Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Egnatia
0
2
Víkingur R.
0-1 Gísli Gottskálk Þórðarson '28
0-2 Aron Elís Þrándarson '47
01.08.2024  -  18:00
Loro Borici Stadium
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Fabio Verissimo (Portúgal)
Byrjunarlið:
12. Ilir Dabjani (m)
3. Francois Dulysse
6. Albano Aleksi
13. Renato Malota
14. Lorougnon Doukouo
16. Edison Ndreca
17. Arbin Zejnullai
27. Youba Drame ('46)
28. Alessandro Ahmetaj ('79)
44. Abdurramani Fangaj
82. Redi Kasa ('46)

Varamenn:
1. Klajdi Kuka (m)
98. Taulant Troshku (m)
2. Amer Duka
4. Zamig Aliyev ('46)
10. Sebastjan Spahiu
11. Soumaila Bakayoko
19. Arbenit Xhemajli
23. Juozas Lubas
24. Rezart Rama
29. Mario Gjata ('79)
70. Regi Lushkja ('46)

Liðsstjórn:
Edlir Tetova (Þ)

Gul spjöld:
Edlir Tetova ('54)
Regi Lushkja ('70)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingar sigra og eru áfram eftir viðsnúning í eivíginu!

Frábær sigur staðreynd og Víkingar mæta Flora Tallinn í næstu umferð.
97. mín Gult spjald: Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Karl Friðleifur brotlegur við teig Víkinga.


Allra síðasti séns
96. mín
Síðasti séns heimamanna sem eiga horn.

Víkingar hreinsa.
95. mín
Djuric sækir aukaspyrnu á miðjum vellinum.

Vel gert tekur sekúndur af klukkunni.
93. mín
Egnatia fær horn
91. mín
Sex mínútur í uppbótartíma
Koma svo Víkingar!
90. mín
Lushkja með skot sem fer af Helga og afturfyrir
90. mín
Heimamenn fá hornspyrnu.

Einbeiting!
89. mín
Víkingar verið nokkuð skynsamir. Það má reikna þó með að lágmarki + 5 í uppbót.
86. mín Gult spjald: Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Djuric að vera Djuric
Einn á vallarhelmingi Egnatia og hleður í dýfu.

Gripinn
82. mín
Taflið heldur snúist. Nú eru það Víkingar sem taka sér allan þann tíma sem hugsast getur í allar aðgerðir.

Heimamenn hálf fúlir yfir því.
79. mín
Inn:Mario Gjata (Egnatia) Út:Alessandro Ahmetaj (Egnatia)
76. mín
Helgi sækir aukaspyrnu á prýðisstað til fyrirgjafar.

Skemmtileg útfærsla en skalli Oliver yfir markið.
75. mín
Ingvar öflugur í teignum og kýlir boltann frá. Fær Albana af fullum þunga í síðuna í kjölfarið og brot dæmt.
71. mín
Vatnspása. Kærkomin fyrir Víkinga til að stilla saman strengi.
70. mín Gult spjald: Regi Lushkja (Egnatia)
Alltof seinn í Gunnar
63. mín
X VARSLA frá Ingvari Gamla góða Handbolta Xið lokar á leikmann Egnatia í dauuuuuðafæri.
62. mín
Karl Friðleifur sækir hornspyrnu.

Ekroth með skalla af varnarmanni í fang markvarðar Egnatia.
59. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Arnar tekur séns. Búinn með sín stopp held ég alveg örugglega. Nema þetta telji sem eitt því leikurinn hefur ekki farið af stað eftir að Aron fór af velli.
58. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Leikurinn breyst og Arnar veðjar á ferska fætur og hraða Helga.
57. mín
Francois Dulysse við það komast í hörkufæri eftir gott spil en móttakann svíkur hann og Ingva handsamar boltann.
55. mín
Víkingar fallið helst til djúpt á völlinn eftir markið. Egnatia að pressa.
54. mín Gult spjald: Edlir Tetova (Egnatia)
Spjald á bekkinn hjá Albönunum
52. mín
Víkingar heppnir! Arbin Zejnullai í dauðafæri í teignum en setur boltann yfir.
51. mín
Pirringur í heimamönnum sem kvarta yfir flestu því sem fellur gegn þeim.
47. mín MARK!
Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Víkingar leiða einvígið! Eftir fast leikatriði.

Karl Friðleifur með boltann inn á teiginn úr aukaspyrnu. Egnatia menn gjafmildir og leggja boltann bara fyrir Aron Elís sem var í rangstöðunni og leggur boltann örugglega í netið úr markteignum.
46. mín
Inn:Regi Lushkja (Egnatia) Út:Youba Drame (Egnatia)
46. mín
Inn:Zamig Aliyev (Egnatia) Út:Redi Kasa (Egnatia)
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Sterkur hálfleikur hjá Víkingum
Verið talsvert betra liðið hér og leiða verðskuldað. Mega teljast óheppnir að vera ekki yfir í einvíginu samtals enda fengið færi til þess.
45. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma.
45. mín
Ari! Fær boltann frá Valdimar vinstra megin í teignum en nær ekki að stýra boltanum á markið.
44. mín
Nei Dani Djuric!!!!!
Geðveik skyndisókn og spil Karls Friðleifs og Arons. Djuric i dauðafæri aleinn í teignum en setur boltann yfir markið!
41. mín
Inn:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) Út:Pablo Punyed (Víkingur R.)
Pablo getur ekki haldið áfram.

Aron Elís færist væntanlega niður á miðju í staðinn og Valdimar eða Djuric á toppinn
41. mín Gult spjald: Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
Of seinn í tæklingu út við hliðarlínu.
40. mín
Egnatia með sína fyrstu tilraun á markið. . Abdurramani Fangaj með skall en beint í fang Ingvars.
40. mín
Pablo er kominn á fætur en stingur nokkuð við.
38. mín
Pablo liggur eftir að hafa verið dæmdur brotlegur. Heldur um hnéð og kennir sér meins.
36. mín
Að Youba Drame sleppi við spjald hér er mér hulin ráðgáta. Slær frá sér eftir að Ekroth brýtur á honum og sleppur með það.
35. mín
Viktor Örlygur!
Fær boltann í fætur frá Ara og nær hörkuskoti. Boltinn hárfínt yfir markið.
Klárt mál!
28. mín MARK!
Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
100% sjálfsmark en mér er alveg sama! Gísli fær boltann í teignum til hægri eftir gott spil Víkinga. Skot hans fer af tveimur varnarmönnum og svífur í netið. Skráist örugglega sem sjálfsmark en held að okkur öllum sé nokk sama.
25. mín
Redi Kasa með fyrstu tilraun heimamanna. Slakt skot vel framhjá eftir skyndisókn.
22. mín
Laglegt spil
Víkingar með laglegt spil við teig Egnatia. Endar með skoti frá Viktori sem er ekki af sama gæðaflokki og boltinn hátt yfir markið.
20. mín
Pablo aftur
Flottur sprettur upp völlinn hjá Ara sem finnur Pablo við teiginn. Pablo ekki að drukkna í sendingarmöguleikum og lætur bara vaða en boltinn beint á Ilir.
16. mín
Fyrsta alvöru sókn Egnatia sem uppskera horn.
11. mín
Meira jafnvægi að færast í leikinn. Víkingar þó betri.
6. mín
Hörkuskot frá Pablo
Gísli Gotti tíar boltann upp fyrir Pablo eftir góða pressu Víkinga. Pablo missir skotið of hátt og boltinn fer yfir markið.
5. mín
Sterk byrjun Víkinga
Sett töluverða pressu á Egnatia en færin ekki komið enn.

Heimamenn nú þegar farnir að tefja.
3. mín
Hættulegur bolti fyrir en Egnatia kemur boltanum frá. Ari Sigurpáls svo með skot af varnarmanni.
3. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á álitlegum stað.
2. mín
Það er ekki annað að sjá en að Aron Elís Þrándarson sér hreinlega fremsti maður hjá Víkingum í dag.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað á Loco Borici. Það eru Víkingar sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Byrjunarlið Víkinga eins UEFA stillir því upp
Mynd: Sverrir Örn Einarsson

Fyrir leik
Heitt í veðri
Það er heitt í veðri í Albaníu en hitastigið verður í kringum 30 gráður þegar flautað verður til leiks. Talsvert aðrar aðstæður en við eigum að venjast hér á skerinu.
Fyrir leik
Fyrirliðinn skráður í hópinn
Nikolaj Hansen fyrirliði Víkinga er skráður i leikmannahóp liðsins á vefsíðu UEFA. Heimildir Fótbolta.net herma þó að hann hafi ekki ferðast með liðinu til Albaníu vegna meiðsla sem hann hlaut í sigrinum á HK.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fundu Víkingar neistann gegn HK? Víkingar léku gegn HK í Bestu deildinni um liðna helgi. Lokatölur í þeim leik urðu 5-1 Víkingum í vil sem léku sinn besta leik í talsverðan tíma.

Á sama tíma lék lið Egnatia æfingar leik gegn Ítalska stórliðinu Napoli og mátti þola 4-0 tap þar.
Fyrir leik
Dómarateymið
Portúgalinn Fabio Verissimo er dómari leiksins í kvöld. Pedro Martins og Nelson Pereira eru aðstoðardómarar hans og fjórði dómari er Ricardo Baixinho en allir eru þeir einnig frá Portúgal.

Verissimo er ekki alveg ókunnugur Íslandi en hann dæmdi leik Englands og Íslands á Wembley í Þjóðardeildinni árið 2020 og rak þar Birki Má Sævarsson af velli í 4-0 tapi.

Mynd: Getty Images

Fyrir leik
Góðar minningar íslenskra liða frá Loro Borici Stadium. Völlurinn sem leikið er á er ekki heimavöllur Egnatia en liðið fær ekki að leika á eigin heimavelli vegna óláta stuðningsmanna í evrópuleik á dögunum. Þessi 16.000 manna völlur er heimavöllur Vllaznia sem Valsmenn mættu einmitt í síðustu umferð. Valsmönnum virtist líða nokkuð vel á vellinum en þeir höfðu þar 4-0 sigur eftir að hafa gert jafntefi á N1 vellinum.

Það má því vona að gott gengi íslenskra liða haldi áfram á vellinum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Duga eða drepast fyrir Víkinga Víkingar eru með bakið uppvið vegg eftir að hafa tapað fyrri leiknum í Víkinni 0-1. Þeir þurfa því að sækja í kvöld og vinna tveggja marka sigur ætli þeir sér að fara lengra í Evrópu þetta árið.

„Þetta er bara virkilega svekkjandi, þetta er virkilega stór brekka þessa dagana. Fullt kredit á strákana, mér fannst þeir vera að reyna, við vorum að berjast, og berjast, og berjast en augljóslega er eitthvað 'off'. Hlutirnir eru ekki alveg að ganga upp. Í fyrri hálfleik var aðeins of mikið af tæknifeilum, við vorum að missa boltan í góðum leikstöðum, og vorum að bjóða upp á skyndisóknum þeirra upp á góðan dans, sem þeir þrífast svolítið á. Ég á eftir að sjá þetta mark aftur, en þetta virkaði eitthvað svona hálfgert 'comedy' mark. Í þessari íþrótt það eru bara lið sem eru í smá brekku sem fá svona mörk á sig. Þannig að í seinni hálfleik þá héldum við áfram að reyna en þegar þú spilar fótbolta þar sem þú nærð ekki endilega skora ertu alltaf að bjóða hættuni heim um að fá á þig mark. Við vorum kannski heppnir að fá á okkur ekki mark. Þetta var ekkert ósvipað og á móti Shamrock, bara eiginlega frekar svipaðir leikir og á móti Shamrock. Nema þeir voru aðeins tæknilega betri, og gátu refsað okkur aðeins betur heldur en Shamrock gerði. En við erum lifandi ennþá, þetta var bara 1-0 og við verðum að fara út og reyna að hafa trú á þessu verkefni."
Sagði Arnar Gunnlaugsson eftir fyrri leik liðanna fyrir viku síðan.


   25.07.2024 21:58
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu


Danijel Dejan Djuric leikmaður Víkinga var einnig til viðtals eftir fyrri leikinn og hélt í vonina um áframhald í Evrópu þrátt fyrir slæm úrslit á heimavelli.

„Við höfum fulla trú á þessu, þetta er ekkert búið. Við erum bara að fara 'all in' úti, og þetta er bara upp á líf og dauða hjá okkur. Það er gott að það verða engir áhorfendur þannig þetta verður aðeins hljóðlátara, þannig ég vona að það spilist betur fyrir okkur."

   25.07.2024 21:37
Danijel Djuric svekktur: Ég tek þetta á mig
Fyrir leik
Evrópukvöld Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Egnatia og Víkings í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Flautað verður til leiks á Loro Borici Stadium klukkan 18:00
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Gunnar Vatnhamar
8. Viktor Örlygur Andrason
10. Pablo Punyed ('41)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson ('59)
21. Aron Elís Þrándarson ('58)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
25. Valdimar Þór Ingimundarson

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson ('58)
12. Halldór Smári Sigurðsson
18. Óskar Örn Hauksson
19. Danijel Dejan Djuric ('41)
24. Davíð Örn Atlason ('59)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen

Gul spjöld:
Valdimar Þór Ingimundarson ('41)
Danijel Dejan Djuric ('86)
Karl Friðleifur Gunnarsson ('97)

Rauð spjöld: