„Við áttum ekki skilið mikið meira nei. Að því sögðu þá áttum við í stöðunni 0-0 að fá vítaspyrnu sem er nokkuð augljós. Þeir voru sterkari en við í fyrri hálfleik og lungan af leiknum það er nokkuð ljóst. En mér fannst þeir ekki fá mikið af færum. Markmiðið með leiknum var að halda hreinu og reyna að bæta varnarleikinn og það gekk prýðilega en bitnaði á sóknarleiknum alveg klárlega en þegar upp var staðið þá gekk þetta ekki.“
Sagði Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur um leikinn eftir 0-3 tap Grindavíkur gegn liði Aftureldingar á Stakkarvíkurvelli í Safamýri í kvöld.
Sagði Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur um leikinn eftir 0-3 tap Grindavíkur gegn liði Aftureldingar á Stakkarvíkurvelli í Safamýri í kvöld.
Lestu um leikinn: Grindavík 0 - 3 Afturelding
Grindavík fékk dæmda á sig vítaspyrnu eftir rúmlega klukkustundarleik sem Aron Dagur Birnuson markvörður þeirra varði glæsilega. Mómentið í kjölfarið féll þó ekki með Grindvíkingum.
„Mér fannst við í seinni hálfleik vera nokkuð sterkir og mér fannst orkan ágæt og menn vpru að leggja helling í þetta. Það kemur ákveðið spennufall þegar Aron ver vítaspyrnuna sem var frábærlega gert hjá honum, En þegar við fáum á okkur 1-0 markið þá fannst mér við koðna. Það er mér efst í huga núna að mér fannst við algjörlega leggja árar í bát eftir fyrsta markið. Það er áhyggjuefni þegar við erum í mótlæti að það sé farið að ná til okkar á þennan hátt.“
Ég hef ekki upplifað það fyrr í þessu liði að menn hætti eða gefist upp, Það er það sem ég hef mestar áhyggjur af núna.“
Grindavík sem byrjaði mjög vel undir stjórn Haraldar hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og færist hægt og rólega niður töfluna.
„Við vissum það að þetta yrði erfitt verkefni. Ég tek við liði í fallsæti þó vissulega hafi verið lítið búið af mótinu. Komumst á fínt skrið þarna til að byrja með og höfum verið í mjög jöfnum leikjum og stolið sigrum í 50-50 leikjum og staðið okkur prýðilega. Ég er búinn að tuða svolítið yfir dómgæslunni sem hefur bitnað svolítið á okkur það er bara staðreynd og engin afsökun sem ég er að bera fyrir mig.“
„Það sem ég ætla að gera núna er að halda bara áfram. Við þurfum að æfa og það verður æft almennilega núna fyrir Keflavíkurleikinn. Við þurfum að snyrta til ýmsa hluti taktískt og við þurfum að snyrta til ýmsa hluti hér í ákveðnum kúltúr í liðinu. Það vantar svolítið "fighting" í liðið, það vantar ákveðna trú og samstöðu. Ég vissi það svo sem þegar maður byrjar sem nýr þjálfari að þá hefur maður frítt spil í mánuð og þá gekk mjög vel. Svo þegar fer aðeins að gefa á bátinn þá sé ég það að það eru vandamál með skuldbindingu manna gagnvart hverjum öðrum. Það er eitthvað sem við þurfum að hreinsa til í, hvort sem við gerum það með því að sækja einhvern utan frá eða grisja til í hópnum okkar. Verkefnið er ærið en ég er sannfærður um að við tökumst á við það af krafti ég, leikmenn og stjórn,“
Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir