29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 07. apríl 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Icelandair
Í stúkunni á leiknum gegn Noregi.
Í stúkunni á leiknum gegn Noregi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný á landsliðsæfingu.
Dagný á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var ansi sérstakt. Ég hef aldrei verið í leikbanni á ævinni og þetta er fyrsta leikbannið sem ég tek út. Það var góð stemning í stúkunni og ég fékk að horfa á leikinn frá öðruvísi sjónarhorni," sagði landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir sem tók út leikbann í leiknum gegn Noregi síðasta föstudag.

Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en stelpurnar spila gegn Sviss á morgun. Báðir leikir eru í Þjóðadeildinni.

„Tólfan var á trommunum allan leikinn og það var varla hægt að tala saman þarna. Það var mjög góð stemning," sagði Dagný um Noregsleikinn.

„Mér fannst við heilt yfir betri aðilinn og við komum okkur í fullt af góðum stöðum. Á góðum degi hefðum við tekið öll þrjú stigin."

„Vonandi spilum við svona vel gegn Sviss og bara enn betur, til að taka stigin þrjú þar."

Þær taka vel á móti mér
Þetta er annað landsliðsverkefnið sem Dagný er í eftir að hún kom til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn.

„Það hefur verið mjög gaman (að koma aftur inn í hópinn). Seinasta verkefni var aðeins öðruvísi. Flestar af mínum vinkonum eru farnar. Það var mjög gaman að fá Elísu (Viðarsdóttur) inn. Við vorum alltaf herbergisfélagar og erum góðar vinkonur. Stelpurnar eru svo almennilegar og þær taka vel á móti mér," segir Dagný.

Hvernig er að kynnast þeim nýju leikmönnum sem voru ekki þegar þú varst síðast í hópnum?

„Þær eru nokkrar í kringum tvítugt sem ég spilaði ekki með áður en ég varð ólétt. Þær eru hressar og opnar týpur, eru duglegar að spjalla við okkur. Ég þekki þær vel núna en þegar ég spilaði við Sviss í síðasta verkefni hafði ég til dæmis hitt Emilíu og Sædísi í fyrsta sinn þremur dögum áður. Ég hef kynnst þeim vel núna."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner