Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   fim 25. júlí 2024 21:37
Haraldur Örn Haraldsson
Danijel Djuric svekktur: Ég tek þetta á mig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Danijel Dejan Djuric leikmaður Víkings var mjög svekktur eftir að liðið hans tapaði 1-0 gegn Egnatia í 2. umferð forkeppni Smbandsdeildarinnar í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Egnatia

„Mér fannst bara eins og í flestum leikjum þá erum við betri, en við bara erum ekki að fara ná þessu marki. Þessi mörk sem voru að flæða inn hérna áður, þau bara eru ekki að koma. Það er bara þannig."

Markaskorun hefur gengið erfiðlega hjá Víkingum í síðustu leikjum en þeir hafa aðeins skorað 1 mark í síðustu fjórum leikjum.

„Ég get alveg tekið það á mig að ég á að klára færin sem ég er að fá. Það er bara ekkert flóknara en það. Þetta er bara helvíti svekkjandi, það er bara eina orðið, pirrandi og svekkjandi."

Víkingur mætir Egnatia aftur í næstu viku úti í Albaníu. Þar þurfa þeir að bæta upp þetta 1-0 tap til þess að komast áfram.

„Við höfum fulla trú á þessu, þetta er ekkert búið. Við erum bara að fara 'all in' úti, og þetta er bara upp á líf og dauða hjá okkur. Það er gott að það verða engir áhorfendur þannig þetta verður aðeins hljóðlátara, þannig ég vona að það spilist betur fyrir okkur."

Egnatia eru albanskir meistarar og þetta er því alls ekki auðvelt lið sem Víkingar voru að mæta.

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, mér fannst við betri. Það er þessi stífla sem er smá þarna sem er bara fyrir okkur, og þegar hún brestur þá mun allt bara fara á góðan veg. Við þurfum að fá þessi mörk inn og eins og ég segi, ég tek þetta á mig."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner