Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
KA
2
1
Vestri
Elfar Árni Aðalsteinsson '1 1-0
Elfar Árni Aðalsteinsson '21 2-0
Gunnar Jónas Hauksson '94
2-1 Pétur Bjarnason '96
19.10.2024  -  14:00
Greifavöllurinn
Besta-deild karla - Neðri hluti
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Elfar Árni Aðalsteinsson
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m) ('92)
3. Kári Gautason
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson ('85)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('75)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Dagur Ingi Valsson ('75)
44. Valdimar Logi Sævarsson ('46)

Varamenn:
99. Jóhann Mikael Ingólfsson (m) ('92)
4. Rodrigo Gomes Mateo
8. Harley Willard
14. Andri Fannar Stefánsson ('75)
17. Snorri Kristinsson ('85)
29. Jakob Snær Árnason ('75)
80. Dagbjartur Búi Davíðsson ('46)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Elmar Dan Sigþórsson
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Steingrímur Örn Eiðsson
Michael Charpentier Kjeldsen

Gul spjöld:
Daníel Hafsteinsson ('49)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta var síðasta snertingin í leiknum. Sigur KA staðreynd.
96. mín MARK!
Pétur Bjarnason (Vestri)
Fær sendingu í gegn, tekur eina snertingu og kemur boltanum framhjá Jóhanni Mikael.
95. mín
Ásgeir með skot framhjá úr fínni stöðu
94. mín Rautt spjald: Gunnar Jónas Hauksson (Vestri)
Hallgrímur Mar ætlar að senda boltann í gegn en Gunnar setur olnbogann út og kemur í veg fyrir sendinguna.
92. mín
Inn:Jóhann Mikael Ingólfsson (KA) Út:Steinþór Már Auðunsson (KA)
Markmannsskipting hjá KA. Ekki að sjá að um meiðsli sé að ræða. Jóhann Mikael að spila sinn fyrsta leik.
90. mín
Fimm mínútur í uppbótatíma
85. mín
Inn:Snorri Kristinsson (KA) Út:Daníel Hafsteinsson (KA)
85. mín
Inn:Inaki Rodriguez Jugo (Vestri) Út:Silas Songani (Vestri)
85. mín
Inn:Vladimir Tufegdzic (Vestri) Út:Andri Rúnar Bjarnason (Vestri)
84. mín
Morten með skalla eftir horn en Hans Viktor nær að skalla frá.
83. mín
Morten Ohlsen liggur hérna í teig KA og það eru öskur eftir vítaspyrnu í stúkunni en ekkert dæmt.
75. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (KA) Út:Dagur Ingi Valsson (KA)
75. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
74. mín
Dagur Ingi kemst inn á teiginn og á skot í fjærhornið en Eskelinen vel á verði.
70. mín
Gustav Kjeldsen með skalla rétt framhjá. Stubbur virtist vera með þetta allt á hreinu.
68. mín
Hallgrímur Mar með fína tilraun en Eskelinen ver.
65. mín
Lítið að frétta. Þetta hefur verið smá ping pong en liðin ekkert komist að vítateignum.
65. mín
Inn:Pétur Bjarnason (Vestri) Út:Guðmundur Arnar Svavarsson (Vestri)
57. mín
Inn:Morten Ohlsen Hansen (Vestri) Út:Elvar Baldvinsson (Vestri)
56. mín
Eskelinen sparkar í Ásgeir sem er þá kominn einn á móti marki. Hann tekur sér nokkrar sekúndur að koma boltanum í netið en í kjölfarið er dæmd hendi á hann
55. mín
Elfar Árni reynir skallann en Vestramenn pressa vel á hann, tveir sem fara með honum upp í skallann.
50. mín
Andri Rúnar með skot framhjá úr aukaspyrnunni
49. mín Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (KA)
Aukaspyrna á hættulegum stað
46. mín
Inn:Dagbjartur Búi Davíðsson (KA) Út:Valdimar Logi Sævarsson (KA)
ein breyting á liði KA í hálfleik
46. mín
Seinni hálfleikur kominn af stað
45. mín
Hálfleikur
KA með örugga forystu í hálfleik. Það þarf mikið að breytast hjá Vestra ætli þeir sér að gera eitthvað
45. mín
Tvær mínútur í uppbótatíma
42. mín
Kári Gautason fær flugbraut í átt að teignum en lendir á vegg að lokum.
35. mín
Daníel Hafsteinsson með skot sem Eskelinen blakar yfir
32. mín
Rólegt undanfarnar mínútur. Vestri aðeins að komast betur í takt við leikinn.
26. mín
Andri Rúnar Bjarnason í færi en hann vippar yfir markið.
21. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Stoðsending: Ásgeir Sigurgeirsson
MAAARK Elfar Árni að bæta við öðru marki KA og öðru marki sínu. Ásgeir Sigurgeirsson með fyrirgjöfina og Elfar mætir á fleygiferð og skorar!
16. mín
KA menn fljótir að koma sér í færi en Elfar Árni nær ekki að koma tánni í boltann eftir fyrirgjöf.
15. mín
Fyrsta færi Vestra. Benedikt Waren kemur boltanum fyrir en Silas Songani ekki nógu hár og nær ekki að skaalla að marki.
10. mín
Fyrirgjöf eftir aukaspyrnu en Hans Viktor nær ekki til hans.
4. mín
Elfar er heitur. Fær boltann inn á teignum og á skot en boltinn beint á Eskelinen.
1. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Stoðsending: Ásgeir Sigurgeirsson
MAAARK! Eftir 25 sekúndur er komið mark! Einna snertingabolti. Valdimar setur hann út á Dag Inga, hann með boltann á Ásgeir sem stingur honum innn fyrir á Elfar Árna sem klárar vel
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir koma þessu af stað
Fyrir leik
Byrjunarliðin Það eru fimm breytingar á liði KA sem steinlá gegn KR 4-0 í síðustu umferð. Hallgrímur Mar Steingrímsson er kominn aftur í liðið eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Þá kemur Elfar Árni Aðalsteinsson inn og tekur fyrirliðabandið.

Kári Gautason, Dagur Ingi Valsson og Valdimar Logi Sævarsson koma einnig inn. Darko Bulatovic, Andri Fannar Stefánsson, Viðar Örn Kjartansson, Jakob Snær Árnason og Bjarni Aðalsteinsson detta út. Bjarni tekur út leikbann og Viðar Örn er ekki í hóp, hinir þrír eru á bekknum.

Elmar Atli Garðarsson, Fatai Gbadamosi og Ibrahima Balde eru allir í banni hjá Vestra þá fer Morten Ohlsen Hansen á bekkinn. Elvar Baldvinsson, Gunnar Jónas Hauksson og Silas Songani koma inn í liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarateymið Pétur Guðmundsson verður með flautuna í dag. Bryngeir Valdimarsson og Eðvarð Eðvarðsson verða honum til aðstoðar og
Sveinn Arnarsson verður á hliðarlínunni. Bragi Bergmann verður eftirlitsmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Spáin Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport, spáir í leikinn en hann spáir útisigri.

KA 0 - 1 Vestri
Vestra sigur, vestfirska seiglan skilar þessu. Gunnar Jónas með sleggju fyrir utan teig. Markaskorarinn skrifar svo undir nýjan samning seinna um daginn á Greifanum. Allt tal um brottför á Meistaravelli var alltaf bara þvaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Ansi margir í banni eða á hættusvæði 50 leikmenn eru á hættusvæði og geta farið í bann í lokaumferðinni í öllum liðum deildarinnar. Fjórir verða í banni í þessum leik í dag og þá eru sjö leikmenn á hættusvæði.

Í banni
Bjarni Aðalsteinsson (KA)
Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
Fatai Adebowale Gbadamosi (Vestri)
Ibrahima Balde (Vestri)

Á hættusvæði
KA: Ívar Örn Árnason (9), Rodri (6), Ásgeir Sigurgeirsson (3) og Elfar Árni Aðalsteinsson (3).
Vestri: Sergine Fall (6), Gunnar Jónas Hauksson (6) og Pétur Bjarnason (3).
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Elmar Atli Garðarsson
Fyrir leik
Lykilmenn fjarverandi í síðustu umferð Rodri og Hallgrímur Mar voru fjarverandi hjá KA í síðasta leik þegar liðið steinlá 4-0 gegn KR en Rodri fór úr axlarlið á æfingu. Það var í annað sinn í sumar sem það gerðist en hann fór síðast úr axlarlið einmitt gegn Vestra á Ísafirði. Hallgrímur Jónasson var bjartsýnn að þeir gætu spilað í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

   07.10.2024 12:30
Haddi útskýrði fjarveru lykilmanna

Fyrir leik
Fyrri viðureignir Vestri hefur góða reynslu af því að spila hérna en liðið vann fyrri leik liðanna í deildakeppninni í sumar þegar Jeppe Gertsen skoraði sigurmarkið í uppbótatíma. KA náði fram hefndum á Ísafirði þar sem Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri KA manna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Mikið undir í dag Það er svo sannarlega mikið undir í dag. Vestri er í harðri fallbaráttu en getur komið sér í ansi sterka stöðu. Ef liðið vinnur hér í dag mun liðið svo gott sem tryggja sér áframhaldandi sæti í deildinni. KA getur tryggt sér Forsetabikarinn góða með sigri og hagstæðum úrslitum úr öðrum leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KA og Vestra. Um er að ræða leik í næst síðustu umferð í neðri hlutanum í Bestu deildinni. Leikurinn fer fram á Greifavellinum á Akureyri og hefst klukkan 14.
Mynd: Fótbolti.net

Byrjunarlið:
30. William Eskelinen (m)
3. Elvar Baldvinsson ('57)
9. Andri Rúnar Bjarnason ('85)
10. Gunnar Jónas Hauksson
11. Benedikt V. Warén
15. Guðmundur Arnar Svavarsson ('65)
20. Jeppe Gertsen
23. Silas Songani ('85)
28. Jeppe Pedersen
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen

Varamenn:
1. Benjamin Schubert (m)
2. Morten Ohlsen Hansen ('57)
5. Aurelien Norest
7. Vladimir Tufegdzic ('85)
14. Inaki Rodriguez Jugo ('85)
16. Ívar Breki Helgason
19. Pétur Bjarnason ('65)

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Jón Hálfdán Pétursson
Vladan Dogatovic
Dagur Mar Sigurðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Gunnar Jónas Hauksson ('94)