Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
banner
sunnudagur 31. ágúst
Besta-deild karla
föstudagur 29. ágúst
Lengjudeild karla
fimmtudagur 28. ágúst
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
miðvikudagur 27. ágúst
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 25. ágúst
föstudagur 22. ágúst
Besta-deild kvenna
Mjólkurbikar úrslit
mánudagur 18. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
fimmtudagur 14. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
mánudagur 11. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 9. ágúst
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna
miðvikudagur 6. ágúst
Besta-deild karla
mánudagur 4. ágúst
Besta-deild kvenna
laugardagur 2. ágúst
miðvikudagur 30. júlí
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Lengjudeild karla
mánudagur 28. júlí
Besta-deild karla
fimmtudagur 28. ágúst
Sambandsdeildin
Fredrikstad 0 - 0 Crystal Palace
Noah 2 - 0 Olimpija
Omonia 1 - 0 Wolfsberger AC
Besiktas - Lausanne - 17:00
Rigas FS - Hamrun Spartans - 17:00
Rapid - Gyor - 17:00
AZ - Levski - 17:30
Cluj - Hacken - 17:30
AEK - Anderlecht - 18:00
Arda Kardzhali - Rakow - 18:00
Brondby - Strasbourg - 18:00
Differdange - Drita FC - 18:00
Fiorentina - Polessya - 18:00
Ostrava - Celje - 18:00
Vallecano - Neman - 18:00
Dinamo Tirana - Jagiellonia - 18:45
Linfield FC - Shelbourne - 18:45
Legia - Hibernian - 19:00
Mainz - Rosenborg - 19:00
Servette - Shakhtar D - 19:00
Shamrock - Santa Clara - 19:00
Virtus - Breiðablik - 19:00
Evrópudeildin
KuPS (Finland) 0 - 2 Midtjylland (Denmark)
Olomouc 0 - 0 Malmö
Samsunspor (Turkey) - Panathinaikos - 17:00
PAOK (Greece) - Rijeka (Croatia) - 17:30
Genk - Lech Poznan - 18:00
Steaua (Romania) - Aberdeen - 18:30
Braga - Lincoln (Gibraltar) - 19:00
fim 28.ágú 2025 13:00 Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Magazine image

UTAN VALLAR: Hvað er undir hjá Breiðabliki í kvöld?

Í kvöld mun Breiðablik etja kappi við AC Virtus í seinni viðureign liðanna í umspilsleik um sæti í Sambandsdeildinni. Við skulum skoða hvaða peningar eru undir hjá Breiðabliki í kvöld.

Greiðsluáætlun UEFA fyrir Sambandsdeildina 2025/26.
Greiðsluáætlun UEFA fyrir Sambandsdeildina 2025/26.
Mynd/UEFA
Verðlaunafé liða á mismunandi stigi undankeppni Sambandsdeildarinnar.
Verðlaunafé liða á mismunandi stigi undankeppni Sambandsdeildarinnar.
Mynd/UEFA
Greiðslur til nokkra liða í Sambandsdeild Evrópu 2023/24.
Greiðslur til nokkra liða í Sambandsdeild Evrópu 2023/24.
Mynd/UEFA
Valgeir Valgeirsson skoraði eitt mark og fiskaði vítaspyrnu í fyrri leiknum.
Valgeir Valgeirsson skoraði eitt mark og fiskaði vítaspyrnu í fyrri leiknum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Greinin var einnig birt á utanvallar.is

Ef Breiðablik sigrar
Ef Breiðablik sigrar í kvöld þá mun félagið fá 175 þúsund evrur fyrir hverja viðureign sem félagið fór í, en þeir fóru í samtals fjögur einvígi. Þeir fá því í heildina 700 þúsund evrur fyrir undankeppnina, rúmlega 100 milljónir króna. 

Breiðablik tryggir sér þrjár mismunandi greiðslur ef félagið kemst inn í Sambandsdeildina. Í fyrsta lagi er það verðlaunafé fyrir það eitt að komast inn í Sambandsdeildina, sú fjárhæð nemur 3.170.000 evrum, ríflega 454 milljónir króna. Henni er hins vegar skipt í tvær greiðslur. Fyrri greiðslan er 3.050.000 evrur og er greidd út 26. september en seinni greiðslan nemur 120 þúsund evrum og er greidd í október 2026. 

Önnur greiðslan kemur úr svokallaðri virðisstoð (e. Value Pillar). Það er ómögulegt að vita nákvæma upphæð fyrirfram en þessi greiðsla byggir á tveimur þáttum. Annars vegar sjónvarpsréttindum þar sem löndum er raðað eftir því hversu mikinn pening sjónvarpsstöðvar viðkomandi lands borga fyrir réttindi að félagsliðakeppnum UEFA. Hins vegar er virðisstoðin einnig byggð á styrkleikaröðun UEFA (e. UEFA coefficient ranking) fyrir hvert félag í viðkomandi félagsliðakeppni. Breiðablik fékk til dæmis 89 þúsund evrur fyrir styrkleikaröðunina og 21 þúsund evrur frá sjónvarpsréttindinum þegar þeir spiluðu í Sambandsdeildinni fyrir tveimur árum síðan. Í heildina fengu þeir því 110 þúsund evru, rúmlega 15 milljónir króna. Þessum greiðslum var hins vegar breytt í fyrra og nú eru þessar greiðslur komnar undir sama hatt í virðisstoðinni. Þetta er þó góð vísbending um mögulega fjárhæð Breiðabliks úr virðisstoðinni.

Upphæð síðustu greiðslurnar fer eftir árangri í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Ef félagið endar í neðsta sæti fær það 28 þúsund evrur, tæpar 4 milljónir króna. Efsta sætið fær 1.008.000 evrur (36 x 28.000 evrur), rúmlega 144 milljónir króna.

Ef Breiðablik kemst inn í Sambandsdeildina þá munu þeir því fá 700 þúsund evrur fyrir undankeppnina og 3.170.000 evrur fyrir það að komast inn í Sambandsdeildina. Þá fær félagið að minnsta kosti 28 þúsund evrur fyrir árangurinn í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og mögulega eitthvað í kringum 110 þúsund evrur úr virðisstoðinni. Breiðablik mun því að minnsta kosti fá 4.008.000 evrur, rúmlega 574 milljónir króna á núverandi gengi, fyrir Evrópuþátttöku sína í ár. Þá gæti Breiðablik tryggt sér frekara verðlaunafé ef það vinnur leiki eða gerir jafntefli. 

Ef Breiðablik tapar
Ef Breiðablik tapar í kvöld þá mun félagið fá tvær mismunandi greiðslur. Annars vegar útsláttarbónus upp á 750 þúsund evrur, rúmlega 107 milljónir króna. Auk þess fær liðið 175 þúsund evrur fyrir hverja viðureign sem félagið fór í. Breiðablik fór í samtals fjögur einvígi í sumar og myndi því fá 700 þúsund evrur fyrir það, ríflega 100 milljónir króna. Þá myndi Breiðablik einnig fá 260 þúsund evrur, 37 milljónir króna, til viðbótar. Það er vegna þess að allir landsmeistarar sem komast ekki inn í félagsliðakeppni UEFA fá þá upphæð greidda til sín frá UEFA. Í heildina myndi því Breiðablik fá 1.710.000 evrur, eða rúmlega 245 milljónir króna á núverandi gengi. Þess má þá geta að greiðslan frá UEFA mun koma í lok september.


Athugasemdir