Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Lengjudeild karla
Fylkir
LL 3
3
Fjölnir
Lengjudeild karla
ÍR
LL 2
2
Njarðvík
Lengjudeild karla
Grindavík
LL 1
2
Þróttur R.
Lengjudeild karla
HK
LL 1
0
Leiknir R.
Lengjudeild karla
Keflavík
LL 2
2
Þór
Besta-deild kvenna
Víkingur R.
LL 2
1
Stjarnan
Besta-deild kvenna
FH
LL 3
1
Fram
Vllaznia
2
1
Víkingur R.
0-1 Karl Friðleifur Gunnarsson '10
Melos Bajrami '67 1-1
Esat Mala '75 2-1
24.07.2025  -  18:30
Loro Borici Stadium
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Aléxandros Tsakalídis (Grikkland)
Maður leiksins: Helgi Guðjónsson
Byrjunarlið:
12. Aron Jukaj (m)
2. Erdenis Gurishta
6. Ardit Krymi
8. Eslit Sala ('46)
9. Bekim Balaj
14. Arsid Kruja ('46)
17. Bismark Charles ('85)
20. Esat Mala ('79)
29. Andrey Yago
55. Alexandros Kouro
92. Elmando Gjini

Varamenn:
88. Léon Pöhls (m)
3. Gledjan Pusi
10. Edon Murataj
16. Melos Bajrami ('46)
27. Geralb Kubazi
33. Amir Brahimi
40. Ensar Tafili ('46)
77. Antonio Delaj ('85)
80. Xhoel Hajdari
99. Alfred Mensah ('79)

Liðsstjórn:
Edi Martinaj (Þ)

Gul spjöld:
Andrey Yago ('86)
Edi Martinaj ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Grautfúlt tap niðurstaðan Skelfilegur seinni hálfleikur Víkinga, eftir ágætis fyrri hálfleik. Vllaznia mun betra liðið þegar leið á leikinn.

Víkingar þurfa að gera upp fyrir þetta á Víkingsvelli eftir viku!.
94. mín
Víkingar í leit að jöfnunarmarki Davíð Örn Atlason með þrumuskot en varnarmaður Vllaznia kemur sér fyrir.

Víkingar halda í boltann, kemur fyrirgjöf og Erlingur Agnarsson skallar boltann framhjá markinu.
90. mín
Níu mínútum bætt við!
89. mín Gult spjald: Edi Martinaj (Vllaznia)
Þjálfari Vllaznia fær gult fyrir mótmæli á tæklingu Sveins Gísla, vildi eflaust sjá rautt.
87. mín Gult spjald: Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.)
Sveinn Gísli fær gult spjald fyrir ansi harkalega tæklingu á miðjum velli.
86. mín Gult spjald: Andrey Yago (Vllaznia)
Gult fyrir leiktöf.
85. mín
Inn:Antonio Delaj (Vllaznia) Út:Bismark Charles (Vllaznia)
82. mín
Inn:Pablo Punyed (Víkingur R.) Út:Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.)
82. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
79. mín
Inn:Alfred Mensah (Vllaznia) Út:Esat Mala (Vllaznia)
Markaskorarinn tekinn af velli.
75. mín MARK!
Esat Mala (Vllaznia)
Þetta er högg Heimamenn keyra í skyndisókn, þrír á þrjá, Mala gerir þetta bara sjálfur, fer í skotið sem fer í Svein Gísla og þaðan í bláhornið, ekkert við Ingvar að sakast.
73. mín
Heimamenn keyra í skyndisókn, boltinn á Bismark Charles sem lætur vaða fyrir utan teig en Ingvar ver.
72. mín
Inn:Atli Þór Jónasson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
71. mín
Inn:Óskar Borgþórsson (Víkingur R.) Út:Daníel Hafsteinsson (Víkingur R.)
Lýsandinn hélt að Óskar væri fimmtán ára Erlendur lýsandi leiksins í rugli. Óskar er í treyju númer 19, en var skráður upphaflega í treyju númer 36. Lýsandinn hélt að Óskar væri Þorri Ingólfsson, sem er vissulega fæddur 2009 og skráður númer nítján í Evrópuhóp Víkings.

Lýsandinn lýsti því yfir að mikið efni væri að koma inn á þegar Óskar kom inn á, en hann laug nú ekkert um það.
67. mín MARK!
Melos Bajrami (Vllaznia)
Varamaðurinn jafnar! Nánast alveg eins og mark Víkinga!

Boltinn á fjær eftir hornspyrnu og Bajarmi galopinn, skallar boltann inn af stuttu færi.

Hakan fór ekki í gólfið þegar þeir skoruðu, voru búnir að ógna þessu.
65. mín
Nú þurfa Víkingar að vakna Heimamenn mun betri síðustu mínútur, banka fastar og fastar...
63. mín
Heimamenn í góðu færi! Bekim Balaj, snýr vel á Ekroth í teignum og skýtur rétt framhjá marki Víkinga.
58. mín
Markvörður Vllaznia með skottilraun! Markmaður heimamanna á kröftuga spyrnu frá sínum eigin vallarhelmingi, boltinn skoppar í teig Víkinga og yfir markið.

54. mín
Heimamenn ógna Vllaznia fær hornspyrnu, en Víkingar skalla frá. Þeir koma boltanum aftur fyrir á Balaj sem hittir ekki boltann. Gjini nær þá til knattarins en er flaggaður rangstæður.

Fyrsta sinn sem þeir ógna af einhverju viti.
50. mín
Mark Víkinga
49. mín
SLÁIN! Helgi Guðjónsson með frábært skot fyrir utan teig og boltinn hafnar í þverslánni. Þetta hefði verið eitthvað!
48. mín
Heimamenn taka hornspyrnu, boltinn kemur á fjærsvæðið. Sóknarmaður Vllaznia tekur boltann niður og reynir að gefa fyrir en Ingvar gerir vel og grípur sendinguna.
47. mín
Hörður Ágústsson myndar á leiknum
Mynd: Hörður Ágústsson

Mynd: Hörður Ágústsson

Mynd: Hörður Ágústsson

46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Víkingar hefja þennan síðari hálfleik.
46. mín
Inn:Ensar Tafili (Vllaznia) Út:Eslit Sala (Vllaznia)
Tvöföld breyting heimamanna í hálfleik
46. mín
Inn:Melos Bajrami (Vllaznia) Út:Arsid Kruja (Vllaznia)
45. mín
Miðað við gang leiksins þá er margt vitlausara en að taka að Víkingar skori næsta mark en stuðullinn á því er um 2.40.
45. mín
Hálfleikur
Víkingar leiða í hálfleik! Víkingar leiða sanngjarnt, með góðu marki frá Karli Friðleifi. Albanarnir eru ekki búið að skapa sér nein færi af viti.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við.
45. mín
Valdimar í góðu færi! Víkingar keyra upp í skyndisókn Valdimar Þór kominn í afbragðsstöðu í vítateig heimamanna, en skot hans fer framhjá.
44. mín
Vllaznia-menn heimta vítaspyrnu Mala, sóknarmaður Vllaznia fellur við í teig Víkinga og heimtar vítaspyrnu, en ekkert í þessu. Missir bara jafnvægið, hárrétt að sleppa þessu.
42. mín
Heimamenn meira með boltann síðustu mínútur, en ná ekki að skapa sér nein almennileg færi.
38. mín Gult spjald: Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
Fer harkalega í Kruja og uppsker gult spjald að launum.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
36. mín
Lítið að frétta þessa stundina.
27. mín
Víkingar með yfirhöndina Víkingar hafa verið mun betra liðið hingað til og með stjórn á leiknum, heimamenn hafa lítið ógnað.
26. mín
Víkingar fá hornspyrnu eftir góða sókn. Gylfi tekur, en spyrnan yfir allan pakkann og aftur fyrir endalínu.
22. mín
Víkingur fær hornspyrnu, sem gestirnir koma frá.
21. mín
Gestirnir fá aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu, boltinn berst á Elmando Gjini sem skallar á markið en Ingvar ver örugglega.
18. mín
Víkingar keyra upp í skyndisókn eftir hornið, boltinn kemur fyrir á Helga sem er í dauðafæri en skot hans fer yfir.

Flaggið fer á loft í kjölfarið, sem hlýtur að hafa verið léttir fyrir Helga sem hefði átt að skora þarna.
17. mín
Heimamenn fá hornspyrnu, slök útfærsla og Víkingar ná boltanum.
10. mín MARK!
Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Gylfi Þór Sigurðsson
STANGAR HANN Í NETIÐ! Gylfi með frábæra hornspyrnu á fjærsvæðið, þar nær Karl Friðleifur að rífa sig lausan og stangar boltann í þaknetið!

Þvílík byrjun Víkinga!
8. mín
Alhvítir Víkingar Víkingar huggulegir í kvöld, leika í alhvítum búningum með engum auglýsingum og rauðum númerum.

Gæti vel verið að þetta séu æfingatreyjur Víkings, en á X-síðu félagsins var greint frá því að búningataska liðsins hafi lent í skakkaföllum.

Heimamenn í Vllaznia leika í rauðbláum búningum, minnir á Genoa.
5. mín
Bismark Charles með fast skot við vítateig og Ingvar blakar boltanum yfir markið. Heimamenn fá fyrstu hornspyrnu leiksins.
4. mín
Víkingar í afbragðsfæri! Nikolaj Hansen fær fyrirgjöf frá hægri, í afbragðsstöðu en skalli hans beint á Jukaj, markvörð gestanna. Nikolaj eflaust svekktur með sig, hefði átt að gera betur.
2. mín
Gestirnir með skot utan af velli, en boltinn hátt yfir mark Víkinga, engin hætta.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað Heimamenn hefja leik.
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar, nú styttist í þetta.
Fyrir leik
Leikurinn sýndur í streymi á Solidsport Stuðst verður við útsendingu Solidsport við textalýsingu á leiknum.

Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi - Sölvi gerir tvær breytingar Sölvi Geir Ottesen gerir tvær breytingar á liði sínu frá 1-2 tapi gegn Val síðastliðinn sunnudag.

Inn í byrjunarliðið koma þeir Sveinn Gísli Þorkelsson og Helgi Guðjónsson. Á bekkinn sitjast þeir Davíð Örn Atlason og Róbert Orri Þorkelsson.

Þeir Matthías Vilhjálmsson, Stígur Diljan Þórðarson, Gunnar Vatnhamar og Daði Berg Jónsson fóru ekki með liðinu til Albaníu, en þeir eru allir að glíma við meiðsli.

Mynd: Víkingur/Hörður Ágústsson
Fyrir leik
Sölvi Geir: Ég hef séð það svartara Fótbolti.net ræddi við Sölva Geir Ottesen, þjálfara Víkings, fyrir æfingu liðsins í gærkvöldi.

„Ferðalagið var ágætt, flestallir flugu á mánudaginn, stoppað í Róm, flogið yfir til Svartfjallalands og tekin stutt rútuferð yfir til Albaníu, ég hef séð það svartara," segir Sölvi Geir.

„Þetta lið lenti í 2. sæti deildarinnar í fyrra, tveimur stigum á eftir Egnatia (sem Breiðablik sló út í forkeppni Meistaradeildarinnar). Þeir eru búnir að skipta um þjálfara og mér finnst eins og leikstíllinn hafi aðeins breyst. Þeir voru ekki mikið með boltann, tölfræðin gaf manni það að þeir hafi ekki verið mikið í pressu, en í þeim leikjum sem ég hef séð þá hafa þeir meira stigið upp og pressað andstæðinginn. Þeir spila með vængbakverði og tvo stóra og stæðilega framherja. Þetta lið lítur vel út og það má búast við hörkuviðureign á móti þeim."

„Við æfum seint (í gærkvöldi) og það er aðeins kaldara á þeim tíma heldur en yfir daginn, sem er mjög jákvætt, því það er mjög heitt hérna úti. Það fór mest upp í 40 stiga hita."

„Þetta verður erfiður andstæðingur, það eru góðir einstaklingar í liðinu. Við erum spenntir að fara mæta þeim og bera okkur saman við þá,"
segir þjálfarinn.

Valur sló út Vllaznia í 1. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni í fyrra. Fyrri leikurinn fór 2-2 á Hlíðarenda og Valur vann leikinn í Albaníu 4-0.

Fyrir fram, sérðu fyrir þér sitthvora sviðsmyndina úti í Albaníu og heima á Víkingsvelli, telur þú að það sé mikill munur á þeim heima og úti?

„Það er alltaf munur að spila erlendis, það eru flug og öðruvísi vallaraðstæður og svoleiðis. Það er venjulegt gras á vellinum hérna úti sem við erum ekki vanir. Leikmyndin gæti orðið öðruvísi, en við stefnum samt á að ná stjórn á leiknum og spila okkar leik á grasinu. Við erum vanari aðstæðunum heima, það gæti spilað inn í, en við ætlum að reyna spila okkar leik."

„Við þurfum að sinna grundvallaratriðunum, ég er búinn að vera mjög sáttur með það í síðustu leikjum. Við gerum þetta saman, allir að berjast fyrir hvorn annan og erum vel skipulagðir í okkar pressu. Við þurfum aðeins að skerpa á tæknilegum hlutum, erum oft að komast í góðar stöður þar sem hægt er að taka aðeins betri ákvarðanir. Mér finnst hafa verið góður stígandi í okkar leik. Við þurfum að halda áfram að vera jákvæðir. Þrátt fyrir leiðinleg úrslit í síðasta leik (gegn Val), þá erum við bara jákvæðir með hvernig okkur er búið að ganga og hvernig leikurinn okkar er að þróast, finnst það vera í rétta átt,"
segir Sölvi Geir.

   24.07.2025 12:45
Sölvi Geir: Ég hef séð það svartara
Fyrir leik
Búningatöskur Víkinga ævintýragjarnar
Fyrir leik
Evrópuóðir Víkingar Víkingar gerðu garðinn frægan með hetjulegri frammistöðu sinni í Sambandsdeildinni í fyrra.

Liðið komst alla leið í umspil um að komast í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar, þar sem þeir töpuðu naumlega gegn Panathinaikos.

Nú nýlega mættu þeir liðinu Malisheva frá Kósovó, þar sem þeir héldu til sýningar og unnu átta marka sigur, um er að ræða stærsta sigur í sögu íslensks liðs í Evrópukeppni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Vllazníumenn ekki allir þar sem þeir eru séðir Valur mætti Vllaznia í forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra og unnu viðureignina sannfærandi, samanlagt 2-6.

Verulegur hiti var í viðureign liðanna í fyrra, en kastaði meðal annars stjórnarmaður albanska liðsins flösku úr stúkunni í átt að dómaranum.

Þá hræktu jafnframt einhverjir úr stuðningsmannahópi gestanna á dómarateymið þegar það gekk af velli auk þess sem forseti og framkvæmdastjóri albanska félagsins eru sagðir hafa hótað stjórnarmönnum Vals lífláti.

Mynd: Skjáskot/Valur
Fyrir leik
EuroVikes í Albaníu Heilir og sælir lesendur góðir, verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Víkings og albanska liðsins Vllaznia í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Mynd: Víkingur

Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson
11. Daníel Hafsteinsson ('71)
20. Tarik Ibrahimagic ('82)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('82)
23. Nikolaj Hansen ('72)
25. Valdimar Þór Ingimundarson
32. Gylfi Þór Sigurðsson
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
8. Viktor Örlygur Andrason
10. Pablo Punyed ('82)
12. Ali Basem Almosawe
15. Róbert Orri Þorkelsson
17. Atli Þór Jónasson ('72)
24. Davíð Örn Atlason ('82)
36. Óskar Borgþórsson ('71)
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Sölvi Ottesen (Þ)
Viktor Bjarki Arnarsson
Aron Baldvin Þórðarson
Brynjar Björn Gunnarsson

Gul spjöld:
Valdimar Þór Ingimundarson ('38)
Sveinn Gísli Þorkelsson ('87)

Rauð spjöld: