Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Þetta var rosaleg varsla hjá honum
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
banner
   fim 25. júlí 2024 21:37
Haraldur Örn Haraldsson
Danijel Djuric svekktur: Ég tek þetta á mig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Danijel Dejan Djuric leikmaður Víkings var mjög svekktur eftir að liðið hans tapaði 1-0 gegn Egnatia í 2. umferð forkeppni Smbandsdeildarinnar í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Egnatia

„Mér fannst bara eins og í flestum leikjum þá erum við betri, en við bara erum ekki að fara ná þessu marki. Þessi mörk sem voru að flæða inn hérna áður, þau bara eru ekki að koma. Það er bara þannig."

Markaskorun hefur gengið erfiðlega hjá Víkingum í síðustu leikjum en þeir hafa aðeins skorað 1 mark í síðustu fjórum leikjum.

„Ég get alveg tekið það á mig að ég á að klára færin sem ég er að fá. Það er bara ekkert flóknara en það. Þetta er bara helvíti svekkjandi, það er bara eina orðið, pirrandi og svekkjandi."

Víkingur mætir Egnatia aftur í næstu viku úti í Albaníu. Þar þurfa þeir að bæta upp þetta 1-0 tap til þess að komast áfram.

„Við höfum fulla trú á þessu, þetta er ekkert búið. Við erum bara að fara 'all in' úti, og þetta er bara upp á líf og dauða hjá okkur. Það er gott að það verða engir áhorfendur þannig þetta verður aðeins hljóðlátara, þannig ég vona að það spilist betur fyrir okkur."

Egnatia eru albanskir meistarar og þetta er því alls ekki auðvelt lið sem Víkingar voru að mæta.

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, mér fannst við betri. Það er þessi stífla sem er smá þarna sem er bara fyrir okkur, og þegar hún brestur þá mun allt bara fara á góðan veg. Við þurfum að fá þessi mörk inn og eins og ég segi, ég tek þetta á mig."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner