


Þróttarvöllur
Þjóðadeild kvenna
Dómari: Frida Klarlund (Danmörk)
















Viðtöl og frekari umjöllun væntanleg.
Guðný Árnadóttir með góða sendingu inn á teiginn úr aukaspyrnunni. Finnur Guðrúnu í teignum sem nær skallanum en hittir ekki markið.


Tekur boltann með sér þear markspyrna er dæmd. Klarlund hafði engan húmor fyrir því.

Sviss að hægja vel á leiknum.
Hafrún of sein í návígi og fær gult.

Klárlega verið hægt að dæma brot á Bachman.

Liðið nær að þrýsta Sviss alveg niður í eigin vítateig og er að hóta sigurmarkinu.
Koma svo!
Boltinn fellur fyrir hana fyrir utan teig hægra megin. Hún lætur bara vaða og Elvira í markinu alls ekki með þetta á hreinu. Slær boltann beint upp og er hársbreidd frá því að missa hann inn fyrir marklínuna.
Ekkert að sjá í þessu. Virðist ekki vera vakandi fyrir varnarmanni sem er á leiðinni og fellur.
Fín tilraun og góð hugmynd en boltinn yfir markið.
Karólína Lea er að eiga generational leik hérna. Shiiiiii
— Hörður ? (@horduragustsson) April 8, 2025

Hendir sér niður í teignum og er að leitast eftir vítaspyrnu.
Á gulu fær hún seinna gula fyrir dýfu og þar með rautt!
Boltanum lyft yfir vörn Sviss og Sveindís langfyrst á boltann. Í fínni stöðu nær hún skoti vinstra megin í teignum en boltinn hárfínt framhjá.
Schertenleib reynir að svara strax og keyrir inn á teig Íslands frá vinstri. Leggur boltann út í teiginn þar sem Piubel mætir og nær skoti en Cecilía vel á verði og ver.

Stoðsending: Ingibjörg Sigurðardóttir
Þrenna í húsi!
Hvað er að eiga sér stað í Laugardalnum? Karólína Lea er búin að jafna metin með skalla! Þar með fullkomnaði hún þrennu sína ???????? pic.twitter.com/7gVxntJ5Mg
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 8, 2025
Stöðvar skyndisókn Íslands eftir að leikmaður Sviss hreinlega dettur.
Mjög furðuleg ákvörðun
Gestirnir skalla frá en boltinn fellur fyrir Emilíu sem reynir skot en varnarmenn henda sér fyrir.
Mark úr opnum leik! Fyrsta markið úr opnum leik í 6 leikjum. Sem er útaf fyrir sig magnað!
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) April 8, 2025
En þetta var mjög flott mark - frábær pressa hjá Sveindís og vel klárað hjá Karólínu sem að dregur okkur áfram 2x??.
Við höfum þessa gæðaleikmenn sem gera gæfumuninn ef við notum þær rétt pic.twitter.com/X3siUXgTn4
Áslaug Munda frá hægri setur boltann á nærstöngina og boltinn fer í stöngina og út. Nokkrum sentimetrum lengra og þessi hefði hreinlega getað farið í netið.
Tekur hornið sjálf, Setur boltann bara á markið og Elvira kýlir frá í annað horn.

Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
Vinnum boltann hátt á vellinum. Sveindís finnur Karólínu inn á teig Sviss sem að leggur boltann fyrir sig og skorar með föstu skoti með jörðinni framhjá Elviru í marki Sviss.
Eftir óheppilega byrjun erum við á núllpunkti frá upphafi síðari hálfleiks.
Fyrsta mark Íslands úr opnum leik í talsverðan tíma
Karólína Lea minnkaði muninn fyrir Ísland. Staðan er 2-3 eftir svaðalegar upphafsmínútur í seinni hálfleik ???????? pic.twitter.com/mQecgyOyyF
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 8, 2025

Hvað gerðist þarna?! Áslaug Munda sendir boltann til baka og hann endar í markinu. Sjálfsmark strax í upphafi seinni hálfleiks! ???????? pic.twitter.com/gPDyQB69wx
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 8, 2025
Gestirnir frá Sviss sparka okkur af stað á ný.
Vonumst eftir kraftmeiri frammistöðu Íslands í þessum síðari hálfleik.
Við komum aftur með síðari hálfleikinn að vörmu spori.

Skotið vel út í hornð en Elvira Herzog er mætt en það dugar ekki til. Boltinn hreinlega lekur í gegnum hana og í netið. Sú svissneska eflaust svekkt en okkur er alveg sama.
Karólína Lea minnkar muninn úr aukaspyrnu. Þetta var síðasta spyrna hálfleiksins og gefur Íslandi líflínu ???????? pic.twitter.com/6PD8FxqRZZ
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 8, 2025

Hressileg tækling á Alexöndru þegar hún var að hlaða í skot. Verðskuldað gult og aukaspyrna á hættulegum stað.
Karólína líkleg.
Boltinn fellur fyrir Hlín sem reynir skot sem varnarmenn komast fyrir. Frákastið á Emilíu sem reynir að finna skotfæri en nær ekki að koma boltanum framhjá Hlín sem liggur í grasinu og sóknin rennur út í sandinn.
Hratt og gott spil upp völlinn í bland við góða baráttu endar með sendingu innfyrir vörn Sviss frá Karólínu. Emeilía eltir en sendingin örlítið of föst og í fang Elvíru í marki Sviss.
Sú danska á flautunni stöðvar leikinn.
Ekki oft sem við sjáum það.
Vinna hér hornspyrnu. Boltinn skoppar í teignum en Karólína hreinsar. Svisslendingar koma á ný og Sædís kemur boltanum í annað horn.
Nær að búa til eitthvað úr engu eftir góðan sprett.
Vinnur sig inn á teiginn frá vinstri en skot hennar því miður talsvert yfir markið.

Stoðsending: Geraldine Reuteler
Reuteler fær boltann eftir klaufagang milli Ingibjargar og og Berglindar. Með tíma og pláss úti til hægri leggur hún boltann út í teiginn þar sem Valotto mætir og skilar boltanum í netið.
Sviss er komið í 0-2 forystu á Þróttarvelli! ???????? pic.twitter.com/KD1Y2iMrV2
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 8, 2025
Frábært krosshlaup hjá Reuteler sprengir upp íslensku vörnina. Hún kemst fram hjá Cecilíu en þrengir færið um of sem gerir Sædísi kleift að vinna sig til baka og bjarga á marklínu.
Eiga of auðvelt með að spila upp völlinn og eru að koma sér í hættulegar stöður.
Íslenska liðið þarf að bæta í.
Boltanum lyft inn á teiginn. Guðrún með sóknarmann í bakinu gerir vel og skallar í horn. Líklega brotið á henni en ekkert dæmt.
Séð allt í boltanum og það oftar en einu sinni.

Stoðsending: Ana-Maria Crnogorcevic
Ein löng sending fram og Reuteler er ein í gegn.
Með hellings tíma færir hún sig nær markinu og leggur boltann þægilega framhjá Cecilíu í markinu.
Þungur skellur.
Sviss er komið yfir gegn Íslandi! Hár bolti inn fyrir og Reuteler hafði mikinn tíma til að athafna sig ???????? pic.twitter.com/2RR7jTNOxx
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 8, 2025
Áfram Ísland!
Breytingin er sú að Alexandra Jóhannsdóttir snýr til baka úr leikbanni og kemur inn í liðið fyrir Hildi Antonsdóttur.















