
Fína og fræga fólkið lét sig ekki vanta þegar Ísland og Noregur mættust í Þjóðadeild kvenna á föstudaginn.
Því miður litu engin mörk dagsins ljós en vonandi verður breyting á því á morgun þegar Ísland og Sviss eigast við.
Því miður litu engin mörk dagsins ljós en vonandi verður breyting á því á morgun þegar Ísland og Sviss eigast við.
Þessir tveir landsleikir eru spilaðir á Þróttarvelli í Laugardal þar sem framkvæmdir standa yfir á Laugardalsvelli.
Hafliði Breiðfjörð mætti með myndavélina á föstudaginn og fagnaði þekkt andlit meðal áhorfenda.
Meðal þeirra sem voru mætt voru forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason.
Framkvæmdastjórinn Eysteinn Lárusson fékk sæti á besta stað. Fyrir aftan hann eru Dagný Brynjarsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir sem tóku út leikbann og einnig má sjá útvarpsmanninn Kristján Kristjánsson.
Jökull Þorkelsson blaðamaður Morgunblaðsins var að sjálfsögðu mættur og fékk félagsskap frá Jóhanni Inga Hafþórssyni kollega sínum.
Athugasemdir