Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
   mið 23. júlí 2025 21:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sölvi Geir: Valdi brosir og það eru engar líkur á að við seljum hann
Valdimar er 26 ára sóknarmaður sem hefur skorað þrjú mörk á tímabilinu.
Valdimar er 26 ára sóknarmaður sem hefur skorað þrjú mörk á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég lít bara á hvað menn gefa af sér á æfingasvæðinu og í leikjunum, og ég er mjög sáttur með það sem Valdi er búinn að gefa frá sér'
'Ég lít bara á hvað menn gefa af sér á æfingasvæðinu og í leikjunum, og ég er mjög sáttur með það sem Valdi er búinn að gefa frá sér'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á mánudag sagði 433 frá því að Víkingur hefði hafnað tveimur tilboðum frá Val í Valdimar Þór Ingimundarson. Í greininni kom fram að Valdimar hefði áhuga á því að fara til Vals. Valdimar er lykilmaður í liði Víkings.

Fótbolti.net ræddi við Sölva Geir Ottesen, þjálfara Víkings, fyrir æfingu Víkings í dag og var hann spurður út í Valdimar.

Hvernig horfa þessar fréttir við þér, hvernig finnst þér hann hafa verið á þessu tímabili og heldur þú að það séu einhverjar líkur á að þið seljið hann?

„Nei, ég tel engar líkur á að við seljum hann. Valdimar er einn af betri leikmönnum deildarinnar, þannig það kemur ekkert á óvart að lið bjóði í hann. Það er allt saman á borðinu hjá Kára, en ég veit það að Valdi er ánægður hérna og við erum ánægðir með Valda. Það er því voða lítið um það að segja, hann er ekki að fara neitt frá okkur," segir Sölvi.

Það var sagt frá því í frétt 433 að Valdimar væri opinn fyrir því að fara til Vals, og því líklega ekki fullkomlega sáttur hjá Víkingi, er það rétt, miðað við hvernig þú upplifir þetta?

„Valdi er bara eins og hann er alltaf, glaður og brosir á æfingum, leggur sig allan fram fyrir liðið. Ég sé enga breytingu á Valda þrátt fyrir þessar sögusagnir um hann. Ég lít bara á hvað menn gefa af sér á æfingasvæðinu og í leikjunum, og ég er mjög sáttur með það sem Valdi er búinn að gefa frá sér," segir Sölvi.

Víkingur mætir albanska liðinu Vllaznia ytra á morgun. Leikurinn er liður í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni og hefst leikurinn á morgun klukkan 18:45 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner
banner