Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Besta-deild karla
Breiðablik
LL 4
5
FH
Besta-deild karla
ÍA
LL 0
1
Víkingur R.
Besta-deild karla
Afturelding
LL 3
3
KA
Lengjudeild karla
ÍR
LL 0
1
Þór
Lengjudeild karla
Völsungur
LL 1
2
Leiknir R.
Breiðablik
4
5
FH
Davíð Ingvarsson '25 1-0
1-1 Kristján Flóki Finnbogason '32
Davíð Ingvarsson '36 2-1
2-2 Björn Daníel Sverrisson '47
2-3 Bragi Karl Bjarkason '55
2-4 Bragi Karl Bjarkason '58
2-5 Sigurður Bjartur Hallsson '66
Kristófer Ingi Kristinsson '84 3-5
Ásgeir Helgi Orrason '89 4-5
17.08.2025  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
6. Arnór Gauti Jónsson
10. Kristinn Steindórsson ('63) ('70)
11. Aron Bjarnason
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
18. Davíð Ingvarsson ('63)
21. Viktor Örn Margeirsson (f)
29. Gabríel Snær Hallsson
44. Damir Muminovic ('63)
77. Tobias Thomsen ('63)
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson
8. Viktor Karl Einarsson ('70)
9. Óli Valur Ómarsson ('63)
19. Kristinn Jónsson ('63)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('63)
26. Alekss Kotlevs
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
99. Guðmundur Magnússon ('63)
- Meðalaldur 26 ár

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Brynjar Dagur Sighvatsson

Gul spjöld:
Kristófer Ingi Kristinsson ('74)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Dramatík! Spyrnan kemur inn á teiginn sem Gummi Magg sýnist mér skallar á markið en Rosenörn grípur boltann og Twana flautar síðan leikinn af.

Alvöru veisla þessi leikur!
94. mín
Blikar að fá horn!!!
93. mín
Boltinn dettur inn á teig FH, það myndast mikið klafs inni á teignum og Blikar vilja hendi víti en fá ekkert.
92. mín
Inn:Bjarni Guðjón Brynjólfsson (FH) Út:Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
90. mín
+4 mínútur í uppbót Nægur tími til stefnu en Dóri eitthvað ósáttur með uppbótartímann.
89. mín MARK!
Ásgeir Helgi Orrason (Breiðablik)
Stoðsending: Kristinn Jónsson
Við erum að sigla inn í rosalegan uppbótartíma! Kiddi feikar á vinstri og kemur með fyrirgjöfina með hægri inn á teiginn. Hann finnur pönnuna á Ásgeiri sem skallar boltann í netið.

Hvaða þvælu leikur er þetta?!
88. mín Gult spjald: Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
Brýtur og er eitthvað fyrir spyrnumanninum, fær réttilega spjald.
84. mín MARK!
Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
Erum við með leik? Kristófer fær boltann inn á teignum og klárar í netið. Rosenörn ver en nær ekki að verja þetta almennilega.

Við erum með leik hérna!
82. mín
Blikar liggja á FH-ingum á þessa stundina eins og kannski búist var við.
76. mín
Inn:Grétar Snær Gunnarsson (FH) Út:Björn Daníel Sverrisson (FH)
Anton Freyr Jónsson
76. mín
Inn:Jóhann Ægir Arnarsson (FH) Út:Tómas Orri Róbertsson (FH)
Anton Freyr Jónsson
74. mín Gult spjald: Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
Anton Freyr Jónsson
72. mín
FH setur boltann í netið Björn Daníel fær boltann við vítateigslínuna og klárar færið en markið dæmt af, boltinn líklega farinn útaf.
Anton Freyr Jónsson
70. mín
Inn:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Anton Freyr Jónsson
66. mín MARK!
Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
Stoðsending: Birkir Valur Jónsson
ÉG SKAL SEGJA YKKUR ÞAÐ Birkir Valur fær boltann út til vinstri og á frábæran bolta inn á Sigurð Bjart sem stýrir boltanum frábærlega í netið.

Þvílíkur seinni hálfleikur hjá FH
Anton Freyr Jónsson
65. mín
Blikar eru slegnir Frábær byrjun á síðari hálfleiknum hjá FH og Blikar eru bara slegnir.

FH líklegri til að bæta við ef eitthvað er.
Anton Freyr Jónsson
63. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (Breiðablik) Út:Tobias Thomsen (Breiðablik)
63. mín
Inn:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
63. mín
Inn:Kristinn Jónsson (Breiðablik) Út:Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
63. mín
Inn:Óli Valur Ómarsson (Breiðablik) Út:Damir Muminovic (Breiðablik)
61. mín
Velkominn til leiks Bragi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

58. mín MARK!
Bragi Karl Bjarkason (FH)
BRAGI KARL ER Í STUÐI! Þessi innkoma hjá stráknum!

Langur bolti sem kemur inn á teig Blika, boltinn á viðkomu í varnarmanni Blika áður en Bragi kemst í boltann og setur hann í netið framhjá Antoni.

Bragi Karl er bara að ganga frá Blikum hérna. Nýkominn inn á og er búinn að setja tvö góð mörk. Hvað gera Blikar?
55. mín MARK!
Bragi Karl Bjarkason (FH)
BRAGI KARL BJARKASON! Bragi að skora sitt fyrsta deildarmark fyrir FH!

Böðvar fær boltann inni á vítateignum og kemur með boltann inn á teiginn þar sem Bragi Karl er mættur og skorar með sinni fyrstu snertingu.

Þetta kallar maður alvöru innkomu hjá Braga.
54. mín
Inn:Bragi Karl Bjarkason (FH) Út:Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Bragi Karl er mættur til leiks
51. mín
Blikar verjast þessari spyrnu vel en sóknarpressa FH heldur áfram.
51. mín
FH að fá hornspyrnu!
47. mín MARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Þessi leikur! Frábært svar hjá FH!

Frábær fyrirgjöf inn á teiginn frá Kjartani Kára sem er búinn að vera arkitektinn að báðum mörkum FH. Björn Daníel stekkur manna hæst og stangar boltann í netið.

FH-ingar í stuði.
46. mín
Seinni hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Blikar leiða í hálfleik Blikar leiða í hálfleik. FH var ofan á til þess að byrja með og hafa líklega heilt yfir átt fleiri sénsa að skora en Blikar leiða í hálfleik.
45. mín
+2 Kjartan Kári tekur spyrnuna inn á teiginn sem Anton Ari gerir frábærlega í að kýla frá.

Boltinn fer svo í aðra hornspyrnu en uppbótartíminn var löngu liðinn og Twana gerir bara rétt í að flauta til hálfleiks að mínu mati.
45. mín
+1 - FH fær horn
45. mín
+1 í uppbótartíma
45. mín
Uppalinn FH-ingur Davíð Ingvarsson er uppalinn í Krikanum og er núna búinn að skora tvö mörk fyrir Breiðablik gegn uppeldisfélaginu. Spurning hvort hann nái að setja þrennu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

41. mín
Leikurinn róast Eftir þennan fjöruga markakafla hefur leikurinn aðeins róast finnst manni. Varnarleikur beggja liða ekki verið til útflutnings í fyrri hálfleiknum en báðar varnirnar virðast vera að vinna sig inn í leikinn núna.
36. mín MARK!
Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
Stoðsending: Damir Muminovic
Blikar leiða aftur! Damir með gjörsamlega frábæra sendingu í gegnum vörn FH sem Davíð kemst í. Hann nær skotinu á markið sem Rosenörn nær að setja hendurnar í og það hægir ferðina á boltanum. Birkir Valur hleypur að línunni og reynir að bjarga þessu en sparkar boltann í netið við pressu Davíðs.

Þetta verður örrugglega skráð sem sjálfsmark en ég gef Davíð þetta, boltinn var á leiðinni á markið.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
32. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Stoðsending: Kjartan Kári Halldórsson
FH-INGAR JAFNA! Kjartan Kári kemur með sendingu inn á teiginn, inn fyrir vörn Blika, sem Kristján nær til og potar boltanum framhjá Antoni. Spurning hvort Kristján hafi náð að snerta boltann en ég gef honum þetta.

En hvar var vörn Blika þarna? Varnarleikur Blika búinn að vera úti á túni þessar upphafsmínútur, bæði á og án boltans.
25. mín MARK!
Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
Stoðsending: Kristinn Steindórsson
BLIKAR LEIÐA! Frábær fyrirgjöf hjá Kristni Steindórssyni inn á teiginn sem Davíð Ingvars gerir frábærlega í að klára.

Mögulega gegn gangi leiksins? Blikum er allavegana alveg sama, frábært mark.
24. mín
Sigurður aftur að ógna Langur bolti upp völlinn sem Sigurður Bjartur skallar með ansi góðum krafti á markið. Anton var staðsettur frekar framarlega í markinu en hann nær að bakka og handsama boltann.
22. mín
FH-ingar ofan á Staðan í skotum í leiknum er Breiðablik 3-6 FH. FH-ingar miklu líklegri að taka forystuna þessar upphafsmínútur.
21. mín
FH í góðu færi Frábært spil FH-inga sem endar með skoti Sigurðar við vítateigslínuna á markið sem Anton ver.
15. mín
Blikar í allskonar veseni! Fáranleg sending hjá Ágústi Orra til baka á Anton Ara. Boltinn skoppar við vítateigs línuna og Anton er mættur til þess að hreinsa en Sigurður Bjartur er á undan honum í boltann. Siggi kemst framhjá Antoni og reynir að setja hann í tómt markið en hann var kominn í alltof þröngt færi og setur boltann ofan á þverslána.

Blikar stálheppnir þessar upphafsmínútur.
14. mín
FH í hörkufæri Kjartan Kári keyrir inn á teiginn og kemur með boltann yfir á Björn Daníel sem tekur skotið á markið en Anton Ari gerir vel í að verja áður en Blikar hreinsa frá.
12. mín
Birkir Valur keyrir inn á teiginn og kemur með boltann inn á teiginn sem fer beint í lúkurnar á Antoni.
9. mín
Gjöf? FH hatar að spila á gervigrasi á meðan Blikar elska það. Epic býður okkur upp á stuðulinn 2.20 á að Breiðablik vinnur leikinn, ansi gott value í því ef þú spyrð mig.
5. mín
Rétt framhjá! Viktor Örn með galna sendingu til baka á Anton sem Kjartan Kári kemst fyrir og setur boltann rétt framhjá. Þetta var ekkert smá nálægt því.
5. mín
Blikar í hörkusókn og FH-ingar liggja niðri í nauðvörn í rúmlega hálfa mínútu og standa sóknarpressu Blika af sér.
1. mín
Leikur hafinn
Blikar byrja þetta í dag þegar Twana flautar leikinn í gang.

Góða skemmtun segi ég.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Það eru fimm breytingar á liði Breiðabliks eftir tapið gegn Zrinjski Mostar í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Höskuldur Gunnlaugsson, Viktor Karl Einarsson, Óli Valur Ómarsson og Kristinn Jónsson setjast á bekkinn og Valgeir Valgeirsson er ekki í hópnum. Arnór Gauti Jónsson, Kristinn Steindórsson, Aron Bjarnason, Davíð Ingvarsson og Gabríel Snær Hallsson koma inn í liðið.

Dagur Örn Fjeldsted og Einar Karl Ingvarsson detta út úr liði FH eftir sigur gegn ÍA í síðustu umferð. Tómas Orri Róbertsson og Kristján Flóki Finnbogason koma inn í liðið. Heimir Guðjónsson tekur út leikbann og Kjartan Henry Finnbogason stýrir því liðinu í kvöld.
Fyrir leik
Einar Freyr spáir í spilin Einar Freyr Halldórsson, leikmaður Þórs í Lengjudeildinni, er spámaður umferðarinnar í Bestu deildinni. Hann spáir nokkuð öruggum heimasigri.

Breiðablik 3 - 1 FH (19:15 í dag)
Blikar komast 2-0 yfir snemma, Sigurður Bjartur minnkar muninn en Ágúst Orri klárar þetta fyrir Blikana.

Fyrir leik
Twana á flautunni Twana Khalid Ahmed er dómari leiksins í dag.

Bergur Daði Ágústsson og Antoníus Bjarki Halldórsson aðstoða hann og Þorfinnur Gústaf Þorfinsson er skiltadómari. Oddur Helgi Guðmundsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Staðan í deildinni og fyrri leikir - FH ekki sótt stig á gervigrasi Breiðablik er fyrir leiki kvöldsins í 3. sæti, með jafnmörg stig og Víkingur í 2. sætinu og fimm stigum frá toppliði Vals. Stjarnan er svo stigi á eftir í 4. sætinu eftir sigurinn gegn Vestra fyrr í dag.

FH er í 8. sæti með 22 stig, þremur stigum minna en Fram í 6. sætinu en með betri markatölu og getur því komist upp í efri hlutann með sigri. ÍBV er í 7. sætinu með 24 stig eftir sigurinn á Val í dag. FH er tveimur stigum frá fallsæti og sex stigum fyrir ofan botnlið ÍA fyrir leiki dagsins.

Breiðablik tapaði 1-2 gegn Zrinjski Mostar á fimmtudag og féll með því úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar. Breiðablik mun spila í umspili um sæti í Sambandsdeildi næstu tvo fimmtudaga. Liðið mætir þar AC Virtus frá San Marínó. Breiðablik tapaði líka 2-1 síðasta sunnudag þegar liðið mætti Val.

FH vann 3-2 endurkomusigur gegn ÍA síðasta sunnudag. Sigurður Bjartur Hallsson (2) og Ísak Óli Ólafsson skoruðu mörk FH í þeim leik. Heimir Guðjónsson fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik og verður því í leikbanni í dag.

Fyrri leikur þessara liða endaði með 2-0 sigri FH í Kaplakrika.

FH hefur til þessa ekki sótt eitt einasta stig á gervigrasi, og það er gervigras á Kópavogsvelli.
Fyrir leik
Tækifæri fyrir bæði lið Gestirnir úr Hafnarfirði sjá tækifæri í því að komast upp í efri hlutann með sigri. Blikar sjá svo dauðafæri á því að komast nær toppliði Vals. Munurinn á liðunum eru fimm stig, en Valsarar töpuðu gegn ÍBV í Eyjum í dag.
Fyrir leik
Velkomin á Kópavogsvöll Góða kvöldið lesendur góðir og veriði velkomnir á leik Breiðabliks og FH í 19. umferð Bestu deildarinnar.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram á Kópavogsvelli, heimavelli Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
2. Birkir Valur Jónsson
4. Ahmad Faqa
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson ('92)
10. Björn Daníel Sverrisson (f) ('76)
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ísak Óli Ólafsson
23. Tómas Orri Róbertsson ('76)
37. Baldur Kári Helgason
45. Kristján Flóki Finnbogason ('54)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson ('76)
11. Bragi Karl Bjarkason ('54)
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('92)
18. Einar Karl Ingvarsson
27. Jóhann Ægir Arnarsson ('76)
34. Óttar Uni Steinbjörnsson
35. Allan Purisevic
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Kjartan Henry Finnbogason (Þ)
Emil Pálsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Brynjar Sigþórsson
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Sigurður Bjartur Hallsson ('88)

Rauð spjöld: