Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 31. júlí 2024 21:25
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Ekta bardagaleikur
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Virkilega fjörugur og skemmtilegur leikur í rigningu og roki og bara ekta bardagaleikur. Við náðum að taka lengsta stráið en þetta hefði getað farið hvernig sem er. Það var fullt af færum í þessu á báða bóga. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina og það sem við leggjum í leikinn og uppskerum þrjú stig.“ Sagði ánægður þjálfari Keflavíkur Haraldur Freyr Guðmundsson um leikinn eftir dramatískan sigur hans manna á Þór á HS Orkuvellinum í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 Þór

Eftir erfiða byrjun á mótinu hefur betri taktur færst í lið Keflavíkur eftir því sem á hefur liðið. Hægt og rólega hefur liðið færst ofar í töfluna og er nú í fínum möguleika á sæti í umspili um sæti í Bestu deildinni að ári.

„Það er þannig að sigrarnir þeir næra sálina og þegar maður nær að tengja saman sigra þá kemur annar taktur í okkur og þetta verður eðlilega skemmtilegra.“

Talsvert hefur verið rætt um Sami Kamel og áhuga liða í efstu deild á honum undanfarna daga. Kamel byrjaði á varamannabekk Keflavíkur í kvöld en kom ínn á er líða fór á síðari hálfleikinn. Hvernig standa hans mál?

„Það eru alltaf einhverjar þreifingar, glugginn er opinn hjá ýmsum leikmönnum hjá okkur. Ástæða þess að hann byrjaði á bekknum er samt sú að hann æfði nánast ekkert í vikunni og er stífur aftan í læri þannig að við ákváðum í sameiningu að hann myndi byrja á bekknum.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir