Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 07. apríl 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Icelandair
Í stúkunni á leiknum gegn Noregi.
Í stúkunni á leiknum gegn Noregi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný á landsliðsæfingu.
Dagný á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var ansi sérstakt. Ég hef aldrei verið í leikbanni á ævinni og þetta er fyrsta leikbannið sem ég tek út. Það var góð stemning í stúkunni og ég fékk að horfa á leikinn frá öðruvísi sjónarhorni," sagði landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir sem tók út leikbann í leiknum gegn Noregi síðasta föstudag.

Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en stelpurnar spila gegn Sviss á morgun. Báðir leikir eru í Þjóðadeildinni.

„Tólfan var á trommunum allan leikinn og það var varla hægt að tala saman þarna. Það var mjög góð stemning," sagði Dagný um Noregsleikinn.

„Mér fannst við heilt yfir betri aðilinn og við komum okkur í fullt af góðum stöðum. Á góðum degi hefðum við tekið öll þrjú stigin."

„Vonandi spilum við svona vel gegn Sviss og bara enn betur, til að taka stigin þrjú þar."

Þær taka vel á móti mér
Þetta er annað landsliðsverkefnið sem Dagný er í eftir að hún kom til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn.

„Það hefur verið mjög gaman (að koma aftur inn í hópinn). Seinasta verkefni var aðeins öðruvísi. Flestar af mínum vinkonum eru farnar. Það var mjög gaman að fá Elísu (Viðarsdóttur) inn. Við vorum alltaf herbergisfélagar og erum góðar vinkonur. Stelpurnar eru svo almennilegar og þær taka vel á móti mér," segir Dagný.

Hvernig er að kynnast þeim nýju leikmönnum sem voru ekki þegar þú varst síðast í hópnum?

„Þær eru nokkrar í kringum tvítugt sem ég spilaði ekki með áður en ég varð ólétt. Þær eru hressar og opnar týpur, eru duglegar að spjalla við okkur. Ég þekki þær vel núna en þegar ég spilaði við Sviss í síðasta verkefni hafði ég til dæmis hitt Emilíu og Sædísi í fyrsta sinn þremur dögum áður. Ég hef kynnst þeim vel núna."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner