Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mið 16. október 2024 11:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sammi: Davíð Smári verður 100% áfram hjá Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude á eitt ár eftir af samningi sínum við Vestra en að undanförnu hefur hann verið orðaður við starfið hjá bæði ÍBV og Fylki.

Fótbolti.net hafði samband við Samúel Samúelsson, formann meistaraflokksráðs Vestra, og staðfesti hann að Davíð verði áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili.

„Davíð á eitt ár eftir af samningi sínum við Vestra og hann verður 100% áfram," segir Sammi.

Vestri er nýliði í Bestu deildinni og situr í 10. sæti deildarinnar sem stendur, þremur stigum fyrir ofan fallsæti. HK er í sætinu fyrir neðan og þegar sex stig eru eftir í pottinum á HK eftir að mæta Fram og KR. Vestri á eftir að mæta KA og Fylki.

26. umferðin fer fram um helgina. Davíð er á sínu öðru tímabili fyrir vestan. Hann stýrði liðinu upp úr Lengjudeildini í fyrra.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 10 7 10 44 - 48 -4 37
2.    KR 27 9 7 11 56 - 49 +7 34
3.    Fram 27 8 6 13 38 - 49 -11 30
4.    Vestri 27 6 7 14 32 - 53 -21 25
5.    HK 27 7 4 16 34 - 71 -37 25
6.    Fylkir 27 5 6 16 32 - 60 -28 21
Athugasemdir
banner
banner
banner