljós þegar þar að kemur. Við þurfum að styrkja okkur framarlega á vellinum og varnarlega líka, erum að missa tvo hafsenta út í nám," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, í viðtali eftir leikinn gegn Stjörnunni.

Fyrr í dag var greint frá því að Ómar Björn Stefánsson er líklega búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Fylki í sumar þar sem hann meiddist gegn Stjörnunni og fer til Bandaríkjananna eftir tvær vikur.

Fylkir er í leit að liðsstyrk bæði í vörninni og fram á við. Fótbolti.net fjallaði um það fyrr í dag að Sveinn Gísli Þorkelsson væri að koma á láni frá Víkingi en það á eftir að styrkja framlínuna.
Rúnar Páll: Spyrjum að leikslokum hvernig þetta fer allt saman
Innkastið - Falldraugurinn færist nær KR og Víkingar eru valtir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner