Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   fim 25. júlí 2024 21:58
Haraldur Örn Haraldsson
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 1-0 fyrir Egnatia í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Egnatia

„Þetta er bara virkilega svekkjandi, þetta er virkilega stór brekka þessa dagana. Fullt kredit á strákana, mér fannst þeir vera að reyna, við vorum að berjast, og berjast, og berjast en augljóslega er eitthvað 'off'. Hlutirnir eru ekki alveg að ganga upp. Í fyrri hálfleik var aðeins of mikið af tæknifeilum, við vorum að missa boltan í góðum leikstöðum, og vorum að bjóða upp á skyndisóknum þeirra upp á góðan dans, sem þeir þrífast svolítið á. Ég á eftir að sjá þetta mark aftur, en þetta virkaði eitthvað svona hálfgert 'comedy' mark. Í þessari íþrótt það eru bara lið sem eru í smá brekku sem fá svona mörk á sig. Þannig að í seinni hálfleik þá héldum við áfram að reyna en þegar þú spilar fótbolta þar sem þú nærð ekki endilega skora ertu alltaf að bjóða hættuni heim um að fá á þig mark. Við vorum kannski heppnir að fá á okkur ekki mark. Þetta var ekkert ósvipað og á móti Shamrock, bara eiginlega frekar svipaðir leikir og á móti Shamrock. Nema þeir voru aðeins tæknilega betri, og gátu refsað okkur aðeins betur heldur en Shamrock gerði. En við erum lifandi ennþá, þetta var bara 1-0 og við verðum að fara út og reyna að hafa trú á þessu verkefni."

Markaskorun hefur verið áhyggjuefni hjá Víkingum upp á síðkastið en liðið hefur aðeins skorað 1 mark í síðustu fjórum leikjum.

„Þetta er svo fljótt að fara svona, þú verður bara einhvernegin að reyna að krafla þig úr þessari holu og reyna að vinna fyrir 'momentinu' að geta skorað. Það þarf ekki nema eitt 'moment' til að láta þig halda að þú getir klifið Mount Everest, svo er það næsta 'moment' sem lætur þig vilja fara ofan í einhverja holu og helst vera þar bara í 20 ár. Þessi 'moment' eru að gerast oft í leikjum, sérstaklega þessa dagana. Þú þarft einhvernegin bara að 'suck it in' ef ég má sletta aðeins og viðurkenna að svona er staðan, og berjast fyrir þessum 'momentum' sem mun þá á endanum snúa okkar tímabili við."

Víkingar hafa verið sigursælasta lið landsins síðustu ár en eru núna í slæmu formi. Það má þá búast við einhverri gagnrýni en Arnar segist tilbúinn að taka við því.

„Við þurfum bara að taka við allri gagnrýni næstu dagana, taka henni bara mjög vel. Sumt erum við sammála og sumt ekki, en þú getur ekki alltaf verið liðið sem að tekur öllu hrósi og síðan þegar illa gengur þá fussaru og sveiaru yfir gagnrýni. Þetta virkar ekki þannig. Þú verður bara að taka við henni. Ég held að númer eitt samkvæmt minni reynslu úr þessum bransa, það er bara að vinna fyrir 'momentinu'. Þetta er svo fáránleg íþrótt, þú þarft ekki nema eitt mark, til að 'kickstarta' tímabilinu aftur. Núna er eins og við getum ekki keypt mark sama hvað við reynum. Þetta er bara alltaf 'basic' atriðin og litlu smáatriðin. Ef þú safnar þeim saman þá verða þau nægilega stór til að snúa þessu við."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner