Tuchel og Terzic orðaðir við Man Utd - Sudakov til Lundúna? - Framherji Arsenal til Gladbach
Júlíus Mar: Ætla gera mitt allra besta til að koma KR á toppinn
Erfitt að spila eftir fráfall vinar síns - „Virkilega erfitt að skilja þetta"
Stefán Teitur: Man ekki eftir svona stjórnun hér í langan tíma
Hetja kvöldsins vön að skora utanfótar snuddur - „Ég er náttúrulega bara bakvörður"
Hákon Rafn: Logi maður! Hann tapar ekki á þessum velli
Gylfi Sig: Æfðum á frábæru grasi hjá FH
Valgeir: Hægri kantmaðurinn í Tottenham og þeir kunna öll brögð
Jóhann Berg: Með því betra sem við höfum séð á Laugardalsvelli í mörg ár
Arnór Ingvi: Það voru vel valin orð
Orri Steinn: Búinn að vera kenna honum aðeins upp á herbergi
Jón Dagur: Orðinn pirraður á þeim
Ólafur Ingi: Allir landsleikir mikilvægir
Logi Hrafn: Við vissum að þetta væri erfiður leikur
Andri Fannar: Hefur verið heiður að vera fyrirliði þessa liðs
Logi alltaf á milljón: Gerir mjög mikið fyrir minn haus
Alls ekki blendnar tilfinningar - „Held mjög mikið með Stebba"
Sverrir gerði ekki alla ánægða með skiptunum - „Það var lífsreynsla"
Útilokar ekki heimkomu - „Markmiðið mitt að komast á hærri stað"
Sér ekki fyrir sér núna að spila fyrir annað félag á Íslandi - Stefnir út
Ólafur Ingi: Ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum
   fim 25. júlí 2024 21:37
Haraldur Örn Haraldsson
Danijel Djuric svekktur: Ég tek þetta á mig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Danijel Dejan Djuric leikmaður Víkings var mjög svekktur eftir að liðið hans tapaði 1-0 gegn Egnatia í 2. umferð forkeppni Smbandsdeildarinnar í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Egnatia

„Mér fannst bara eins og í flestum leikjum þá erum við betri, en við bara erum ekki að fara ná þessu marki. Þessi mörk sem voru að flæða inn hérna áður, þau bara eru ekki að koma. Það er bara þannig."

Markaskorun hefur gengið erfiðlega hjá Víkingum í síðustu leikjum en þeir hafa aðeins skorað 1 mark í síðustu fjórum leikjum.

„Ég get alveg tekið það á mig að ég á að klára færin sem ég er að fá. Það er bara ekkert flóknara en það. Þetta er bara helvíti svekkjandi, það er bara eina orðið, pirrandi og svekkjandi."

Víkingur mætir Egnatia aftur í næstu viku úti í Albaníu. Þar þurfa þeir að bæta upp þetta 1-0 tap til þess að komast áfram.

„Við höfum fulla trú á þessu, þetta er ekkert búið. Við erum bara að fara 'all in' úti, og þetta er bara upp á líf og dauða hjá okkur. Það er gott að það verða engir áhorfendur þannig þetta verður aðeins hljóðlátara, þannig ég vona að það spilist betur fyrir okkur."

Egnatia eru albanskir meistarar og þetta er því alls ekki auðvelt lið sem Víkingar voru að mæta.

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, mér fannst við betri. Það er þessi stífla sem er smá þarna sem er bara fyrir okkur, og þegar hún brestur þá mun allt bara fara á góðan veg. Við þurfum að fá þessi mörk inn og eins og ég segi, ég tek þetta á mig."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner