Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
Ísland
3
3
Sviss
0-1 Geraldine Reuteler '2
0-2 Smilla Vallotto '17
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir '45 1-2
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir '46 , sjálfsmark 1-3
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir '50 2-3
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir '62 3-3
Geraldine Reuteler '69
08.04.2025  -  16:45
Þróttarvöllur
Þjóðadeild kvenna
Dómari: Frida Klarlund (Danmörk)
Byrjunarlið:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
2. Berglind Rós Ágústsdóttir ('37)
5. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir ('61)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir (f)
7. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('87)
8. Alexandra Jóhannsdóttir
9. Sædís Rún Heiðarsdóttir ('37)
14. Hlín Eiríksdóttir ('61)
18. Guðrún Arnardóttir
20. Guðný Árnadóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
13. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
3. Sandra María Jessen ('61)
4. Elísa Viðarsdóttir
10. Dagný Brynjarsdóttir ('37)
10. Dagný Brynjarsdóttir
11. Natasha Anasi
15. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
16. Hildur Antonsdóttir ('87)
17. Katla Tryggvadóttir
19. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('37)
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('61)
22. Amanda Andradóttir
22. Amanda Jacobsen Andradóttir
- Meðalaldur 28 ár

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Kristbjörg Helga Ingadóttir
Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir
Ágústa Sigurjónsdóttir
Tinna Mark Antonsdóttir
Hafsteinn Steinsson

Gul spjöld:
Dagný Brynjarsdóttir ('89)
Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('91)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leikur sem hafði allt nema sigur Slæm byrjun reyndist dýr þegar upp var staðið. Það svíður að hafa ekki landað þessu en þegar á endan er komið en eins og staðan var er stigið líklega ásættanlegt.

Viðtöl og frekari umjöllun væntanleg.
94. mín

Guðný Árnadóttir með góða sendingu inn á teiginn úr aukaspyrnunni. Finnur Guðrúnu í teignum sem nær skallanum en hittir ekki markið.
93. mín Gult spjald: Ramona Bachmann (Sviss)
Brýtur á Hildi á miðjum vallarhelmingi Sviss.
92. mín Gult spjald: Viola Calligaris (Sviss)

Tekur boltann með sér þear markspyrna er dæmd. Klarlund hafði engan húmor fyrir því.
91. mín Gult spjald: Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Ísland)

Sviss að hægja vel á leiknum.

Hafrún of sein í návígi og fær gult.
91. mín
Cecilía með vörslu Góð aukaspyrna Schertenleib stefnir niður í markhornið en Cecilía fljót niður og ver í horn.
90. mín
Fimm mínútur í uppbótartíma
89. mín Gult spjald: Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Brýtur á Schertenleib á hættulegum stað.
88. mín
Sveindís Jane með hörkusprett eftir sendingu frá Cecilíu. Með Bachman í bakinu sem reynir að toga og ýta henni niður nær hún fyrirgjöf sem Elvira grípur inn í.

Klárlega verið hægt að dæma brot á Bachman.
87. mín
Inn:Hildur Antonsdóttir (Ísland) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
Karólína víkur. Stórkostlegur leikur hjá henni í dag.
85. mín
Þung pressa Íslands
Liðið nær að þrýsta Sviss alveg niður í eigin vítateig og er að hóta sigurmarkinu.

Koma svo!
83. mín
Hörkuskot frá Karólínu
Boltinn fellur fyrir hana fyrir utan teig hægra megin. Hún lætur bara vaða og Elvira í markinu alls ekki með þetta á hreinu. Slær boltann beint upp og er hársbreidd frá því að missa hann inn fyrir marklínuna.
82. mín
Sveindís Jane fer niður í teignum í hættulegu færi!
Ekkert að sjá í þessu. Virðist ekki vera vakandi fyrir varnarmanni sem er á leiðinni og fellur.
79. mín
Inn:Ramona Bachmann (Sviss) Út:Smilla Vallotto (Sviss)
78. mín
Ísland vinnur horn

Boltinn of innarlega og endar í hliðarnetinu.
77. mín
Schertenleib með skot af löngu færi fyrir Sviss. Cecilía með þetta á hreinu og grípur boltann.
75. mín
Hafrún Rakel reynir skot eftir að Ísland vinnur boltann hátt á vellinu,

Fín tilraun og góð hugmynd en boltinn yfir markið.
73. mín
Inn:Viola Calligaris (Sviss) Út: Laia Ballesté (Sviss)
73. mín
Þrennumarkið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
70. mín
Ekki sá ég þessa stöðu fyrir eftir hálftíma leik.

Nú þarf að keyra á þetta!
69. mín Rautt spjald: Geraldine Reuteler (Sviss)

Hendir sér niður í teignum og er að leitast eftir vítaspyrnu.

Á gulu fær hún seinna gula fyrir dýfu og þar með rautt!
69. mín
Sveindís í dauðafæri!
Boltanum lyft yfir vörn Sviss og Sveindís langfyrst á boltann. Í fínni stöðu nær hún skoti vinstra megin í teignum en boltinn hárfínt framhjá.
63. mín
Cecilía ver!
Schertenleib reynir að svara strax og keyrir inn á teig Íslands frá vinstri. Leggur boltann út í teiginn þar sem Piubel mætir og nær skoti en Cecilía vel á verði og ver.
62. mín MARK!
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Ingibjörg Sigurðardóttir
ÞRENNA! Ingibjörg flikkar löngu innkasti Sveindísar frá hægri yfir á fjærstöng þar sem Karólína er mætt. Hún sýnir okkur að hún er ekki bara með galdra í fótunum heldur getur hún skallað líka!

Þrenna í húsi!

61. mín
Inn:Seraina Piubel (Sviss) Út:Svenja Fölmli (Sviss)
61. mín
Inn:Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Ísland) Út:Emilía Kiær Ásgeirsdóttir (Ísland)
61. mín
Inn:Sandra María Jessen (Ísland) Út:Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
60. mín
Hvað er sú danska að gera?
Stöðvar skyndisókn Íslands eftir að leikmaður Sviss hreinlega dettur.

Mjög furðuleg ákvörðun
60. mín
Karólína hefur gert bæði mörk Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
58. mín
Ísland vinnur horn. Karólína mætir á vettvang.'


Gestirnir skalla frá en boltinn fellur fyrir Emilíu sem reynir skot en varnarmenn henda sér fyrir.
54. mín
Boltinn í stöng beint úr horni.
Áslaug Munda frá hægri setur boltann á nærstöngina og boltinn fer í stöngina og út. Nokkrum sentimetrum lengra og þessi hefði hreinlega getað farið í netið.
53. mín
Karólína er kraftmikil. Keyrir inn á teiginn og vinnur horn.

Tekur hornið sjálf, Setur boltann bara á markið og Elvira kýlir frá í annað horn.
50. mín MARK!
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
Mark! Pressan skilar árangri

Vinnum boltann hátt á vellinum. Sveindís finnur Karólínu inn á teig Sviss sem að leggur boltann fyrir sig og skorar með föstu skoti með jörðinni framhjá Elviru í marki Sviss.

Eftir óheppilega byrjun erum við á núllpunkti frá upphafi síðari hálfleiks.

Fyrsta mark Íslands úr opnum leik í talsverðan tíma

48. mín
Fleiri myndir frá Hauki
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson



Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

46. mín SJÁLFSMARK!
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Ísland)
Jahérna þetta ratar á Youtube Áslaug Munda ætlar að senda boltann til baka á Cecilíu í markinu sem úr verður sjálfsmark. Hvort sendingin var of föst eða Cecilía algjörlega steinsofandi veit ég ekki en niðurstaðan er allavega eitt rosalega klaufalegt sjálfsmark sem verður í blooper myndböndum á Youtube næstu árin.

46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Gestirnir frá Sviss sparka okkur af stað á ný.

Vonumst eftir kraftmeiri frammistöðu Íslands í þessum síðari hálfleik.
46. mín
Inn: Meriame Terchoun (Sviss) Út:Iman Beney (Sviss)
45. mín
Hálfleikur
Skelfileg byrjun í dag en liðið hefur farið vaxandi undir lok hálfleiksins. Það er þó langt í land og liðið á meira en nóg inni.

Við komum aftur með síðari hálfleikinn að vörmu spori.
45. mín MARK!
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
Frábær tímapunktur til að skora! Góð spyrna Karólínu endar í netinu.
Skotið vel út í hornð en Elvira Herzog er mætt en það dugar ekki til. Boltinn hreinlega lekur í gegnum hana og í netið. Sú svissneska eflaust svekkt en okkur er alveg sama.

45. mín Gult spjald: Geraldine Reuteler (Sviss)
+2
Hressileg tækling á Alexöndru þegar hún var að hlaða í skot. Verðskuldað gult og aukaspyrna á hættulegum stað.

Karólína líkleg.
45. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti þrjár mínútur
44. mín
Schertenleib fer vel með boltann úti vinstra megin. Leggur boltann á Crnogorcevic við vítateiginn sem á skot en boltinn yfir markið.

42. mín
Hætta eftir innkast Sveindísar
Boltinn fellur fyrir Hlín sem reynir skot sem varnarmenn komast fyrir. Frákastið á Emilíu sem reynir að finna skotfæri en nær ekki að koma boltanum framhjá Hlín sem liggur í grasinu og sóknin rennur út í sandinn.
41. mín
Schertenleib með hættulegan bolta frá vinstri vítateigshorni yfir á fjærstöng. Þar mætir Beney og skallar að marki en í fang Cecilíu
39. mín
Lífsmark
Hratt og gott spil upp völlinn í bland við góða baráttu endar með sendingu innfyrir vörn Sviss frá Karólínu. Emeilía eltir en sendingin örlítið of föst og í fang Elvíru í marki Sviss.
37. mín
Inn:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Ísland) Út:Sædís Rún Heiðarsdóttir (Ísland)
37. mín
Inn:Dagný Brynjarsdóttir (Ísland) Út:Berglind Rós Ágústsdóttir (Ísland)
36. mín
Lia Wälti gefur Karólínu einn á kjaftinn, (óviljandi) og Karólína liggur eftir.

Sú danska á flautunni stöðvar leikinn.
34. mín
Þorsteinn hefur séð nóg Þorsteinn er að undirbúa tvöfalda skiptingu og það í fyrri hálfleik

Ekki oft sem við sjáum það.
31. mín
Gestirnir talsvert betri þennan fyrsta hálftíma eins og staðan sýnir.
Vinna hér hornspyrnu. Boltinn skoppar í teignum en Karólína hreinsar. Svisslendingar koma á ný og Sædís kemur boltanum í annað horn.
30. mín
Haukur Gunnarsson er með myndavél á lofti
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

28. mín
Sveindís Jane reynir
Nær að búa til eitthvað úr engu eftir góðan sprett.

Vinnur sig inn á teiginn frá vinstri en skot hennar því miður talsvert yfir markið.
20. mín
Smá líf í íslenska liðinu. Vinnur horn sem Elvira kýlir frá. Við höldum pressunni en flaggið á endanum á loft og Sveindís dæmd rangstæð. Reyndar algjörlega að ósekju þar sem boltinn kom frá leikmanni Sviss.
17. mín MARK!
Smilla Vallotto (Sviss)
Stoðsending: Geraldine Reuteler
Úff Klaufagangur í öftustu línu og Sviss refsar.

Reuteler fær boltann eftir klaufagang milli Ingibjargar og og Berglindar. Með tíma og pláss úti til hægri leggur hún boltann út í teiginn þar sem Valotto mætir og skilar boltanum í netið.

15. mín
Sædís bjargar á línu!
Frábært krosshlaup hjá Reuteler sprengir upp íslensku vörnina. Hún kemst fram hjá Cecilíu en þrengir færið um of sem gerir Sædísi kleift að vinna sig til baka og bjarga á marklínu.
14. mín
Lið Sviss skarpar hingað til
Eiga of auðvelt með að spila upp völlinn og eru að koma sér í hættulegar stöður.

Íslenska liðið þarf að bæta í.
10. mín
Hætta í teig Íslands
Boltanum lyft inn á teiginn. Guðrún með sóknarmann í bakinu gerir vel og skallar í horn. Líklega brotið á henni en ekkert dæmt.
7. mín
Fín sókn Íslands eftir langt innkast endar með skoti frá Ingibjörgu úr teignum. Boltinn fellur hálf óþægilega fyrir hana en skotið ágætt en hittir þó ekki markið.
6. mín
Hin gríðalega reynslumikla Pia Sundhage þjálfari Sviss er að vonum gríðarlega sátt með byrjun liðs Sviss.

Séð allt í boltanum og það oftar en einu sinni.
2. mín MARK!
Geraldine Reuteler (Sviss)
Stoðsending: Ana-Maria Crnogorcevic
Mark! Köld vatnsgusa framan í Íslenska liðið.

Ein löng sending fram og Reuteler er ein í gegn.
Með hellings tíma færir hún sig nær markinu og leggur boltann þægilega framhjá Cecilíu í markinu.

Þungur skellur.

1. mín
Leikur hafinn
Þetta er hafið hér í Laugardalnum. Það er Ísland sem hefja hér leik.

Áfram Ísland!
Fyrir leik
Alexandra snýr aftur í liðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Ein breyting Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, gerir aðeins eina breytingu á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Noregi síðasta föstudag.

Breytingin er sú að Alexandra Jóhannsdóttir snýr til baka úr leikbanni og kemur inn í liðið fyrir Hildi Antonsdóttur.

Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dagný og Alexandra snúa til baka úr banni Alexandra Jóhannsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir sátu upp í stúku í leiknum gegn Noregi á föstudag þar sem þær voru í leikbanni en þær snúa til baka í leikinn í dag. Það er jákvætt fyrir íslenska liðið.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Fyrri leikurinn var ekki skemmtilegur Þessi lið mættust fyrir stuttu út í Sviss og það var ekki mjög skemmtilegur leikur. Hann endaði með markalausu jafntefli, en vonandi fáum við einhver mörk í leikinn í dag.

   07.04.2025 09:45
Fína og fræga fólkið horfði á stelpurnar okkar - Forsetahjónin mættu
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
"Ég held að við séum svolítið eftir á miðað við aðrar þjóðir"
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
"Ætlum að fokking vinna ykkur" Það var létt yfir Þorsteini Halldórssyni, landsliðsþjálfara, og Ingibjörgu Sigurðardóttur, leikmanni landsliðsins, eru þau sátu fyrir svörum í aðdraganda leiksins gegn Sviss.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Góðan daginn! Og verið velkomnir kæru lesendur í beina textalýsingu frá leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið:
1. Elvira Herzog (m)
5. Noelle Maritz
6. Geraldine Reuteler
7. Sydney Schertenleib
8. Laia Ballesté ('73)
9. Ana-Maria Crnogorcevic
13. Lia Wälti
14. Smilla Vallotto ('79)
15. Luana Buehler
16. Iman Beney ('46)
19. Svenja Fölmli ('61)

Varamenn:
12. Livia Peng (m)
21. Nadine Böhi (m)
2. Julia Stierli
3. Lara Marti
4. Noemi Ivelj
10. Ramona Bachmann ('79)
11. Naina Inauen
17. Seraina Piubel ('61)
18. Viola Calligaris ('73)
20. Alayah Pilgrim
22. Meriame Terchoun ('46)
23. Alena Bienz

Liðsstjórn:
Pia Sundhage (Þ)

Gul spjöld:
Geraldine Reuteler ('45)
Viola Calligaris ('92)
Ramona Bachmann ('93)

Rauð spjöld:
Geraldine Reuteler ('69)