Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   mán 07. apríl 2025 09:45
Elvar Geir Magnússon
Fína og fræga fólkið horfði á stelpurnar okkar - Forsetahjónin mættu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fína og fræga fólkið lét sig ekki vanta þegar Ísland og Noregur mættust í Þjóðadeild kvenna á föstudaginn.

Því miður litu engin mörk dagsins ljós en vonandi verður breyting á því á morgun þegar Ísland og Sviss eigast við.

Þessir tveir landsleikir eru spilaðir á Þróttarvelli í Laugardal þar sem framkvæmdir standa yfir á Laugardalsvelli.

Hafliði Breiðfjörð mætti með myndavélina á föstudaginn og fagnaði þekkt andlit meðal áhorfenda.

Meðal þeirra sem voru mætt voru forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason.
Athugasemdir
banner
banner