Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
Lengjudeild karla
Keflavík
6' 0
0
Völsungur
Lengjudeild karla
Þór
47' 2
0
Njarðvík
Lengjudeild karla
Leiknir R.
LL 1
1
ÍR
Lengjudeild karla
Grindavík
LL 0
4
Fylkir
Lengjudeild karla
Fjölnir
LL 1
5
HK
Lengjudeild karla
Þróttur R.
LL 2
1
Selfoss
Fjölnir
1
5
HK
0-1 Karl Ágúst Karlsson '11
Árni Steinn Sigursteinsson '16 1-1
1-2 Jóhann Þór Arnarsson '36 , víti
1-3 Þorsteinn Aron Antonsson '76
1-4 Dagur Ingi Axelsson '78
1-5 Dagur Ingi Axelsson '82
23.08.2025  -  14:00
Egilshöll
Lengjudeild karla
Dómari: Pétur Guðmundsson
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
8. Orri Þórhallsson (f)
9. Árni Steinn Sigursteinsson ('81)
10. Kristófer Dagur Arnarsson
11. Bjarni Þór Hafstein ('81)
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
20. Egill Otti Vilhjálmsson ('67)
23. Hilmar Elís Hilmarsson ('81)
26. Einar Örn Harðarson
27. Sölvi Sigmarsson
30. Laurits Nörby
- Meðalaldur 23 ár

Varamenn:
13. Snorri Þór Stefánsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson ('81)
6. Árni Elvar Árnason ('81)
7. Óskar Dagur Jónasson ('67)
16. Mikael Breki Jörgensson
18. Þorkell Kári Jóhannsson ('81)
19. Jón Kristinn Ingason
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Gunnar Már Guðmundsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Ásgeir Frank Ásgeirsson
Kristinn Þór Guðmundsson

Gul spjöld:
Gunnar Már Guðmundsson ('35)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
HK-ingar sigra! HK-ingar sigla sigrinum þægilega heim, öruggur sigur HK.

Viðtöl og skýrsla innan skams.
91. mín
Tumi Þorvarsson í frábæru færi, einn gegn markverði, en setur boltann yfir markið.
87. mín
Dagur hótar þrennunni Gestirnir fá hornspyrnu, boltinn á fjær á Dag Inga sem á skot sem fer í varnarmann.
82. mín MARK!
Dagur Ingi Axelsson (HK)
Stoðsending: Bart Kooistra
Fjölnismenn steinliggja! Bart Kooistra þræðir Dag Inga í gegn sem hamrar boltanum í nærhornið einn gegn markverði.

Degi var skipt á hægri kantinn fyrir um fimmtán mínútum og er búinn að leika á alls oddi síðan þá. Heldur betur að gera sig gildandi gegn uppeldisklúbbnum.
81. mín
Inn:Brynjar Gauti Guðjónsson (Fjölnir) Út:Hilmar Elís Hilmarsson (Fjölnir)
81. mín
Inn:Árni Elvar Árnason (Fjölnir) Út:Bjarni Þór Hafstein (Fjölnir)
81. mín
Inn:Þorkell Kári Jóhannsson (Fjölnir) Út:Árni Steinn Sigursteinsson (Fjölnir)
78. mín MARK!
Dagur Ingi Axelsson (HK)
Stoðsending: Arnþór Ari Atlason
Léttleikandi HK-ingar komnir í gang! Frábært samspil Dags Inga og Arnþórs Ara!

Arnþór lyftir boltanum í gegnum vörn Fjölnis á Dag Inga sem klárar snyrtilega einn gegn markverði.
76. mín MARK!
Þorsteinn Aron Antonsson (HK)
Stoðsending: Dagur Ingi Axelsson
HK-ingar bæta við! HK fær hornspyrnu, Dagur Ingi setur boltann á miðjan teiginn. Þar rís Þorsteinn Aron manna hæst og stangar boltann í netið!
74. mín
Inn:Eiður Atli Rúnarsson (HK) Út:Jóhann Þór Arnarsson (HK)
HK-ingar þétta raðirnar.
69. mín
Tumi Þorvarsson með skot úr þröngri stöðu, sem Sigurjón Daði, markvörður Fjölnis, ver vel.
67. mín
Inn:Kári Gautason (HK) Út:Karl Ágúst Karlsson (HK)
67. mín
Inn:Bart Kooistra (HK) Út:Dagur Orri Garðarsson (HK)
67. mín
Inn:Óskar Dagur Jónasson (Fjölnir) Út:Egill Otti Vilhjálmsson (Fjölnir)
65. mín
Karl Ágúst með skot af löngu færi sem Sigurjón ver örugglega í marki heimamanna.
62. mín
STÓRSÓKN HK! Arnþór Ari keyrir inn á teiginn, smellir boltanum í stöngina. Boltinn út á Tuma sem tekur viðstöðulaust skot sem Sigurjón Daði ver frábærlega. Því næst fer boltinn á Dag Orra sem setur boltann í netið, en flaggaður rangstæður!
60. mín
Inn:Brynjar Snær Pálsson (HK) Út:Magnús Arnar Pétursson (HK)
60. mín
Inn:Tumi Þorvarsson (HK) Út:Þorvaldur Smári Jónsson (HK)
58. mín
Árni Steinn þræðir Kristófer Dag í gegn sem er í góðri stöðu en hamrar boltanum hátt yfir mark gestanna!
57. mín Gult spjald: Ívar Örn Jónsson (HK)
Ívar Örn fer í hressilega tæklingu á Egil Otta, en fer fyrst í boltann. Pétur dómari, dæmir engu að síður brot og gefur HK-ingnum spjald.
55. mín
Harkalega tekið á Degi Orra í teig Fjölnismanna og HK-ingar vilja vítaspyrnu. Ekkert dæmir Pétur, en Dagur Orri tekur sér smá tíma til að jafna sig.
53. mín
ÞVÍLÍK TÆKLING! Fjölnismenn sundurspila HK-inga, ná að leika á Ólaf Örn í marki HK og senda boltann á Egil Otta sem er að fara seta boltann í netið. Þá kemur Dagur Ingi til bjargar með frábærri tæklingu á síðustu stundu!
52. mín
Vilhjálmur Yngvi með hnitmiðaðan skalla úr þröngri stöðu en Ólafur Örn ver vel í marki HK.
49. mín
Frábær sókn HK! Jóhann Þór með frábæra sendingu í gegn á Karl Ágúst sem sker inn á völlinn. Hann finnur Jóhann aftur sem tekur viðstöðulaust skot sem Sigurjón Daði ver þó örugglega.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Loksins koma þeir gulklæddu út og er þeim fagnað vel úr stúkunni hér í Egilshöllinni.

HK-ingar hefja leik.
45. mín
Hvar er Fjölnisliðið? Einhver seinkun á Fjölnismönnum, allt HK-liðið löngu komið út, sem og Pétur dómari, en ekkert bólar á Fjölnismönnum.
45. mín
Hálfleikur
Lögregluvarðstjórinn flautar til hálfleiks. HK-ingar leiða, en leikurinn hefur verið nokkuð jafn hér fyrstu 45 mínúturnar.
42. mín
Beint í stellið! Haukur Leifur ætlar sér að hreinsa boltann, en þrumar boltanum þess í stað beint í miðsvæðið á Þorsteini Aroni, sem skiljanlega þarf smá tíma til að jafna sig.
36. mín Mark úr víti!
Jóhann Þór Arnarsson (HK)
ÖRUGGUR! HK-ingar leiða á ný!

Fast, út við stöng vinstra megin, aldrei í hættu.

35. mín
HK-ingar hóta fimmta markinu! Dagur Ingi með skot rétt framhjá úr teignum.
35. mín Gult spjald: Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
Gunnar virkilega ósáttur við vítadóminn! ,,Þetta er bara bull dómgæsla," segir þjálfari Fjölnis við lögregluvarðstjórann á flautunni. Vægast sagt ósáttur við vítadóminn og fær gult spjald.
34. mín
HK FÆR VÍTI! Sigurjón Daði keyrir í Jóhann Þór sem fellur við í teignum. Pétur bendir á punktinn, réttilega að mínu mati.
31. mín
Árni Steinn fellur við í teignum og óskar eftir vítaspyrnu. Ekkert dæmt, enda lítið í þessu.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Heimamenn hafa sótt í sig veðrið eftir jöfnunarmarkið og eru líklegri þessa stundina.
28. mín
FJÖLNISMENN Í DAUÐAFÆRI! Heimamenn með vel útfæra skyndisókn, færa boltann frá hægri til vinstri. Boltinn á Egill Otta við vítapunkt, en hann skýtur beint á Ólaf Örn, markvörð HK.
26. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað Fjölnismenn fá aukaspyrnu rétt fyrir utan D-bogann. Kristófer Dagur lætur vaða en Ólafur Örn ver örugglega í marki HK.
25. mín
Karl Ágúst sker inn á vinstri fótinn og lætur vaða fyrir utan teig, Sigurjón Daði þó í litlum vandræðum og ver tilraunina örugglega.

Karl verið sprækur hér í upphafi leiks.
24. mín
Jóhann Þór með gott skot sem Sigurjón Daði ver vel í marki Fjölnis.
19. mín
BJARNI HAFSTEIN! Fjölnismenn hóta að taka forystuna.

Bjarni Þór neð skot úr teignum, fer í varnarmann og fær hann aftur í enn betri stöðu. Í þetta sinn setur hann boltann í hliðarnetið að utanverðu.

Bjarni eflaust svekktur með að hafa ekki nýtt þetta afbragðsfæri.
16. mín MARK!
Árni Steinn Sigursteinsson (Fjölnir)
KLAUFAGANGUR Í VÖRN HK-INGA! Þetta var gjöf, kom upp úr engu.

Dagur Ingi (sýnist mér) gefur beint á Árna Stein úr vörn HK, og Árni setur boltann í autt netið.
15. mín
Góð varsla Óla! Hilmar Elís með frábært skot af löngu færi sem Ólafur Örn, oft kallaður Óli Neuer, ver vel í marki HK-inga.
14. mín
Bjarni Þór Hafstein leikur listir sínar á vinstri væng Fjölnismanna og uppsker hornspyrnu.
11. mín MARK!
Karl Ágúst Karlsson (HK)
HK LEIÐIR! HK-ingar taka hornspyrnuna stutt, Karl Ágúst keyrir inn á teiginn og tekur hnitmiðað skot með vinstri í nærhornið. Boltinn í gegnum pakkann og beint í netið!

Draumabyrjun HK-inga!
11. mín
Gestirnir fá fyrstu hornspyrnu leiksins.
10. mín
HK sterkara liðið hér fyrstu tíu mínúturnar.
6. mín
Laurits Norby með kraftlítið skot af löngu færi sem fer framhjá marki gestanna.
4. mín
HK-INGAR ÓGNA! Dagur Ingi þræðir nafna sinn í gegn, Dagur Orri í frábærri stöðu og þrumar boltanum rétt yfir mark heimamanna. Þarna munaði litlu.
1. mín
Dagur Orri kemur sér strax í góða stöðu og lætur vaða, en Sigurjón Daði, markvörður Fjölnis, sér við honum.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Heimamenn hefja leik.
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar, Kristmundur Axel í græjunum, nú styttist í að þetta hefjist!
Fyrir leik
Hemmi og Aron Kristófer í leikbanni Hermann Hreiðarsson, þjálfari HK, og Aron Kristófer Lárusson, varnarmaður HK, verða báðir uppi í stúku en þeir fengu sitthvort rauða spjaldið í síðasta leik HK.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Leikurinn er í beinni á Livey


 

Fyrir leik
Fjórir leikir eftir - Spennan í hámarki Það eru þrjár umferðir eftir í Lengjudeildin og mikil barátta er á báðum bógum deildarinnar. HK er í 5. sæti og í harðri baráttu um umspilssæti. Efsta liðið fer beint upp en liðin í 2. - 5. sæti fara í umrædda umspil sem endar með úrslitaleik á Laugardalsvelli. Fjölnir er í harðri fallbaráttu, liðið situr í ellefta sæti, en aðeins einu stigi frá öruggu sæti.


# - Lið - L - Mörk - Stig
1 - Njarðvík - 18 - +23 - 37
-----------------------------
2 - Þór - 18 - +17 - 36
3 - Þróttur R. - 18 - +8 - 35
4 - ÍR - 18 - +12 - 33
5 - HK - 18 - +8 - 31
-----------------------------
6 - Keflavík - 18 - +7 - 28
7 - Völsungur - 18 - -10 - 19
8 - Grindavík - 18 - -16 - 18
9 - Selfoss - 18 - -14 - 16
10 - Leiknir R. - 18 - -17 - 16
-----------------------------
11 - Fjölnir - 18 - -14 - 15
12 - Fylkir - 18 - -4 - 14

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Lögregluvarðstjórinn með flautuna Pétur, sem hefur verið einn besti dómari landsins um árabil, ætlaði að leggja flautuna á hilluna eftir síðasta tímabil en hætti við að hætta og er nú mættur aftur til leiks.

Honum til halds og trausts á sitthvorri hliðarlínunni verða þeir Bryngeir Valdimarsson og Ronnarong Wongmahadthai. Eftirlitsmaður leiksins er Björn Guðbjörnsson.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fjölnisvöllur talinn hættulegur Fjölnir mun spila síðustu þrjá heimaleiki sína inni í Egilshöll. Liðið spilaði fyrsta heimaleiki tímabilsins inni í Egilshöll en færði sig svo út á sinn heimavöll, Fjölnisvöllinn í Dalhúsum.

Ástæðan fyrir færslunni á heimaleikjum er ástand Fjölnisvallar, hann er metinn hættulegur. Birgir Örn Birgisson, rekstrarstjóri fótboltadeildar Fjölnis, segir völlinn ekki í leikhæfu ástandi.

„Það eru allir fljúgandi á hausinn og að meiðast á vellinum. Það var engin stemning fyrir því að gera þetta, en við sáum að þetta var farið að kosta okkur og valda okkur erfiðleikum á æfingum, ökklameiðsli og annað," segir Birgir sem segir að Fjölnir taki þessa ákvörðun.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Egilshöll heilsar! Heilir og sælir lesendur góðir verið velkomin í þráðbeina textalýsingu úr hitanum í Egilshöll, þar sem Fjölnir tekur á móti HK í 19. umferð Lengjudeildarinnar.

Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Byrjunarlið:
1. Ólafur Örn Ásgeirsson (m)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
7. Dagur Ingi Axelsson
8. Arnþór Ari Atlason (f)
9. Jóhann Þór Arnarsson ('74)
11. Dagur Orri Garðarsson ('67)
15. Haukur Leifur Eiríksson
21. Ívar Örn Jónsson
24. Magnús Arnar Pétursson ('60)
29. Karl Ágúst Karlsson ('67)
71. Þorvaldur Smári Jónsson ('60)
- Meðalaldur 23 ár

Varamenn:
14. Brynjar Snær Pálsson ('60)
16. Eiður Atli Rúnarsson ('74)
19. Atli Þór Gunnarsson
28. Tumi Þorvarsson ('60)
32. Kári Gautason ('67)
33. Hákon Ingi Jónsson
88. Bart Kooistra ('67)
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Halldór Geir Heiðarsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Atli Arnarson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Guðbjartur Halldór Ólafsson

Gul spjöld:
Ívar Örn Jónsson ('57)

Rauð spjöld: