Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   mán 07. apríl 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Icelandair
Í stúkunni á leiknum gegn Noregi.
Í stúkunni á leiknum gegn Noregi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný á landsliðsæfingu.
Dagný á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var ansi sérstakt. Ég hef aldrei verið í leikbanni á ævinni og þetta er fyrsta leikbannið sem ég tek út. Það var góð stemning í stúkunni og ég fékk að horfa á leikinn frá öðruvísi sjónarhorni," sagði landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir sem tók út leikbann í leiknum gegn Noregi síðasta föstudag.

Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en stelpurnar spila gegn Sviss á morgun. Báðir leikir eru í Þjóðadeildinni.

„Tólfan var á trommunum allan leikinn og það var varla hægt að tala saman þarna. Það var mjög góð stemning," sagði Dagný um Noregsleikinn.

„Mér fannst við heilt yfir betri aðilinn og við komum okkur í fullt af góðum stöðum. Á góðum degi hefðum við tekið öll þrjú stigin."

„Vonandi spilum við svona vel gegn Sviss og bara enn betur, til að taka stigin þrjú þar."

Þær taka vel á móti mér
Þetta er annað landsliðsverkefnið sem Dagný er í eftir að hún kom til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn.

„Það hefur verið mjög gaman (að koma aftur inn í hópinn). Seinasta verkefni var aðeins öðruvísi. Flestar af mínum vinkonum eru farnar. Það var mjög gaman að fá Elísu (Viðarsdóttur) inn. Við vorum alltaf herbergisfélagar og erum góðar vinkonur. Stelpurnar eru svo almennilegar og þær taka vel á móti mér," segir Dagný.

Hvernig er að kynnast þeim nýju leikmönnum sem voru ekki þegar þú varst síðast í hópnum?

„Þær eru nokkrar í kringum tvítugt sem ég spilaði ekki með áður en ég varð ólétt. Þær eru hressar og opnar týpur, eru duglegar að spjalla við okkur. Ég þekki þær vel núna en þegar ég spilaði við Sviss í síðasta verkefni hafði ég til dæmis hitt Emilíu og Sædísi í fyrsta sinn þremur dögum áður. Ég hef kynnst þeim vel núna."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir