Besta-deild karla
Breiðablik

LL
2
1
1

Besta-deild karla
Valur

LL
3
1
1

Besta-deild karla
ÍA

LL
0
2
2

Besta-deild karla
FH

LL
2
2
2


Breiðablik
2
1
Stjarnan

Kristinn Steindórsson
'28
1-0
1-1
Örvar Eggertsson
'50
Höskuldur Gunnlaugsson
'94
2-1
23.04.2025 - 19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Sól og sumar!
Dómari: Elías Ingi Árnason
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Sól og sumar!
Dómari: Elías Ingi Árnason
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)

9. Óli Valur Ómarsson
10. Kristinn Steindórsson
('73)


15. Ágúst Orri Þorsteinsson
('73)

17. Valgeir Valgeirsson

21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman
77. Tobias Thomsen
- Meðalaldur 27 ár
Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
8. Viktor Karl Einarsson
('73)

11. Aron Bjarnason
('73)

13. Anton Logi Lúðvíksson
16. Dagur Örn Fjeldsted
24. Viktor Elmar Gautason
29. Gabríel Snær Hallsson
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
- Meðalaldur 23 ár
Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Dagur Elís Gíslason
Gul spjöld:
Valgeir Valgeirsson ('17)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar vinna hér sterkan og mikilvægan sigur. Fyrstu stigin sem Stjarnan tapar. Á endanum held ég að þetta séu sanngjörn úrslit.
Viðtöl og skýrsla væntanleg seinna í kvöld. Takk fyrir samfylgdina.
Viðtöl og skýrsla væntanleg seinna í kvöld. Takk fyrir samfylgdina.

94. mín
MARK!

Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Stoðsending: Arnór Gauti Jónsson
Stoðsending: Arnór Gauti Jónsson
HANN KLÁRAR ÞETTA!
SENUR!
Fyrirliðinn með skot lengst fyrir utan teig og hann klárar þetta fyrir Blika. Alveg út í hornið.
Kom upp úr engu þetta mark.
Fyrirliðinn með skot lengst fyrir utan teig og hann klárar þetta fyrir Blika. Alveg út í hornið.
Kom upp úr engu þetta mark.
93. mín
Emil Atla næstum því búinn að þræða Benedikt í gegn, en Ásgeir Helgi kemst fyrir. Mjög mikilvægt þarna fyrir Blika.
92. mín
Óli Valur er valinn maður leiksins af Breiðabliki. Stuðningsmenn Stjörnunnar baula.
88. mín
Fín sókn hjá Blikum. Höskuldur fær boltann og lyftir honum inn á markteiginn. Þar nær Tobias skallanum en hann nær ekki nægilega miklum krafti í hann.
87. mín
Óli Valur að vinna enn eina hornspyrnuna fyrir Blika. Sá er búinn að vera góður í þessum leik.
Gunnar Nelson holning á Árna í markinu hjá Stjörnunni.
— Max Koala (@Maggihodd) April 23, 2025
85. mín
SLÁIN!
Eftir hornspyrnuna á Tobias Thomsen hörkuskalla sem fer í slána! Þarna skall hurð nærri hælum fyrir Stjörnumenn.
80. mín
Stjarnan fær hornspyrnu. Mér líður eins og það sé sigurmark í þessu. Ég veit bara ekki alveg hvoru megin.
77. mín
Það er eiginlega ótúlegt að Óli Valur sé ekki búinn að skora gegn gömlu félögunum sínum.
75. mín
Óli Valur fær boltann á teignum, snýr og nær skoti en Árni Snær er réttur maður á réttum stað.
66. mín
Höskuldur með fast skot úr aukaspyrnunni en ekkert mál fyrir Árna í marki Stjörnunnar að verja þetta. Heldur líka boltanum.
65. mín
Gult spjald: Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan)

Brýtur á Óla Val rétt fyrir utan teig.
65. mín
Stöngin!
Óli Valur með geggjað skot sem skellur í stönginni. Þetta hefði verið stórkostlegt mark hjá fyrrum Stjörnumanninum!
Frákastið fer til Höskulds en skot hans fer yfir markið.
Frákastið fer til Höskulds en skot hans fer yfir markið.
63. mín

Inn:Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
Út:Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan)
61. mín
Á hinum enda vallarins er Óli Valur næstum því búinn að finna Tobias í gegn en sendingin aðeins of föst.
60. mín
Andri Rúnar næstum því búinn að finna Örvar í gegn, en sá síðarnefndi var lengi að átta sig á stöðunni.
57. mín
Stuðningsmenn beggja liða láta vel í sér heyra, þó aðallega er það Stjörnumegin.
54. mín
Daníel Finns með fína hornspyrnu inn á teiginn en Anton Ari rétt nær að kýla boltann frá.
53. mín
Kjartan Már eins og fullorðinn á móti börnum þegar Blikar reyna að ná boltanum af honum. Góður sprettur hans skilar sér í hornspyrnu sem Stjarnan fær.
50. mín
MARK!

Örvar Eggertsson (Stjarnan)
Stoðsending: Daníel Finns Matthíasson
Stoðsending: Daníel Finns Matthíasson
STJARNAN JAFNAR!
Þetta var stórkostlega gert!
Andri Rúnar á frábæra sendingu á Daníel Finns sem þræðir Örvar í gegn. Varnarmenn Blika eiga ekki breik í hann og Örvar klárar vel. Staðan jöfn!
Núna verður þetta áhugavert!
Andri Rúnar á frábæra sendingu á Daníel Finns sem þræðir Örvar í gegn. Varnarmenn Blika eiga ekki breik í hann og Örvar klárar vel. Staðan jöfn!
Núna verður þetta áhugavert!
47. mín
Viktor Örn lendir í bölvuðu brasi með Örvar Eggerts sem var að elta langan bolta fram. Örvar vinnur boltann og leggur hann á Samúel Kára sem kemur á ferðinni, en skot hans er alls ekki gott.
45. mín
Hálfleikur
Elías Ingi flautar til hálfleiks. Mikill ákafi í þessum fyrri hálfleik og bæði lið örugglega mjög þreytt. Staðan 1-0 fyrir Breiðablik eftir mark Kristins Steindórssonar.
Komum aftur eftir 15 mínútur!
Komum aftur eftir 15 mínútur!
45. mín
Frábært færi!
Andri Rafn Yeoman vinnur boltann og sendir hann áfram á Ágúst Orra. Hann rekur hann inn og allt galopið. Hann tekur skotið með vinstri en það er ekki nægilega gott og Árni Snær nær að verja. Þetta var heldur betur færi!
40. mín
Varsla!
Samúel Kári með mjög góða skottilraun fyrir utan teig en Anton Ari notar allan faðminn til að blaka boltanum aftur fyrir.
37. mín
Þeir grænklæddu geisla af sjálfstrausti eftir markið. Stjörnumenn eru heillum horfnir.
36. mín
Langur bolti fram hjá Blikum, Tobias vinnur skallaeinvígið og Ágúst Orri setur boltann á Óla Val sem keyrir inn á teiginn og á skot en það fer í hliðarntið. Þarna héldu stuðningsmenn Blika að annað markið væri komið.
34. mín
Blikarnir hafa fengið mikinn kraft við markið sitt og eru mun líklegri til að bæta við en Stjarnan að jafna.
34. mín
Valgeir í þröngu skotfæri og reynir skot, en það fer yfir. Fínasta tilraun en hefði líklega getað sett boltann fyrir frekar.
33. mín
Höskuldur pakkar Samúel Kára saman og vinnur boltann á hættulegum stað. Ágúst Orri keyrir inn á teiginn og leggur boltann svo á Kristinn sem reynir skot, en það er ekki gott og beint á Árna Snæ.
32. mín
Óli Valur búinn að eiga svona fjórar tilraunir á markið sem hafa allar farið í einhvern. Núna átti hann skot sem fór í Tobias Thomsen, sinn eigin liðsfélaga.
32. mín
Nóg að gera hjá Þórði Þorsteini, fjórða dómara, að ræða við Jökul við hliðarlínuna.

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Mér líður eins og þetta hafi verið það sem leikurinn þurfti. Núna gæti þetta opnast enn frekar.
28. mín
MARK!

Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
MARK!!!
Frekar skondið mark.
Eftir hornspyrnu myndast smá darraðadans í teignum. Stjörnumaður skallar boltann í burtu á Kristin sem á skot sem fer í Kjartan Má og inn. Ekki sjálfsmark samt held ég.
Þessi bolti var rosalega lengi á leiðinni inn í markið.
Eftir hornspyrnu myndast smá darraðadans í teignum. Stjörnumaður skallar boltann í burtu á Kristin sem á skot sem fer í Kjartan Má og inn. Ekki sjálfsmark samt held ég.
Þessi bolti var rosalega lengi á leiðinni inn í markið.
26. mín
Óli Valur heldur áfram að keyra á vörn Stjörnunnar. Á sendingu fyrir úr góðri stöðu en Sindri Þór er réttur maður á réttum stað og kemur boltanum í burtu.
22. mín
Viktor Örn og Andri Rúnar liggja eftir að hafa skollið saman. Þeir harka þetta báðir af sér.
21. mín
Óli Valur núna í fínu færi en ekki mikill kraftur í skoti hans. Auðvelt fyrir Árna Snæ að verja.
21. mín
Höskuldur í mjög góðu skotfæri rétt fyrir utan teig en skot hans fer beint í varnarmann Stjörnunnar. Menn í báðum liðum að henda sér fyrir hvern einasta bolta!
20. mín
Samúel Kári með langt innkast sem Anton Ari nær að kýla frá. Anton vann baráttuna við Emil Atla þarna.
19. mín
Benedikt Warén, sem er að mæta sínum gömlu félögum í dag, leggur boltann út á Samúel Kára sem reynir skot en það fer í Ásgeir Helga.
Stjörnumenn miklu betri hingað til.
Stjörnumenn miklu betri hingað til.
18. mín
Örvar keyrir upp hægra megin og reynir fyrirgjöf en 300 leikja maðurinn kemur sér fyrir boltann.
17. mín
Gult spjald: Valgeir Valgeirsson (Breiðablik)

Ég held að hann fái spjaldið fyrir að láta Daníel heyra það.
17. mín
Daníel Finns liggur eftir og þá mætir Valgeir og lætur hann heyra það. Skapast smá læti í kjölfarið, en menn missa sig nú ekkert.
15. mín
Arnór Gauti tapar boltanum klaufalega og Stjörnumenn geysast upp völlinn. Benedikt Warén nær hins vegar ekki að koma sér í skotfæri og missir boltann.
11. mín
Óli Valur fær boltann með mikið pláss vinstra megin og fer yfir á hægri fótinn. Hann reynir skot en það fer í varnarmann og fram hjá. Þetta var hættuleg staða fyrir Blika!
9. mín
Það hefur verið meiri kraftur í Stjörnunni í byrjun leiks. Blikar ekki alveg mættir til leiks.
8. mín
Sókndjarfir Stjörnumenn
Stjörnumenn eru ekkert að koma hingað til að vera eitthvað varnarsinnaðir. Eru í mjög sókndjörfu kerfi þar sem Sindri Þór fær einn að díla við Tobias Thomsen. Samúel Kári er að draga sig mikið út vinstra megin og er að reyna að komast mikið í boltann.
Stórt afrek!
Andri Rafn Yeoman að komast í 300 leikja klúbbinn í efstu deild. Fimmti meðlimurinn.
— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) April 23, 2025
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Breiðablik byrjar með boltann og sækir í átt að Fífunni. Vonandi fáum við skemmtilegan leik!
Fyrir leik
Anton Ari fær blóm
Anton Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks, fær blóm fyrir 200 mótsleiki með Kópavogsfélaginu. Fær þessa viðurkenningu áður en leikurinn fer af stað.

Fyrir leik
Sumarið er komið!
Það er frábært veður! Manni líður eiginlega eins og síðustu daga hafi verið fleiri sumardagar en allt síðasta sumar. Það er sól á lofti og um tíu stiga hiti.

Fyrir leik
Sami meðalaldur
Bæði lið eru með meðalaldur upp á 27 ár á sínum byrjunarliðum og 23 ár á varamannabekknum.


Fyrir leik
Byrjunarlið Stjörnunnar
12. Árni Snær Ólafsson (m)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
10. Samúel Kári Friðjónsson
19. Daníel Finns Matthíasson
22. Emil Atlason (f)
23. Benedikt V. Warén
28. Baldur Logi Guðlaugsson
30. Kjartan Már Kjartansson
32. Örvar Logi Örvarsson
99. Andri Rúnar Bjarnason
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
10. Samúel Kári Friðjónsson
19. Daníel Finns Matthíasson
22. Emil Atlason (f)
23. Benedikt V. Warén
28. Baldur Logi Guðlaugsson
30. Kjartan Már Kjartansson
32. Örvar Logi Örvarsson
99. Andri Rúnar Bjarnason
Fyrir leik
Byrjunarlið Breiðabliks
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
9. Óli Valur Ómarsson
10. Kristinn Steindórsson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman
77. Tobias Thomsen
4. Ásgeir Helgi Orrason
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
9. Óli Valur Ómarsson
10. Kristinn Steindórsson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman
77. Tobias Thomsen
Fyrir leik
Fær stóra og stóra í fangið
Búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir þennan áhugaverða slag. Hinn efnilegi Ásgeir Helgi Orrason kemur inn í vörn Blika eftir að hafa byrjað fyrstu tvo deildarleiki tímabilsins á bekknum en hann fær sóknardúó Stjörnunnar, Andra Rúnar og Emil Atla, beint í fangið. Alvöru prófraun sem það verður fyrir þennan spennandi hafsent.

Fyrir leik
Breiðablik vann báða leikina á Kópavogsvelli í fyrra
Þessi lið mættust þrisvar í Bestu deildinni í fyrra.
Leikir liðanna í fyrra:
Breiðablik 2 - 1 Stjarnan (21. maí)
Stjarnan 2 - 2 Breiðablik (11. ágúst)
Breiðablik 2 - 1 Stjarnan (19. október)
Leikir liðanna í fyrra:
Breiðablik 2 - 1 Stjarnan (21. maí)
Stjarnan 2 - 2 Breiðablik (11. ágúst)
Breiðablik 2 - 1 Stjarnan (19. október)

Fyrir leik
Þór Llorens spáir Blikasigri
Þór Llorens Þórðarson spáir í þriðju umferðina sem fer af stað í kvöld með fjórum leikjum. Þór var hetja Káramanna í sigrinum óvænta gegn Fylki í Mjólkurbikarnum á dögunum en hann er með eitraðan vinstri fót.
Breiðablik 3 - 1 Stjarnan (19:15 í kvöld)
Blikar taka þennan eftir hörkuleik. Árni Snær ver víti og skorar svo sjálfur úr aukaspyrnu en það dugir ekki til.
Breiðablik 3 - 1 Stjarnan (19:15 í kvöld)
Blikar taka þennan eftir hörkuleik. Árni Snær ver víti og skorar svo sjálfur úr aukaspyrnu en það dugir ekki til.

Fyrir leik
Óli Valur mætir gömlu félögunum
Óli Valur Ómarsson var í vetur keyptur til Breiðabliks. Óli Valur er uppalinn í Stjörnunni og hafði alltaf leikið fyrir uppeldisfélag sitt á Íslandi. Þangað til núna.
Stjarnan var líka með samþykkt tilboð í Óla í vetur en hann valdi að fara í Breiðablik. Stuðningsmenn Stjörnunnar eru svekktir með það og Óli Valur kemur ekki til með að fá góðar móttökur frá þeim á leikjum liðanna í sumar enda er rígur á milli Breiðabliks og Stjörnunnar.
Það má alveg búast við því að stuðningsmenn Stjörnunnar muni baula á Óla Val í kvöld.

Óli Valur Ómarsson var í vetur keyptur til Breiðabliks. Óli Valur er uppalinn í Stjörnunni og hafði alltaf leikið fyrir uppeldisfélag sitt á Íslandi. Þangað til núna.
Stjarnan var líka með samþykkt tilboð í Óla í vetur en hann valdi að fara í Breiðablik. Stuðningsmenn Stjörnunnar eru svekktir með það og Óli Valur kemur ekki til með að fá góðar móttökur frá þeim á leikjum liðanna í sumar enda er rígur á milli Breiðabliks og Stjörnunnar.
Það má alveg búast við því að stuðningsmenn Stjörnunnar muni baula á Óla Val í kvöld.
Fyrir leik
Staðan?
Það eru tvær umferðir búnar og er staðan þannig fyrir þennan leik að Stjarnan er með fullt hús stiga og Breiðablik, sem er ríkjandi Íslandsmeistari, er með þrjú stig.
Breiðablik tapaði síðasta leik sínum gegn á ótrúlegan hátt. Eftir að hafa komist 2-0 yfir, þá tapaði Breiðablik 4-2 gegn Frömurum. Í millitíðinni unnu Blikar 5-0 sigur á Fjölni í Mjólkurbikarnum.
Eru menn búnir að komast yfir tapið fúla gegn Fram?
Stjarnan hefur byrjað á tveimur sigurleikjum. Þeir lögðu FH 2-1 í fyrsta leik og fylgdu því eftir með öðrum 2-1 sigri gegn ÍA í síðustu umferð. Báðir þeir leikir fóru fram í Garðabænum.
Stjarnan lenti svo í miklum vandræðum gegn Lengjudeildarliði Njarðvík í Mjólkurbikarnum en unnu þar eftir framlengdan leik.
Breiðablik tapaði síðasta leik sínum gegn á ótrúlegan hátt. Eftir að hafa komist 2-0 yfir, þá tapaði Breiðablik 4-2 gegn Frömurum. Í millitíðinni unnu Blikar 5-0 sigur á Fjölni í Mjólkurbikarnum.
Eru menn búnir að komast yfir tapið fúla gegn Fram?

Stjarnan hefur byrjað á tveimur sigurleikjum. Þeir lögðu FH 2-1 í fyrsta leik og fylgdu því eftir með öðrum 2-1 sigri gegn ÍA í síðustu umferð. Báðir þeir leikir fóru fram í Garðabænum.
Stjarnan lenti svo í miklum vandræðum gegn Lengjudeildarliði Njarðvík í Mjólkurbikarnum en unnu þar eftir framlengdan leik.

Fyrir leik
Leikir kvöldsins
18:00 ÍA-Vestri (Akraneshöllin)
18:00 Valur-KA (N1-völlurinn Hlíðarenda)
18:00 FH-KR (Kaplakrikavöllur)
19:15 Breiðablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur)
Hægt að fylgjast með öllum leikjunum í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
18:00 Valur-KA (N1-völlurinn Hlíðarenda)
18:00 FH-KR (Kaplakrikavöllur)
19:15 Breiðablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur)
Hægt að fylgjast með öllum leikjunum í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson

10. Samúel Kári Friðjónsson
('75)

19. Daníel Finns Matthíasson
('75)


22. Emil Atlason (f)
23. Benedikt V. Warén
28. Baldur Logi Guðlaugsson
('68)


30. Kjartan Már Kjartansson
('63)


32. Örvar Logi Örvarsson
99. Andri Rúnar Bjarnason
('63)
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
11. Adolf Daði Birgisson
14. Jón Hrafn Barkarson
('63)

17. Andri Adolphsson
('68)

18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
('63)

24. Sigurður Gunnar Jónsson
('75)

29. Alex Þór Hauksson
('75)

39. Elvar Máni Guðmundsson
41. Alexander Máni Guðjónsson
- Meðalaldur 23 ár
Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)

Rajko Stanisic
Þór Sigurðsson
Egill Atlason
Guðmundur Kristjánsson
Hákon Ernir Haraldsson
Garpur I Elísabetarson
Aleksandar Cvetic
Gul spjöld:
Kjartan Már Kjartansson ('41)
Baldur Logi Guðlaugsson ('65)
Daníel Finns Matthíasson ('73)
Jökull I Elísabetarson ('95)
Rauð spjöld: