William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
Keflavík
2
1
Grindavík
Oleksii Kovtun '44 1-0
Kári Sigfússon '53 2-0
2-1 Kwame Quee '64
08.08.2024  -  19:15
HS Orku völlurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 395
Maður leiksins: Axel Ingi Jóhannesson
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
6. Sindri Snær Magnússon (f)
10. Dagur Ingi Valsson ('82)
20. Mihael Mladen ('92)
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Sami Kamel
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Kári Sigfússon ('67)
50. Oleksii Kovtun

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
5. Stefán Jón Friðriksson
7. Mamadou Diaw ('82)
8. Ari Steinn Guðmundsson ('67)
9. Gabríel Aron Sævarsson
10. Valur Þór Hákonarson ('92)
11. Rúnar Ingi Eysteinsson

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Luka Jagacic
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Ásgeir Helgi Orrason ('48)

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Sigur Keflavíkur staðreynd.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
95. mín
Diaw í hörkufæri en Grindvíkingar bjarga.
92. mín
Inn:Valur Þór Hákonarson (Keflavík) Út:Mihael Mladen (Keflavík)
91. mín
Sigurjón Rúnarsson fer niður fyrir utan teig Keflavíkur og gestirnir í stúkunni eru langt í frá kátir.

Sá ekki hvað gerðist en hann heldur um höfuð sér.
90. mín
Erum komin í uppbótartíma
85. mín Gult spjald: Eric Vales Ramos (Grindavík)
82. mín
Inn:Mamadou Diaw (Keflavík) Út:Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
Keflavík að endurheimta Diaw úr meiðslum.
81. mín
Keflvíkingar að taka yfir á ný Mladen í hörkufæri en aftur ver Aron Dagur.
Frákastið á Kamel sem tekst ekki að koma boltanum á markið.
80. mín
Dauðafæri
Sami Kamel í dauðfæri í teignum eftir stórkostlega sendingu frá Degi Inga sem lyfti boltanum yfir vörn Grindavíkur. Aron Dagur fljótur út á móti og ver.
75. mín
Inn:Christian Bjarmi Alexandersson (Grindavík) Út:Nuno Malheiro (Grindavík)
72. mín
Ndi með hörkuskot að marki eftir góða sókn Grindavíkur en boltinn framhjá markinu.
67. mín
Inn:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík) Út:Kári Sigfússon (Keflavík)
66. mín
Grindavík allt annað lið þessa stundina. Fundið trú og kraft og herja á heimamenn.
64. mín MARK!
Kwame Quee (Grindavík)
Upp úr engu
Setur boltann fyrir markið frá hægri. Á að vera algjört formsatriði fyrir Ásgeir Orra að handsama boltann en hann hrenilega missir hann úr höndunum og yfir línuna fer hann.

Rosalega klaufaleg mistök og þetta er leikur á ný.
62. mín
Grindvíkingar aðeins að hressast. Valda usla í teig Keflavíkur en koma ekki skoti á markið.
60. mín
Grindavík sýnir eitthvað Krznaric og Kwame með ágætis þríhyrningsspil við teig Keflavíkur. Kwamen við það að koma sér í færi en Ásgeir Orri fyrstur á boltann.
59. mín
Inn:Kwame Quee (Grindavík) Út:Adam Árni Róbertsson (Grindavík)
57. mín
Krznaric reynir skotið af talsverðu færi. Fast en ónákvæmt og hittir ekki markið.
53. mín MARK!
Kári Sigfússon (Keflavík)
Maaaaark!
Dagur Ingi með frábæran sprett inn völlinn frá vinstri. Hann reynir að snúa boltann í hornið fjær sem smellur í stönginni út. Þar er Kári fljótastur að átta sig og skilar frákastinu í netið framhjá Aroni Degi.
49. mín
Heimamenn ógna. Kári Sigfússon hársbreidd frá því að sleppa einn í gegn en Sigurjón bjargar með góðri tæklingu.
48. mín Gult spjald: Ásgeir Helgi Orrason (Keflavík)
Kannar efnið í treyjunni hjá Degi Hammer.

Fær háa einkunn þar sem það hélt þrátt fyrir talsvert tog.
46. mín
Inn:Marinó Axel Helgason (Grindavík) Út:Matevz Turkus (Grindavík)
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn Heimamenn sparka okkur af stað á ný.
45. mín
Hálfleikur


Við fengum mark og getum ekki kvartað um of. Þessi leikur var þó ekki fjörugur í þessum fyrri hálfleik og vonandi að það batni til muna í þeim síðari.
44. mín MARK!
Oleksii Kovtun (Keflavík)
Keflvíkingar taka forystuna
Eftir hornspyrnu frá hægri berst boltinn yfir á fjærstöng þar sem Kovtun af harðfylginu einu saman kemst í boltann og skilar honum í netið af stuttu færi.
42. mín
Hálffæri
Boltinn dettur niður í teignum eftir horn Keflavíkur. Dagur Ingi og Aron Dagur í kappi um hvor er á undan í boltann. Aron talsvert á undan.
39. mín
Dagur Ingi mað laglega takta við teig Grindavíkur og skotið. Sem fer framhjá markinu.

Verið saga leiksins til þessa.
37. mín
Mladen með máttlítið skot að marki eftir snögga sókn Keflavíkur. Aron Dagur ekki í minnstu vandræðum og ver þægilega.
35. mín
Sláarskot
Lofandi sókn Grindavíkur upp hægri vænginn. Turkus í utan á hlaupi fær boltann í ágætis svæði í teignum og lætur vaða en boltinn í ofanverða slánna.
34. mín
Ásgeir Páll reynir skot fyrir Keflavík eftir að boltinn fellur fyrir hann um 20 metrum frá marki. Reynir að snúa hann í markhornið en setur hann talsvert framhjá.
28. mín
Krznaric reynir skotið frá vinstra vítateigshorni en snýr boltann langt framhjá markinu.
25. mín
Fjörugt er þetta ekki þessa stundina. Liðin skiptast á að hafa boltann. Gera lítið með hann samt.
19. mín
Turkus með fyrstu eiginlegu tilraun Grindvíkinga. Tekur boltann innanfótar á lofti í teignum en lyftir honum vel yfir markið.
16. mín
Ásgeir Orri reynir að handsama boltann eftir fyrirgjöf frá hægri. Settur undir mikla pressu en bjargar sér fyrir horn.
15. mín
Grindavík sækir sitt fyrsta horn.
13. mín
Keflvíkingar heldur verið að færa sig upp á skaftið og halda boltanum mun betur. Grindavík fær fáa sóknarsénsa. Afgerandi færi eru þó ekki á færibandi.
6. mín
Aftur Keflavík Dagur Ingi í þetta sinn með skot úr teignum en niðurstaðan sú sama.

Ásgeir Helgi að mér sýnist með skalla að marki eftir hornið. Hittir á markið en Aron Dagur fljótur til og handsamar boltann.
5. mín
Fyrsta skot leiksins.

Ágætt spil Keflavíkur endar með skoti frá Ásgeiri Páli en skotið í varnarmann og í horn.
5. mín
Fer rólega af stað hér. Stöðubarátta í fyrirrúmi.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Spámaðurinn vill Dag og Kamel Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA, fékk það verkefni að spá í leikina sem eru framundan. Um leikinn í Keflavík sagði hann.

Keflavík 2 - 0 Grindavík

Suðurnesjaslagur af bestu gerð eða svona allt af því. Hólmar Örn er að elda og er Keflavík heitasta liðið í deildinni í dag. 2-0 sigur Keflvíkinga og mörkin frá Degi og Sami Kamel sem fagna svo sigrinum með því að skrifa undir hjá KA.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Tríóið
Ívar Orri Kristjánsson er dómari leikins í kvöld. Honum til aðstoðar eru þeir Tomasz Piotr Zietal og Óliver Thanh Tung Vú.

Þórður Georg Lárusson sér um eftirlit á vegum KSÍ.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Keflavík
Öllu betur gengur hjá Keflavík þessa daganna en liðið á í harðri baráttu um sæti í umspili um sæti í Bestu deildinni að ári. Liðið er taplaust í síðustu fimm leikjum og hefur rétt heldur betur úr kútnum eftir að hafa þurft að þola vænan skell í Vestmannaeyjum í lok júní.

   31.07.2024 21:25
Haraldur Freyr: Ekta bardagaleikur
Fyrir leik
Grindavík
Gestirnir úr Grindavík hafa verið í frjálsu falli hvað úrslit varðar síðustu vikur. Eftir jákvæða byrjun undir stjórn Haraldar Árna Hróðmarssonar hefur hallað undan fæti og hefur liðið tapað fjórum síðustu leikjum sínum.

Haraldur var ómyrkur í máli eftir síðasta leik Grindavíkur þar sem liðið beið lægri hlut gegn Aftureldingu og talaði hreint út.

   30.07.2024 23:20
Halli Hróðmars: Þurfum að snyrta til ýmsa hluti hér í ákveðnum kúltúr
Fyrir leik
Lengjudeildin heldur áfram
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega vekomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá HS Orkuvellinum í Reykjanesbæ. Framundan er Suðurnesjaslagur Keflavíkur og Grindavíkur en flautað verður til leiks klukkan 19:15
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
5. Eric Vales Ramos
8. Josip Krznaric
9. Adam Árni Róbertsson ('59)
10. Einar Karl Ingvarsson (f)
13. Nuno Malheiro ('75)
23. Matevz Turkus ('46)
26. Sigurjón Rúnarsson
30. Ion Perelló
33. Daniel Arnaud Ndi

Varamenn:
16. Dennis Nieblas
18. Christian Bjarmi Alexandersson ('75)
21. Marinó Axel Helgason ('46)
22. Lárus Orri Ólafsson
24. Ingólfur Hávarðarson
38. Andri Karl Júlíusson Hammer
77. Kwame Quee ('59)
95. Sölvi Snær Ásgeirsson

Liðsstjórn:
Haraldur Árni Hróðmarsson (Þ)
Marko Valdimar Stefánsson
Ingi Steinn Ingvarsson
Beka Kaichanidis
Jón Aðalgeir Ólafsson
Kristófer Leví Sigtryggsson

Gul spjöld:
Eric Vales Ramos ('85)

Rauð spjöld: