Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   fim 25. júlí 2024 21:37
Haraldur Örn Haraldsson
Danijel Djuric svekktur: Ég tek þetta á mig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Danijel Dejan Djuric leikmaður Víkings var mjög svekktur eftir að liðið hans tapaði 1-0 gegn Egnatia í 2. umferð forkeppni Smbandsdeildarinnar í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Egnatia

„Mér fannst bara eins og í flestum leikjum þá erum við betri, en við bara erum ekki að fara ná þessu marki. Þessi mörk sem voru að flæða inn hérna áður, þau bara eru ekki að koma. Það er bara þannig."

Markaskorun hefur gengið erfiðlega hjá Víkingum í síðustu leikjum en þeir hafa aðeins skorað 1 mark í síðustu fjórum leikjum.

„Ég get alveg tekið það á mig að ég á að klára færin sem ég er að fá. Það er bara ekkert flóknara en það. Þetta er bara helvíti svekkjandi, það er bara eina orðið, pirrandi og svekkjandi."

Víkingur mætir Egnatia aftur í næstu viku úti í Albaníu. Þar þurfa þeir að bæta upp þetta 1-0 tap til þess að komast áfram.

„Við höfum fulla trú á þessu, þetta er ekkert búið. Við erum bara að fara 'all in' úti, og þetta er bara upp á líf og dauða hjá okkur. Það er gott að það verða engir áhorfendur þannig þetta verður aðeins hljóðlátara, þannig ég vona að það spilist betur fyrir okkur."

Egnatia eru albanskir meistarar og þetta er því alls ekki auðvelt lið sem Víkingar voru að mæta.

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, mér fannst við betri. Það er þessi stífla sem er smá þarna sem er bara fyrir okkur, og þegar hún brestur þá mun allt bara fara á góðan veg. Við þurfum að fá þessi mörk inn og eins og ég segi, ég tek þetta á mig."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner