Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
„Kannski sjáum við Gylfa aftur á Englandi"
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
   fim 25. júlí 2024 21:58
Haraldur Örn Haraldsson
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 1-0 fyrir Egnatia í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Egnatia

„Þetta er bara virkilega svekkjandi, þetta er virkilega stór brekka þessa dagana. Fullt kredit á strákana, mér fannst þeir vera að reyna, við vorum að berjast, og berjast, og berjast en augljóslega er eitthvað 'off'. Hlutirnir eru ekki alveg að ganga upp. Í fyrri hálfleik var aðeins of mikið af tæknifeilum, við vorum að missa boltan í góðum leikstöðum, og vorum að bjóða upp á skyndisóknum þeirra upp á góðan dans, sem þeir þrífast svolítið á. Ég á eftir að sjá þetta mark aftur, en þetta virkaði eitthvað svona hálfgert 'comedy' mark. Í þessari íþrótt það eru bara lið sem eru í smá brekku sem fá svona mörk á sig. Þannig að í seinni hálfleik þá héldum við áfram að reyna en þegar þú spilar fótbolta þar sem þú nærð ekki endilega skora ertu alltaf að bjóða hættuni heim um að fá á þig mark. Við vorum kannski heppnir að fá á okkur ekki mark. Þetta var ekkert ósvipað og á móti Shamrock, bara eiginlega frekar svipaðir leikir og á móti Shamrock. Nema þeir voru aðeins tæknilega betri, og gátu refsað okkur aðeins betur heldur en Shamrock gerði. En við erum lifandi ennþá, þetta var bara 1-0 og við verðum að fara út og reyna að hafa trú á þessu verkefni."

Markaskorun hefur verið áhyggjuefni hjá Víkingum upp á síðkastið en liðið hefur aðeins skorað 1 mark í síðustu fjórum leikjum.

„Þetta er svo fljótt að fara svona, þú verður bara einhvernegin að reyna að krafla þig úr þessari holu og reyna að vinna fyrir 'momentinu' að geta skorað. Það þarf ekki nema eitt 'moment' til að láta þig halda að þú getir klifið Mount Everest, svo er það næsta 'moment' sem lætur þig vilja fara ofan í einhverja holu og helst vera þar bara í 20 ár. Þessi 'moment' eru að gerast oft í leikjum, sérstaklega þessa dagana. Þú þarft einhvernegin bara að 'suck it in' ef ég má sletta aðeins og viðurkenna að svona er staðan, og berjast fyrir þessum 'momentum' sem mun þá á endanum snúa okkar tímabili við."

Víkingar hafa verið sigursælasta lið landsins síðustu ár en eru núna í slæmu formi. Það má þá búast við einhverri gagnrýni en Arnar segist tilbúinn að taka við því.

„Við þurfum bara að taka við allri gagnrýni næstu dagana, taka henni bara mjög vel. Sumt erum við sammála og sumt ekki, en þú getur ekki alltaf verið liðið sem að tekur öllu hrósi og síðan þegar illa gengur þá fussaru og sveiaru yfir gagnrýni. Þetta virkar ekki þannig. Þú verður bara að taka við henni. Ég held að númer eitt samkvæmt minni reynslu úr þessum bransa, það er bara að vinna fyrir 'momentinu'. Þetta er svo fáránleg íþrótt, þú þarft ekki nema eitt mark, til að 'kickstarta' tímabilinu aftur. Núna er eins og við getum ekki keypt mark sama hvað við reynum. Þetta er bara alltaf 'basic' atriðin og litlu smáatriðin. Ef þú safnar þeim saman þá verða þau nægilega stór til að snúa þessu við."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner