Besta-deild kvenna
Tindastóll

18:00
0
0
0

Besta-deild kvenna
FH

18:00
0
0
0

Lengjudeild kvenna
KR

18:00
0
0
0


Virtus
0
0
Breiðablik

28.08.2025 - 19:00
Staðan eftir fyrri leik: 1-2
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Mykola Balakin (Úkraína)
Staðan eftir fyrri leik: 1-2
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Mykola Balakin (Úkraína)
Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Skoðum hvaða peningar eru undir hjá Breiðabliki í kvöld
28.08.2025 13:00
UTAN VALLAR: Hvað er undir hjá Breiðabliki í kvöld?
Fyrir leik
Úkraínskur Meistaradeildardómari
Dómari leiksins er hinn 36 ára Mykola Balakin frá Kænugarði í Úkraínu. Hann hefur verið að klifra upp listann hjá UEFA og dæmdi þrjá leiki í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili og í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Dómari leiksins er hinn 36 ára Mykola Balakin frá Kænugarði í Úkraínu. Hann hefur verið að klifra upp listann hjá UEFA og dæmdi þrjá leiki í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili og í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Fyrir leik
Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
„Miðað við stöðurnar og færin þá auðvitað verðum við að gera betur og skora fleiri mörk á heimavelli. Þetta var að einhverju leyti sjálfstraustleysi fyrir framan markið. Við erum með boltann í og við teiginn stóran hluta leiksins," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir fyrri leikinn.
Síður en svo er hægt að segja að Blikar séu komnir áfram þrátt fyrir sigurinn í fyrri leiknum. Virtus vann til að mynda 3-0 sigur gegn Milsami Orhei, meisturunum frá Moldóvu, í síðasta heimaleik sínum í Evrópu.
„Þeir fara með mikla trú í þennan leik, þetta er sama staða og þeir fóru með heim gegn liðinu frá Moldóvu seinast. Það er eins gott að við tökum þá alvarlega. Það voru kaflar í leiknum þar sem yfirburðir okkar voru miklir sóknarlega og hluti af liðinu mínu hélt bara að einhver myndi rétta þeim boltann og fara í næstu sókn í stað þess að fara upp í skallabolta og fara í návígi og vinna fyrir hlutunum. Það er eins gott að þetta verði klárt í leiknum í San Marínó."
Síður en svo er hægt að segja að Blikar séu komnir áfram þrátt fyrir sigurinn í fyrri leiknum. Virtus vann til að mynda 3-0 sigur gegn Milsami Orhei, meisturunum frá Moldóvu, í síðasta heimaleik sínum í Evrópu.
„Þeir fara með mikla trú í þennan leik, þetta er sama staða og þeir fóru með heim gegn liðinu frá Moldóvu seinast. Það er eins gott að við tökum þá alvarlega. Það voru kaflar í leiknum þar sem yfirburðir okkar voru miklir sóknarlega og hluti af liðinu mínu hélt bara að einhver myndi rétta þeim boltann og fara í næstu sókn í stað þess að fara upp í skallabolta og fara í návígi og vinna fyrir hlutunum. Það er eins gott að þetta verði klárt í leiknum í San Marínó."
21.08.2025 22:39
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
Fyrir leik
Það er bara skandall ef þeir klára þetta ekki
Rætt var um einvígið í útvarpsþættinum Fótbolti.net og þar var talað um að það yrði skandall ef Breiðablik klárar ekki verkefnið.
„Þetta Virtus lið... ég var að horfa á þetta heima. Ég hef aldrei hlegið jafnmikið yfir fótboltaleik. Leikmaður númer 45 hjá Virtus kann ekki að hlaupa. Ég hugsaði að þetta væri eins og að horfa á Boladeildina út á Leiknisvelli. Svo byrjar þetta og Blikar fá færi, en markvörðurinn ver frábærlega. Ég hugsaði að Blikarnir tækju þetta 5-0 eða 6-0. Svo kemst þetta lið frá San Marínó yfir," sagði Valur Gunnarsson en hann átti ekki orð yfir því að þetta lið hafi komist yfir gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli.
„Allan tímann var ég með í hausnum að þetta færi þá 5-1. Heyrðu, þeir spila þá bara sama leik þarna og maður hefur séð í sumar; á þriðja þriðjungi skora þeir bara ekki. Mörkin eru þannig að boltinn fer af varnarmanni og inn og víti sem á ekki að vera vítaspyrna. Þetta er á móti liði sem myndi ekki vinna 2. deildina," sagði Valur jafnframt.
„Þetta Virtus lið... ég var að horfa á þetta heima. Ég hef aldrei hlegið jafnmikið yfir fótboltaleik. Leikmaður númer 45 hjá Virtus kann ekki að hlaupa. Ég hugsaði að þetta væri eins og að horfa á Boladeildina út á Leiknisvelli. Svo byrjar þetta og Blikar fá færi, en markvörðurinn ver frábærlega. Ég hugsaði að Blikarnir tækju þetta 5-0 eða 6-0. Svo kemst þetta lið frá San Marínó yfir," sagði Valur Gunnarsson en hann átti ekki orð yfir því að þetta lið hafi komist yfir gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli.
„Allan tímann var ég með í hausnum að þetta færi þá 5-1. Heyrðu, þeir spila þá bara sama leik þarna og maður hefur séð í sumar; á þriðja þriðjungi skora þeir bara ekki. Mörkin eru þannig að boltinn fer af varnarmanni og inn og víti sem á ekki að vera vítaspyrna. Þetta er á móti liði sem myndi ekki vinna 2. deildina," sagði Valur jafnframt.
25.08.2025 14:40
„Ég hef aldrei hlegið jafnmikið yfir fótboltaleik"
Fyrir leik
Dómarinn
Mykola Balakin frá Úkraínu verður með flautuna í þessum leik, en honum til aðstoðar verða Oleksandr Berkut og Viktor Matyash. Þá verður Denys Shurman fjórði dómari á hliðarlínunni.
VAR teymið er einnig frá Úkraínu.
VAR teymið er einnig frá Úkraínu.

Fyrir leik
Gamlir kallar frá San Marínó
Aldurinn á Virtus liðinu hefur verið mikið til umræðu, enda eru þónokkrir leikmenn í þeirra liði komnir á háan fótbolta aldur. Leikmenn sem byrjuðu fyrri leikinn voru menn eins og Stefano Scappini, 37 ára framherji, Ivan Buonocunto 39 ára miðjumaður, Matteo Legittimo 36 ára hafsent, og Aron Giacomoni, 38 ára, var hliðina á honum í hafsentinum.
Fyrir leik
Breiðablik er yfir!
Fyrri leikur liðanna fór fram á Kópavogsvelli í síðustu viku þar sem Breiðablik vann 2-1. Virtus komst yfir úr vítaspyrnu áður en Valgeir Valgeirsson jafnaði metin, og Tobias Thomsen kom Breiðablik yfir frá vítapunktinum.
Ef Breiðablik tekst að vinna einvígið í kvöld, fara þeir beint í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar, sem er með sama fyrirkomulagi og Víkingar kepptu í, í fyrra.
Ef Breiðablik tekst að vinna einvígið í kvöld, fara þeir beint í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar, sem er með sama fyrirkomulagi og Víkingar kepptu í, í fyrra.

Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: