Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   fim 25. júlí 2024 21:37
Haraldur Örn Haraldsson
Danijel Djuric svekktur: Ég tek þetta á mig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Danijel Dejan Djuric leikmaður Víkings var mjög svekktur eftir að liðið hans tapaði 1-0 gegn Egnatia í 2. umferð forkeppni Smbandsdeildarinnar í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Egnatia

„Mér fannst bara eins og í flestum leikjum þá erum við betri, en við bara erum ekki að fara ná þessu marki. Þessi mörk sem voru að flæða inn hérna áður, þau bara eru ekki að koma. Það er bara þannig."

Markaskorun hefur gengið erfiðlega hjá Víkingum í síðustu leikjum en þeir hafa aðeins skorað 1 mark í síðustu fjórum leikjum.

„Ég get alveg tekið það á mig að ég á að klára færin sem ég er að fá. Það er bara ekkert flóknara en það. Þetta er bara helvíti svekkjandi, það er bara eina orðið, pirrandi og svekkjandi."

Víkingur mætir Egnatia aftur í næstu viku úti í Albaníu. Þar þurfa þeir að bæta upp þetta 1-0 tap til þess að komast áfram.

„Við höfum fulla trú á þessu, þetta er ekkert búið. Við erum bara að fara 'all in' úti, og þetta er bara upp á líf og dauða hjá okkur. Það er gott að það verða engir áhorfendur þannig þetta verður aðeins hljóðlátara, þannig ég vona að það spilist betur fyrir okkur."

Egnatia eru albanskir meistarar og þetta er því alls ekki auðvelt lið sem Víkingar voru að mæta.

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, mér fannst við betri. Það er þessi stífla sem er smá þarna sem er bara fyrir okkur, og þegar hún brestur þá mun allt bara fara á góðan veg. Við þurfum að fá þessi mörk inn og eins og ég segi, ég tek þetta á mig."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner