Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Ólafur Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: „Er ekki viss hvar ég enda“
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
   mið 31. júlí 2024 21:25
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Ekta bardagaleikur
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Virkilega fjörugur og skemmtilegur leikur í rigningu og roki og bara ekta bardagaleikur. Við náðum að taka lengsta stráið en þetta hefði getað farið hvernig sem er. Það var fullt af færum í þessu á báða bóga. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina og það sem við leggjum í leikinn og uppskerum þrjú stig.“ Sagði ánægður þjálfari Keflavíkur Haraldur Freyr Guðmundsson um leikinn eftir dramatískan sigur hans manna á Þór á HS Orkuvellinum í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 Þór

Eftir erfiða byrjun á mótinu hefur betri taktur færst í lið Keflavíkur eftir því sem á hefur liðið. Hægt og rólega hefur liðið færst ofar í töfluna og er nú í fínum möguleika á sæti í umspili um sæti í Bestu deildinni að ári.

„Það er þannig að sigrarnir þeir næra sálina og þegar maður nær að tengja saman sigra þá kemur annar taktur í okkur og þetta verður eðlilega skemmtilegra.“

Talsvert hefur verið rætt um Sami Kamel og áhuga liða í efstu deild á honum undanfarna daga. Kamel byrjaði á varamannabekk Keflavíkur í kvöld en kom ínn á er líða fór á síðari hálfleikinn. Hvernig standa hans mál?

„Það eru alltaf einhverjar þreifingar, glugginn er opinn hjá ýmsum leikmönnum hjá okkur. Ástæða þess að hann byrjaði á bekknum er samt sú að hann æfði nánast ekkert í vikunni og er stífur aftan í læri þannig að við ákváðum í sameiningu að hann myndi byrja á bekknum.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner