Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Lengjudeild karla
Njarðvík
LL 1
1
ÍR
Lengjudeild karla
Leiknir R.
LL 0
1
HK
Lengjudeild karla
Fjölnir
LL 1
1
Fylkir
Besta-deild kvenna
Breiðablik
LL 4
0
Valur
Leiknir R.
0
1
HK
0-1 Dagur Ingi Axelsson '85
16.05.2025  -  19:15
Domusnovavöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Benidorm aðstæður og Benidorm stemning
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Áhorfendur: Í miklum gír
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
6. Jón Arnar Sigurðsson
7. Róbert Quental Árnason
10. Shkelzen Veseli
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
25. Dusan Brkovic
43. Kári Steinn Hlífarsson ('70)
44. Aron Einarsson
45. Djorde Vladisavljevic
55. Anton Fannar Kjartansson ('87)
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
12. Hilmar Örn Pétursson (m)
3. Bogdan Bogdanovic
4. Patryk Hryniewicki
9. Jóhann Kanfory Tjörvason ('87)
11. Gísli Alexander Ágústsson ('70)
14. Davíð Júlían Jónsson
19. Axel Freyr Harðarson
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Ólafur Hrannar Kristjánsson (Þ)
Ósvald Jarl Traustason
Gísli Friðrik Hauksson
Hlynur Helgi Arngrímsson
Nemanja Pjevic
Ari Þór Kristinsson
Konráð Grétar Ómarsson

Gul spjöld:
Daði Bærings Halldórsson ('75)
Shkelzen Veseli ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
HK-ingar halda yfir landamærin til Kópavogs með öll stigin! Leiknismenn hreinlega vildu ekki skora í þessum leik og fóru gríðarlega illa með sín tækifæri. Þeir eru í fallsæti.

HK-ingar vinna sinn fyrsta sigur en eru enn taplausir! Þeir fagna öflugum sigri þar sem skiptingarnar hjá Hemma hleyptu meira lífi í liðið.
95. mín
Þarna hefði HK getað klárað þetta Dagur Orri einn gegn Óla Íshólm en skaut í stöngina! Skyndisókn hjá HK.
93. mín Gult spjald: Dagur Ingi Axelsson (HK)
92. mín
LEIKNIR Í DAUÐAFÆRI!!! Gísli Alexander í sannkölluðu dauðafæri en nær ekki góðu skoti og HK-ingar komast fyrir.
90. mín
Við höfum siglt inn í uppbótartíma. 5 mínútum bætt við.
87. mín
Inn:Jóhann Kanfory Tjörvason (Leiknir R.) Út:Anton Fannar Kjartansson (Leiknir R.)
86. mín Gult spjald: Tumi Þorvarsson (HK)
85. mín MARK!
Dagur Ingi Axelsson (HK)
Stoðsending: Tumi Þorvarsson
HK TEKUR HÉR FORYSTUNA!!! Varamaðurinn Tumi Þorvarsson með flotta takta á vinstri kantinum, linur varnarleikur hjá heimamönnum og Tumi sendir lágan bolta fyrir markið. Dagur Ingi er einfaldleg lang grimmastur og tæklar boltann inn af stuttu færi!!!
82. mín Gult spjald: Shkelzen Veseli (Leiknir R.)
81. mín Gult spjald: Atli Arnarson (HK)
80. mín
HK gefur Leikni næstum því mark á silfurfati en Leiknir segir nei takk!!! Haaaa?????

Þetta var rosalegt. Samskiptaörðugleikar hjá HK milli Arnars markvarðar og Kristjáns Snæs, Arnar rauk út úr markinu eftir langan bolta fram, Kristján veit ekki af því og nær snertingu og skyndilega er markið galopið og Jón Arnar með boltann fyrir utan teig. Jón Arnar hikar á óskiljanlegan hátt með tómt mark fyrir framan sig. HK-ingar ná að komast til baka þegar boltinn fer á Róbert Quental í dauðafæri en bjargað er á marklínu frá honum!

Hvernig Leiknismenn fóru að því að þiggja ekki þessa gjöf frá HK-ingum er með hreinum ólíkindum!!!
77. mín
Inn:Atli Arnarson (HK) Út:Arnþór Ari Atlason (HK)
77. mín
Inn:Kristján Snær Frostason (HK) Út:Jóhann Þór Arnarsson (HK)
76. mín
Skot yfir markið úr aukaspyrnunni.
75. mín Gult spjald: Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
HK fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Leiknismenn ekki sáttir við þennan dóm.
70. mín
Inn:Gísli Alexander Ágústsson (Leiknir R.) Út:Kári Steinn Hlífarsson (Leiknir R.)
69. mín
Hágæða varnarleikur Anton Fannar Kjartansson með frábæra tæklingu og kæfir hættulega sókn HK-inga. Stuttu seinna fær Kári Steinn öflugt skallafæri en framhjá fer boltinn.
65. mín
Inn:Karl Ágúst Karlsson (HK) Út:Brynjar Snær Pálsson (HK)
65. mín
Inn:Tumi Þorvarsson (HK) Út:Birnir Breki Burknason (HK)
Köngulóarmaðurinn mætir til leiks fyrir BBB
62. mín
Hemmi Hreiðars að búa sig undir að gera breytingar.
61. mín
Jóhann Þór með skot af löngu færi en vel framhjá.
57. mín
Leiknir nálægt! Eftir flott spil Leiknismanna kemst Kári Steinn í fínt færi og á skot sem Arnar nær að verja og boltinn skoppar svo laus í teignum. Mikil hætta en heimamenn ná ekki að gera sér mat úr þessu.
55. mín Gult spjald: Brynjar Snær Pálsson (HK)
Fyrir mótmæli.
52. mín
Leiknismenn líklegri Róbert Quental með fína skottilraun sem Arnar Freyr Ólafsson, fyrrum markvörður Leiknis, nær að verja.
51. mín
Dagur Orri Garðarsson í dauðafæri en Óli Íshólm ver. Flaggið fer síðan á loft. Rangstaða.
50. mín
Veðurblíðan ætlar ekki að yfirgefa okkur Vallargestir nýttu hálfleikinn til hins ítrasta til að kæla sig með köldum og óáfengum drykkjum í þessum steikjandi hita. Villta vestrið er ekki í Breiðholtinu.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn í gang Heimamenn sækja í átt að Breiðholtslauginni í seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikurinn er í boði Fagpensla Málarar ríka og fræga fólksins færa þér hálfleikinn í þessum leik.


44. mín
Jón Arnar Sigurðsson varnarmaður Leiknis þarf hér aðhlynningu. Hlynur Helgi Arngrímsson sjúkraþjálfari mætir inn á völlinn svo það eru allar líkur á því að Jón Arnar geti haldið leik áfram.
37. mín Tegund færslu: VAR
Quental með klobba! Róbert Quental fór illa með Aron Kristófer Lárusson og Leiknir kemst í stórhættulega stöðu. Kári Steinn renndi svo boltanum á Dag Inga Hammer en flaggið fór á loft. Ekki viss um þetta. Kalla eftir VAR í Lengjudeildina.
34. mín
ÞVÍLÍKT SKOT! SLÁIN BJARGAR HK! Þarna skall hurð nærri hælum! Shkelzen með bylmingsskot sem bitnar á þversláni! Leiknismenn óheppnir að komast ekki yfir.
33. mín
Hemmi Hreiðars öskrar svo það ómar um Æsufellið Eitthvað ósáttur við saklausa aukaspyrnu á miðjum vellinum og lætur dómarana heldur betur heyra það.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Inn:Eiður Atli Rúnarsson (HK) Út:Ívar Orri Gissurarson (HK)
Ívar Orri þarf að fara af velli vegna meiðsla.
29. mín
Fín skottilraun HK Dagur Ingi Axelsson með ágætis skot en rétt framhjá.
28. mín
SHKELZEN Í HÖRKUFÆRI! Kári Steinn gerir afskaplega vel og leggur upp flott færi fyrir Shkelzen en fast skot hans úr teignum fer yfir markið. Besta færi leiksins hingað til!
27. mín
Hemmi öskrar eftir vítaspyrnu Dagur Orri Garðarsson fellur innan teigs en sýndist Twana gera hárrétt í að dæma ekki víti. Dagur fór auðveldlega niður. Hemmi heldur áfram að kvarta og núna í aðstoðardómaranum.
24. mín
Vel dæmt! Þorsteinn Aron Antonsson togar í treyju Dags Inga Hammer og Twana dæmir réttilega aukaspyrnu á fínum stað. Shkelzen með sendingu inn í teiginn og varnarmaður HK skallar boltann í horn.
21. mín
Frægir á vellinum Hannes Þór Halldórsson fyrrum markvörður Leiknis er mættur á heimaslóðir, Valur Gunnarsson sparkspekingur, Sveinn Ásgeirsson fyrrum formaður Tólfunnar, Sigþór Júlíusson fótboltastjarna og Soffía Arnarsdóttir eigandi Álfsins eru meðal þeirra sem eru að baða sig í sólinni yfir leiknum.
18. mín
Nú er HK að eiga góðan kafla Gestirnir búnir að fá nokkrar hornspyrnur og Óli Íshólm hefur þurft að vera vel vakandi, Jóhann Þór með skot í þessum skrifuðu orðum en yfir markið.
13. mín
Shkelzen með skot sem Arnar ver Nokkuð fast skot úr þröngu færi. Kom rétt á eftir að Róbert Quental bauð vallargestum upp á nokkur falleg skæri. Arnar varði boltann afturftrir og Leiknir fær horn.
8. mín
Brynjar Snær Pálsson með skot sem Óli Íshólm ver. Leiknir fékk á sig mark á fjórðu mínútu í fyrstu umferð og svo á sjöundu mínútu í 2. umferð. Sífelldar bætingar
7. mín
HK kemst í mjög gott færi! Jóhann Þór Arnarsson á miklum spretti, aðstoðardómarinn hélt flagginu niðri, Jóhann með skotið en Óli Íshólm ver í hornspyrnu.
5. mín
Aftur sækir Leiknir Jón Arnar með skot og boltinn í varnarmann og afturfyrir. Önnur hornspyrna sem Leiknismenn krækja í en HK-ingar skalla frá.
3. mín
Heimamenn byrja betur Leiknismenn eru komnir í 3-5-2 kerfi og byrja betur í þessum leik. Shkelzen Veseli fékk boltann í flottri stöðu í teignum en fór illa að ráði sínu. Leiknir fékk svo horn og Anton Fannar skallaði boltann yfir markið.
1. mín
Leikur hafinn
Leiknir hóf leik og sækir í átt að Lönguvitleysunni! Góða skemmtun kæru lesendur!
Fyrir leik
Fjögur mörk? Elmar Kári Enesson Cogic spáir 2-2 jafntefli í leiknum.

   15.05.2025 16:00
Elmar Kári spáir í 3. umferð Lengjudeildarinnar
Fyrir leik
Rjómablíða undir Æsufelli Aðstæður eru hreint stórkostlegar hér á Leiknisvelli. Grasið gæti ekki verið betra, ég var að skoða nýja rándýra hybridið á Laugardalsvelli í dag og þetta er engu síðra. Við þökkum Birki Sveinssyni mótastjóra fyrir það það sé ekki heimaleikur hjá HK í kvöld. Það væri hreinlega agalegt að þurfa að vera í eymdinni í Kórnum núna.
Fyrir leik
Leiðréttingarhornið Maður þarf að passa sig á að éta ekki upp vitleysu frá öðrum. Twana dómari er víst alls ekki frá Sýrlandi. Kúrdíski pylsusalinn er með flautuna í kvöld!
Fyrir leik
Bestu borgarar Lengjudeildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Orðrómurinn er sannur! Bestu hamborgarar Lengjudeildarinnar eru á Domusnova. Hágæða hamborgarar frá miklum fagmönnum á mjög sanngjörnu verði. Fólk úr hverfunum hér í kring mætir bara til að bragða á borgurunum.
Fyrir leik
Óli Hrannar líka með þrjár breytingar Aron Einarsson, Djorde Vladisavljevic og Anton Fannar Kjartanssonc koma allir inn í byrjunarlið Leiknis. Axel Freyr Harðarson og Patryk Hryniewicki fara á bekkinn og þá er Sindri Björnsson í banni eftir rautt spjald í síðasta leik.

Fyrir leik
Hemmi gerir þrjár breytingar frá síðasta leik Ívar Orri Gissurarson, Þorsteinn Aron Antonsson og Brynjar Snær Pálsson koma inn í byrjunarlið HK. Eiður Atli Rúnarsson, Ívar Örn Jónsson og Karl Ágúst Karlsson eru settir á bekkinn.
Fyrir leik
Afmælispartí Í tilefni þess að Leiknir á afmæli á morgun 17. maí er húllumhæ í kringum þennan leik í kvöld. Fyrrum leikmenn og þjálfarar eru að hittast í bongó-blíðu-grill-partí í kringum leikinn.
Fyrir leik
Óli Hrannar verður ekki í úlpunni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ólafur Hrannar Kristjánsson og hans menn í Leikni eru með eitt stig. Liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Þrótti í fyrstu umferð en fékk svo 1-4 skell gegn Þór Akureyri hér í Breiðholti.
Fyrir leik
HK-ingar með tvö jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

HK hefur gert tvö jafntefli í upphafi tímabils, liðið fór norður í Bogann og gerði 1-1 jafntefli og sama niðurstaða var síðan í Boganum þegar ÍR-ingar komu í heimsókn. Nú er komið að fyrsta leik HK-inga utandyra og Hermann Hreiðarsson vonar að einnig sé komið að fyrsta sigrinum.
Fyrir leik
Sýrlenski pylsusalinn með flautuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Dómari: Twana Khalid Ahmed
Aðstoðardómarar: Egill Guðvarður Guðlaugsson og Andri Vigfússon.
Eftirlitsmaður: Gylfi Þór Orrason.
Fyrir leik
Blíða í Breiðholti Það var veðravíti í Breiðholti fyrir viku þegar Þórsarar komu hingað í heimsókn. Nú er hinsvegar sól og brakandi blíða. Breiðholtið er mjög nálægt sólinni og aðstæður allar hinar bestu.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

föstudagur 16. maí
18:30 Fjölnir-Fylkir (Fjölnisvöllur)
19:15 Leiknir R.-HK (Domusnovavöllurinn)
19:15 Njarðvík-ÍR (JBÓ völlurinn)
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
3. Ívar Orri Gissurarson ('30)
4. Aron Kristófer Lárusson
5. Þorsteinn Aron Antonsson
7. Dagur Ingi Axelsson
8. Arnþór Ari Atlason (f) ('77)
9. Jóhann Þór Arnarsson ('77)
10. Birnir Breki Burknason ('65)
11. Dagur Orri Garðarsson
14. Brynjar Snær Pálsson ('65)
15. Haukur Leifur Eiríksson
- Meðalaldur 24 ár

Varamenn:
1. Ólafur Örn Ásgeirsson (m)
2. Kristján Snær Frostason ('77)
16. Eiður Atli Rúnarsson ('30)
18. Atli Arnarson ('77)
21. Ívar Örn Jónsson
28. Tumi Þorvarsson ('65)
29. Karl Ágúst Karlsson ('65)
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Halldór Geir Heiðarsson
Guðbjartur Halldór Ólafsson

Gul spjöld:
Brynjar Snær Pálsson ('55)
Atli Arnarson ('81)
Tumi Þorvarsson ('86)
Dagur Ingi Axelsson ('93)

Rauð spjöld: