
Þriðja umferðin í Lengjudeildinni hefst á morgun með þremur leikjum, heldur áfram á laugardag og lýkur með tveimur leikjum á sunnudag.
Elmar Kári Enesson Cogic fór upp úr deildinni með Aftureldingu á síðasta tímabili. Hann spáir í leiki þessarar þriðju umferðar.
Elmar Kári fylgir á eftir Bjarka Birni Gunnarssyni sem var með þrjá leiki rétta þegar hann spáði í 2. umferðina. Svona spáir Elmar Kári leikjunum:
Elmar Kári Enesson Cogic fór upp úr deildinni með Aftureldingu á síðasta tímabili. Hann spáir í leiki þessarar þriðju umferðar.
Elmar Kári fylgir á eftir Bjarka Birni Gunnarssyni sem var með þrjá leiki rétta þegar hann spáði í 2. umferðina. Svona spáir Elmar Kári leikjunum:
Fjölnir 1 - 3 Fylkir (fös, 18:30)
Lærisveinar Ásgeirs Franks komast yfir snemma leiks en fá svo þrjú mörk í grillið í seinni hálfleik.
Leiknir 2 - 2 HK (fös, 19.15)
Kári Steinn Hlífarsson og Shkelzen Veseli verða með enn eina flugeldasýninguna í Breiðholtinu en það dugir ekki til gegn góðu HK liði.
Njarðvík 2 - 1 ÍR (fös, 19:15)
Njarðvíkingar frábærir á heimavelli, þeir komast í 2-0 í fyrri hálfleik en ÍR-ingar skora sárabótamark á 90 mín. Amin Cosic með bæði.
Selfoss 3 - 0 Völsungur (lau, 16:00)
Selfoss er alltaf Selfoss á Selfossi sagði Bjarki Leó fyrrum Selfyssingur mér. Taka þetta 3-0.
Þór 2 - 3 Keflavík (sun, 14:00)
Skemmtilegasti leikur umferðarinnar. Stál í stál. Staðan verður 2-2 fram á lokamínútu leiksins þegar Keflvíkingar fá vítaspyrnu. Þeir klína henni í vinkilinn og fara með 3 stig heim.
Þróttur 1 - 0 Grindavík (sun, 18:00)
Iðnaðarsigur í Laugardalnum. Finn alvöru lykt af aukaspyrnumarki.
Fyrri spámenn:
Júlís Mar (4 réttir)
Bjarki Björn (3 réttir)
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þór | 22 | 14 | 3 | 5 | 51 - 31 | +20 | 45 |
2. Njarðvík | 22 | 12 | 7 | 3 | 50 - 25 | +25 | 43 |
3. Þróttur R. | 22 | 12 | 5 | 5 | 43 - 37 | +6 | 41 |
4. HK | 22 | 12 | 4 | 6 | 46 - 29 | +17 | 40 |
5. Keflavík | 22 | 11 | 4 | 7 | 53 - 39 | +14 | 37 |
6. ÍR | 22 | 10 | 7 | 5 | 38 - 27 | +11 | 37 |
7. Völsungur | 22 | 7 | 4 | 11 | 36 - 52 | -16 | 25 |
8. Fylkir | 22 | 6 | 5 | 11 | 34 - 32 | +2 | 23 |
9. Leiknir R. | 22 | 6 | 5 | 11 | 24 - 40 | -16 | 23 |
10. Grindavík | 22 | 6 | 3 | 13 | 38 - 61 | -23 | 21 |
11. Selfoss | 22 | 6 | 1 | 15 | 25 - 44 | -19 | 19 |
12. Fjölnir | 22 | 3 | 6 | 13 | 32 - 53 | -21 | 15 |
Athugasemdir