Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   mán 07. apríl 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Icelandair
Í stúkunni á leiknum gegn Noregi.
Í stúkunni á leiknum gegn Noregi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný á landsliðsæfingu.
Dagný á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var ansi sérstakt. Ég hef aldrei verið í leikbanni á ævinni og þetta er fyrsta leikbannið sem ég tek út. Það var góð stemning í stúkunni og ég fékk að horfa á leikinn frá öðruvísi sjónarhorni," sagði landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir sem tók út leikbann í leiknum gegn Noregi síðasta föstudag.

Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en stelpurnar spila gegn Sviss á morgun. Báðir leikir eru í Þjóðadeildinni.

„Tólfan var á trommunum allan leikinn og það var varla hægt að tala saman þarna. Það var mjög góð stemning," sagði Dagný um Noregsleikinn.

„Mér fannst við heilt yfir betri aðilinn og við komum okkur í fullt af góðum stöðum. Á góðum degi hefðum við tekið öll þrjú stigin."

„Vonandi spilum við svona vel gegn Sviss og bara enn betur, til að taka stigin þrjú þar."

Þær taka vel á móti mér
Þetta er annað landsliðsverkefnið sem Dagný er í eftir að hún kom til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn.

„Það hefur verið mjög gaman (að koma aftur inn í hópinn). Seinasta verkefni var aðeins öðruvísi. Flestar af mínum vinkonum eru farnar. Það var mjög gaman að fá Elísu (Viðarsdóttur) inn. Við vorum alltaf herbergisfélagar og erum góðar vinkonur. Stelpurnar eru svo almennilegar og þær taka vel á móti mér," segir Dagný.

Hvernig er að kynnast þeim nýju leikmönnum sem voru ekki þegar þú varst síðast í hópnum?

„Þær eru nokkrar í kringum tvítugt sem ég spilaði ekki með áður en ég varð ólétt. Þær eru hressar og opnar týpur, eru duglegar að spjalla við okkur. Ég þekki þær vel núna en þegar ég spilaði við Sviss í síðasta verkefni hafði ég til dæmis hitt Emilíu og Sædísi í fyrsta sinn þremur dögum áður. Ég hef kynnst þeim vel núna."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir