
Víkingur R.
3
1
FH

Sveinn Gísli Þorkelsson
'20
1-0
1-1
Böðvar Böðvarsson
'32
2-1
Tómas Orri Róbertsson
'36
, sjálfsmark
Daníel Hafsteinsson
'67
3-1
11.05.2025 - 19:15
Víkingsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Sólin skín, smá gola og góður andi í Fossvoginum.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Daníel Hafsteinsson
Víkingsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Sólin skín, smá gola og góður andi í Fossvoginum.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Daníel Hafsteinsson
Byrjunarlið:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson


4. Oliver Ekroth (f)
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
('68)

9. Helgi Guðjónsson
('93)

11. Daníel Hafsteinsson
('68)


20. Tarik Ibrahimagic
('77)

23. Nikolaj Hansen
('77)

32. Gylfi Þór Sigurðsson
77. Stígur Diljan Þórðarson
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
16. Jochum Magnússon (m)
8. Viktor Örlygur Andrason
('77)

12. Ali Basem Almosawe
('68)

15. Róbert Orri Þorkelsson
('93)

17. Atli Þór Jónasson
('77)

19. Þorri Ingólfsson
24. Davíð Örn Atlason
25. Valdimar Þór Ingimundarson
27. Matthías Vilhjálmsson
('68)
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Sölvi Ottesen (Þ)
Kári Sveinsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson
Gul spjöld:
Stígur Diljan Þórðarson ('22)
Sveinn Gísli Þorkelsson ('56)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingar á toppinn!
Þá er 6. umferð Bestu deildarinnar lokið í ár og Víkingar tilla sér á toppnum með sínum 12. sigri í röð á FH í deild og bikar.
Viðtöl og skýrsla á leiðinni, þangað til næst, takk fyrir mig!
Viðtöl og skýrsla á leiðinni, þangað til næst, takk fyrir mig!
93. mín

Inn:Róbert Orri Þorkelsson (Víkingur R.)
Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Róbert Orri mættur til leiks
91. mín
Glæsileg varsla hjá Pálma!
FH-ingar keyra upp í skyndisókn og allt í einu er Úlfur Ágúst kominn einn á einn á móti Pálma Rafni og tekur skotið á markið en Pálmi ver stórglæsilega.
91. mín
Gylfi tekur spyrnuna inn á teiginn og það myndast mikið klafs en FH-ingar ná að verjast þessu vel.
90. mín
Rétt framhjá - Önnur hornspyrna
Helgi tekur spyrnuna inn á teiginn sem fer af varnarmanni FH og rétt framhjá.
88. mín
Kjartan tekur spyrnuna inn á teiginn sem fer á Sigga Hall á fjærsvæðinu. Hann skallar boltann í Víking og vill fá hendi víti en fær ekkert fyrir sinn snúð.
84. mín
Helgi tekur aðra spyrnu inn á teiginn sem fer á Atla Þór á fjærsvæðinu en Helgi Mikael var búinn að sjá eitthvað ólöglegt í teignum á undan og flautar aukaspyrnu sem FH á.
83. mín
Önnur hornspyrna
Helgi Guðjóns tekur spyrnuna inn á teiginn sem Kjartan Kári skallar í aftur fyrir í aðra hornspyrnu.
82. mín
Gult spjald: Arngrímur Bjartur Guðmundsson (FH)

Stoppar Stígur þegar hann er lagður af stað upp vinstri kantinn og fær réttilega spjald.
80. mín
Það lítur allt út fyrir það að Víkingar nái að landa 12. sigrinum í röð á FH í deild og bikar.
70. mín
Böðvar tekur spyrnuna inn á teiginn og Ingvar nær til boltans en missir hann frá sér. Það myndast mikið klafs inni á teignum áður en Víkingar hreinsa boltanum frá að lokum.
67. mín
MARK!

Daníel Hafsteinsson (Víkingur R.)
GJAFMILDIR FH-INGAR!
Roesnörn er með boltann og ætlar að spila upp á Einar Karl þegar hann sendir boltann beint á Daníel Hafsteinsson sem átti líka risa þátt í öðru marki Víkinga með pressunni sinni. Núna þurfti hann reyndar ekkert að pressa.
FH-ingar halda áfram að gera illa á móti Víkingum og gefa þeim bara mörk hægri vinstri.
FH-ingar halda áfram að gera illa á móti Víkingum og gefa þeim bara mörk hægri vinstri.
65. mín
Rétt yfir!
Kjartan Kári kemur með boltann inn á teiginn sem fer beint á Úlf Ágúst en hann skallar boltann einhvernveginn yfir af gífurlega stuttu færi.
Besta færi FH í seinni hálfleiknum.
Besta færi FH í seinni hálfleiknum.
56. mín
Gult spjald: Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.)

Gilli réttilega spjaldaður og fær sitt þriðja gula spjald á leiktíðinni.
53. mín
Byrjar rólega
Seinni hálfleikurinn fer afar rólega af stað. Lítið um færi. Víkingar mikið meira með boltann en hafa ekki náð að skapa sér nein stór færi.
46. mín
Seinni hafinn!
Víkingarnir koma okkur aftur í gang og leika í átt að félagsheimilinu sínu.
45. mín
Hálfleikur
Þá hefur Helgi Mikael flautað til hálfleiks og Víkingar leiða 2-1 eftir mjög skemmtilegan fyrri hálfleik.
Tökum okkur korterspásu og mætum síðan aftur að vörmu spori.
Tökum okkur korterspásu og mætum síðan aftur að vörmu spori.
44. mín
Böddi tekur spyrnuna inn á teiginn og það myndast mikið klafs en Víkingar ná að lokum að hreinsa örugglega frá.
40. mín
Gylfi Sig tekur spyrnuna sem fer yfir allan pakkann og skoppar yfir endamörk hinum meginn.
36. mín
SJÁLFSMARK!

Tómas Orri Róbertsson (FH)
SPRELLIMARK!
Rosenörn er lengi að losa sig við boltann og kemur honum á Tómas Orra sem fékk góða pressu á sig frá Danna Hafsteins við D-bogann.
Danni nær að pota í boltann sem rúllar í áttina að markinu og Niko Hansen sem var langt fyrir innan. Niko lætur boltann fara milli lappanna á sér og gabbar Rosenörn hálfpartinn og í netið fer boltinn.
Mathias vildi rangstöðu á Hansen þar sem hann hafði mögulega áhrif á leikinn.
Eftir smá VAR tékk kemur í ljós að þetta er bara sjálfsmark hjá Tómasi Orra. Niko hefði því alveg getað tekið boltann.
Danni nær að pota í boltann sem rúllar í áttina að markinu og Niko Hansen sem var langt fyrir innan. Niko lætur boltann fara milli lappanna á sér og gabbar Rosenörn hálfpartinn og í netið fer boltinn.
Mathias vildi rangstöðu á Hansen þar sem hann hafði mögulega áhrif á leikinn.
Eftir smá VAR tékk kemur í ljós að þetta er bara sjálfsmark hjá Tómasi Orra. Niko hefði því alveg getað tekið boltann.
32. mín
MARK!

Böðvar Böðvarsson (FH)
Stoðsending: Kjartan Kári Halldórsson
Stoðsending: Kjartan Kári Halldórsson
ALLT JAFNT Í VÍKINNI!
Kjartan Kári tekur aukaspyrnu af þokkalega löngu færi og tekur skotið á markið sem Pálmi kýlir bara út í teiginn og þar er Böddi mættur og klárar þægilega.
Rétt áður en Kjartan tók spyrnuna öskraði Heimir "Kjartan, hittu bara á markið!". Það virkaði heldur betur.
Böddi, sem er orðinn markahæsti leikmaður FH á tímabilinu, liggur niðri í góðan tíma og þarf aðhlynningu en er staðinn á fætur.
Rétt áður en Kjartan tók spyrnuna öskraði Heimir "Kjartan, hittu bara á markið!". Það virkaði heldur betur.
Böddi, sem er orðinn markahæsti leikmaður FH á tímabilinu, liggur niðri í góðan tíma og þarf aðhlynningu en er staðinn á fætur.
31. mín
Sveinn Gísli kemur með góðan bolta inn á teiginn sem Böddi virðist ekki hitta og sparkar upp í loftið. Mathias gerir vel og handsamar boltann en dettur niður í baráttunni við Niko Hansen og missir boltann. Gylfi Sig rennir boltanum í netið en Helgi flautar þá aukaspyrnu.

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Pálmi í veseni og FH-ingar ósáttir
Pálmi Rafn fær boltann og missir hann eftir pressu frá Úlfi Ágústi. Úlfur vinnur boltann en hrasar strax aftur í baráttunni við Pálma og FH-ingar vilja fá aukspyrnu eða víti en fá ekkert.
Þetta verður athyglisvert að sjá aftur.
Þetta verður athyglisvert að sjá aftur.
24. mín
Misheppnuð útfærsla
Kjartan tekur spyrnuna stutt á Baldur Kára sem kemur honum út á Tómas. Tómas kemur honum aftur á Baldur Kára sem missir boltann í innkast.
22. mín
Gult spjald: Stígur Diljan Þórðarson (Víkingur R.)

Fær réttilega spjald eftir smá groddaralega tæklingu á Faqa.
20. mín
MARK!

Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Helgi Guðjónsson
Stoðsending: Helgi Guðjónsson
GILLLLIIIII!!!!!!!
Fyrsta markið hans í efstu deild!
Helgi Guðjóns kemur með glæsilegan bolta inn á teiginn sem fer beint á pönnuna á Sveini Gísla sem stangar boltann í netið.
Stórkostlegur skalli hjá Breiðhyltingnum!
Helgi Guðjóns kemur með glæsilegan bolta inn á teiginn sem fer beint á pönnuna á Sveini Gísla sem stangar boltann í netið.
Stórkostlegur skalli hjá Breiðhyltingnum!



19. mín
Víkingar að fá hornspyrnu gefins!
Faqa með lélega sendingu á Grétar sem fer bara beint aftur fyrir í hornspyrnu.
16. mín
FH í góðu færi
Kristján Flóki fær afbragðs færi inni á teignum eftir að Björn Daníel vinnur baráttuna um boltann en Pálmi gerir vel í að koma á móti og verja.
Skömmu síðar fellur Úlfur niður í teignum og FH-ingar vilja víti en fá ekkert fyrir sinn snúð.
Skömmu síðar fellur Úlfur niður í teignum og FH-ingar vilja víti en fá ekkert fyrir sinn snúð.
13. mín
Skemmtilegt atvik
Gylfi Sigi kemur með fyrirgjöf inn á teiginn sem Birkir Valur skallar, að því virtist, aftur fyrir í horn. Nema hvað að boltinn fer í hornfánann og neitar að fara útaf.
Birkir Valur var byrjaður að skokka frá og Helgi dró boltann til sín eins og hann væri að fara að taka hornspyrnuna en boltinn fór aldrei útaf eins og ég segi og leikurinn hélt áfram. Ekkert kom úr sókn Víkings þó.
Birkir Valur var byrjaður að skokka frá og Helgi dró boltann til sín eins og hann væri að fara að taka hornspyrnuna en boltinn fór aldrei útaf eins og ég segi og leikurinn hélt áfram. Ekkert kom úr sókn Víkings þó.
10. mín
Kristján Flóki í fínu færi
Björn Daníel vinnur skallaboltann á miðjum vellinum og Kristján Flóki fær boltann og keyrir af stað. Hann gerir mjög vel og er kominn inn á teiginn þegar hann tekur afleitt skot langt yfir og framhjá.
Hann var með Úlf og Kjartan þarna með sér sem eru eflaust ekki sáttir með þetta skot.
Hann var með Úlf og Kjartan þarna með sér sem eru eflaust ekki sáttir með þetta skot.
7. mín
Blikar komnir á toppinn
Leik lokið fyrir norðan og Blikar vinna KA 1-0 og fara því á toppinn, Víkingar geta endurheimt toppsætið með sigri í kvöld.
5. mín
Böðvar kemur með góðan bolta á fjærsvæðið þar sem Björn Daníel er mættur og skallar boltann rétt framhjá.
3. mín
Byrjunarliðin í kvöld
Víkingur R. (4-4-2)
Pálmi Rafn
Gunnar - Oliver - Gilli - Helgi
Erlingur - Daníel - Tarik - Stígur
Gylfi - Niko
FH (4-2-3-1)
Rosenörn
Birkir Valur - Faqa - Grétar - Böðvar
Baldur - Tómas
Kristján - Björn - Kjartan
Úlfur
Pálmi Rafn
Gunnar - Oliver - Gilli - Helgi
Erlingur - Daníel - Tarik - Stígur
Gylfi - Niko
FH (4-2-3-1)
Rosenörn
Birkir Valur - Faqa - Grétar - Böðvar
Baldur - Tómas
Kristján - Björn - Kjartan
Úlfur
1. mín
Leikur hafinn
Það eru gestirnir úr Hafnarfirðinum sem hefja hér leik í kvöld.
Góða skemmtun segi ég!
Góða skemmtun segi ég!
Fyrir leik
Smá seinir til vallar
Þá ganga liðin til vallar á slaginu korter yfir og klappa til áhorfenda.
Fyrir leik
Víkingur verið með hreðjatak á FH
Víkingur hefur unnið ellefu síðustu viðureignir þessara tveggja liða þegar kemur að deild og bikar. Ellefu!
Fyrir leik
Er Gylfi kominn í gang? Er stíflan brostin? Skorar Gylfi aftur í dag? Samkvæmt Epic eru líkurnar á því sirka 33% en stuðullinn á mark frá Gylfa hér í dag er 3,00.
Víkingar unnu öruggan sigur í fyrra
Síðast þegar FH kom í heimsókn í Hamingjuna enduðu leikar 3-0 og mörkin okkar skoruðu Helgi Guðjóns ???? og Viktor Örlygur ?? pic.twitter.com/VQIPOtnwSf
— Víkingur (@vikingurfc) May 11, 2025
Fyrir leik
Engar breytingar hjá Heimi
Heimir Guðjónsson var ánægður með sína menn gegn Val og teflir fram óbreyttu byrjunarliði.

Heimir Guðjónsson var ánægður með sína menn gegn Val og teflir fram óbreyttu byrjunarliði.
Fyrir leik
Meðan beðið er eftir leiknum er hægt að horfa á mörk gærdagsins
11.05.2025 12:42
Sjáðu mörkin: Ungstirnið með sögulegt mark og veisla hjá Val
Fyrir leik
Pálmi Rafn í marki Víkings - Þrjár breytingar
Sölvi Geir Ottesen gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá sigrinum gegn Fram.
Pálmi Rafn Aðalbjörnsson er í markinu. Ingvar Jónsson fór meiddur af velli gegn Fram og vonaðist til að verða klár í þennan leik en hefur greinilega tapað því kapphlaupi.
Gunnar Vatnhamar kemur inn í liðið á ný en hann var á fæðingadeildinni í síðasta leik. Þá kemur Daníel Hafsteinsson inn í byrjunarliðið. Davíð Örn Atlason og Matthías Vilhjálmsson setjast á bekkinn.
Þá er Valdimar Þór Ingimundarson mættur aftur í leikmannahóp Víkings og byrjar á bekknum en hann hefur verið að glíma við meiðsli í upphafi móts.

Sölvi Geir Ottesen gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá sigrinum gegn Fram.
Pálmi Rafn Aðalbjörnsson er í markinu. Ingvar Jónsson fór meiddur af velli gegn Fram og vonaðist til að verða klár í þennan leik en hefur greinilega tapað því kapphlaupi.
Gunnar Vatnhamar kemur inn í liðið á ný en hann var á fæðingadeildinni í síðasta leik. Þá kemur Daníel Hafsteinsson inn í byrjunarliðið. Davíð Örn Atlason og Matthías Vilhjálmsson setjast á bekkinn.

Þá er Valdimar Þór Ingimundarson mættur aftur í leikmannahóp Víkings og byrjar á bekknum en hann hefur verið að glíma við meiðsli í upphafi móts.
Fyrir leik
Lárustofa formlega opnuð
Fyrir leik Víkings og Fram í Bestu deild kvenna á föstudaginn opnuðu Víkingar Lárustofu formlega.
Lárustofa er félagsaðstaða undir stúkunni þar sem stuðningsmenn geta komið saman og farið yfir málin. Hún er nefnd í höfuðið á Láru Herbjörnsdóttur sem var einn allra harðasti stuðningsmaður Víkings en hún lést 2012.
Lárustofa er félagsaðstaða undir stúkunni þar sem stuðningsmenn geta komið saman og farið yfir málin. Hún er nefnd í höfuðið á Láru Herbjörnsdóttur sem var einn allra harðasti stuðningsmaður Víkings en hún lést 2012.
Fyrir leik
Spáin góða
Atli Barkarson, leikmaður Zulte Waregem í Belgíu, er spámaður umferðarinnar. Hann fylgir eftir á Fanndísi Friðriksdóttur sem var með tvo leikir rétta þegar hún spáði í leiki síðustu umferðar. Svona spáir Atli Barkar leik Víkings og FH:
Víkingur 3 - 1 FH (í kvöld, 19:15)
Mínir menn vinna easy sigur. Það er bara of erfitt að mæta í Víkina og ná í stig. Gylfi er vaknaður og sýnir öllum að hann er lang besti fótboltamaðurinn í þessari deild.
Víkingur 3 - 1 FH (í kvöld, 19:15)
Mínir menn vinna easy sigur. Það er bara of erfitt að mæta í Víkina og ná í stig. Gylfi er vaknaður og sýnir öllum að hann er lang besti fótboltamaðurinn í þessari deild.
Fyrir leik
Þriðja liðið
Helgi Mikael Jónasson dæmir þennan leik í kvöld en honum til aðstoðar verða þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Bergur Daði Ágústsson. Fjórði dómarinn í kvöld er Arnar Þór Stefánsson og eftirlitsmaður KSÍ er Skúli Freyr Brynjólfsson.

Fyrir leik
Víkingar fara á toppinn með sigri
Tímabilið hefur farið ágætlega af stað fyrir Víkinga í Bestu deildinni, það voru leikir alveg í byrjun sem þeir voru ekki sáttir með en gerðu vel gegn Fram í seinustu umferð í Víkinni. Þá unnu þeir 3-2 sigur í mjög áhugaverðum leik. Með sigri í kvöld fara þeir á toppinn.

Fyrir leik
FH-ingar unnu loksins
Hafnfirðingarnir hafa ekki alveg byrjað tímabilið eins og þeir óskuðu sér en í seinustu umferð unnu þeir góðan 3-0 sigur á Val í Kaplakrika. Það var fyrsti og er eini sigur FH á tímabilinu en þeir fá heldur betur erfitt próf í kvöld. Eins og staðan er eru þeir jafnir að stigum og KA sem eru á botninum. Með sigri geta FH-ingar farið í 7. sæti en tapa þeir með 9 marka mun fara þeir í neðsta sætið.

Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
2. Birkir Valur Jónsson
('75)

4. Ahmad Faqa
6. Grétar Snær Gunnarsson
('85)

7. Kjartan Kári Halldórsson

10. Björn Daníel Sverrisson (f)
('63)

21. Böðvar Böðvarsson

23. Tómas Orri Róbertsson

33. Úlfur Ágúst Björnsson
37. Baldur Kári Helgason
('75)

45. Kristján Flóki Finnbogason
('63)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
9. Sigurður Bjartur Hallsson
('85)

17. Dagur Örn Fjeldsted
('63)

18. Einar Karl Ingvarsson
('63)

27. Jóhann Ægir Arnarsson
34. Óttar Uni Steinbjörnsson
35. Allan Purisevic
36. Dagur Traustason
('75)

38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson
('75)
- Meðalaldur 23 ár


Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Emil Pálsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie
Gul spjöld:
Arngrímur Bjartur Guðmundsson ('82)
Kjartan Kári Halldórsson ('92)
Rauð spjöld: