Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Dean Martin: Búnir að undirbúa okkur í sex mánuði og vorum klárir
Rúnar Kristins: Tvær mínútur ofsalega lítið miðað við tafirnar í leiknum
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Jói Bjarna skoraði glæsilegt mark - „Auðvitað lætur maður vaða"
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
Patrick Pedersen: Við hefðum getað klárað leikinn
Túfa: Ósanngjarnt að við unnum ekki
Davíð Smári: Fagna því að menn hafi sofið á okkur
Auðun Helgason: Fótboltinn kitlar alltaf
Arnór Gauti: Þetta var bara fullkominn dagur
Höskuldur tileinkaði markið nýfæddri dóttur sinni: Sennilega átt að taka vögguna frekar
Maggi: Eina skiptið á ævinni sem ég er pirraður út í Anton
Dóri Árna: Vonbrigði að fókus Mosfellinga var á að púa á Arnór Gauta
Steini um leikhléið: Sýndi það hvernig þær litu á leikinn
Guðrún: Var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni
Karólína sá boltann inni: Hélt ég væri að fara að skora
   mán 07. apríl 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Icelandair
Í stúkunni á leiknum gegn Noregi.
Í stúkunni á leiknum gegn Noregi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný á landsliðsæfingu.
Dagný á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var ansi sérstakt. Ég hef aldrei verið í leikbanni á ævinni og þetta er fyrsta leikbannið sem ég tek út. Það var góð stemning í stúkunni og ég fékk að horfa á leikinn frá öðruvísi sjónarhorni," sagði landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir sem tók út leikbann í leiknum gegn Noregi síðasta föstudag.

Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en stelpurnar spila gegn Sviss á morgun. Báðir leikir eru í Þjóðadeildinni.

„Tólfan var á trommunum allan leikinn og það var varla hægt að tala saman þarna. Það var mjög góð stemning," sagði Dagný um Noregsleikinn.

„Mér fannst við heilt yfir betri aðilinn og við komum okkur í fullt af góðum stöðum. Á góðum degi hefðum við tekið öll þrjú stigin."

„Vonandi spilum við svona vel gegn Sviss og bara enn betur, til að taka stigin þrjú þar."

Þær taka vel á móti mér
Þetta er annað landsliðsverkefnið sem Dagný er í eftir að hún kom til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn.

„Það hefur verið mjög gaman (að koma aftur inn í hópinn). Seinasta verkefni var aðeins öðruvísi. Flestar af mínum vinkonum eru farnar. Það var mjög gaman að fá Elísu (Viðarsdóttur) inn. Við vorum alltaf herbergisfélagar og erum góðar vinkonur. Stelpurnar eru svo almennilegar og þær taka vel á móti mér," segir Dagný.

Hvernig er að kynnast þeim nýju leikmönnum sem voru ekki þegar þú varst síðast í hópnum?

„Þær eru nokkrar í kringum tvítugt sem ég spilaði ekki með áður en ég varð ólétt. Þær eru hressar og opnar týpur, eru duglegar að spjalla við okkur. Ég þekki þær vel núna en þegar ég spilaði við Sviss í síðasta verkefni hafði ég til dæmis hitt Emilíu og Sædísi í fyrsta sinn þremur dögum áður. Ég hef kynnst þeim vel núna."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner