Í BEINNI
Besta-deild karla - Efri hluti
Breiðablik

LL
1
2
2


KA
0
0
ÍA

19.10.2025 - 14:00
Greifavöllurinn
Besta-deild karla - Neðri hluti
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Greifavöllurinn
Besta-deild karla - Neðri hluti
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Dómarinn
Dómari dagsins er Gunnar Freyr Róbertsson. Honum til aðstoðar verða þeir Bryngeir Valdimarsson og Guðmundur Ingi Bjarnason. Varadómari er Twana Khalid Ahmed og eftirlitsmaður er Þóroddur Hjaltalín.

Fyrir leik
Hallgrímur fór um víðan völl - Á hreinu hverjum við viljum halda
Sæbjörn Steinke slær aldrei slöku við og ræddi hin ýmsu mál í löngu viðtali við Hallgrím Jónasson eftir að nýr samningur hans var tilkynntur. Þar ræðir hann meðal annars ferilinn hjá KA hingað til, umræðuna endalausu um meðalaldur liðsins og leikmannamál félagsins.
Varðandi breytingar á hópnum
,,Ég hef alveg skoðun á því og stjórnin líka. Við vinnum svo út frá því og reynum að gera það sem við viljum gera - en svo er spurning hvort það tekst. Það er erfiðara að fá suma menn norður en til Reykjavíkur, en það er á hreinu hvaða leikmönnum við viljum halda.''
Varðandi umræðuna um meðalaldur liðsins
,,Ég spila úr því sem ég hef. Ég verð alveg var við umræðuna, en mér finnst oft neikvæð umræða um að við séum ekki að nota stráka sem eru undir tvítugt. Þeir hafa fengið nokkra leiki síðustu ár sem mér finnst flott fyrir þá - þegar þeir eru klárir þá spila þeir. Þeir sem standa sig vel og bæta sig, þeir munu fá stærra hlutverk á næsta ári.''
Vill halda Jóan Símun Edmundsson
,,Já, ég er mjög hrifinn af honum. Það er verið að ræða það núna hvaða leikmönnum við viljum halda. Við erum mjög ánægðir með Jóan og það kemur vel til greina að hann verði hérna áfram.''
Hallgrímur og Sæbjörn Steinke veltu nokkrum steinum í nýlegu viðtali.
Varðandi breytingar á hópnum
,,Ég hef alveg skoðun á því og stjórnin líka. Við vinnum svo út frá því og reynum að gera það sem við viljum gera - en svo er spurning hvort það tekst. Það er erfiðara að fá suma menn norður en til Reykjavíkur, en það er á hreinu hvaða leikmönnum við viljum halda.''
Varðandi umræðuna um meðalaldur liðsins
,,Ég spila úr því sem ég hef. Ég verð alveg var við umræðuna, en mér finnst oft neikvæð umræða um að við séum ekki að nota stráka sem eru undir tvítugt. Þeir hafa fengið nokkra leiki síðustu ár sem mér finnst flott fyrir þá - þegar þeir eru klárir þá spila þeir. Þeir sem standa sig vel og bæta sig, þeir munu fá stærra hlutverk á næsta ári.''
Vill halda Jóan Símun Edmundsson
,,Já, ég er mjög hrifinn af honum. Það er verið að ræða það núna hvaða leikmönnum við viljum halda. Við erum mjög ánægðir með Jóan og það kemur vel til greina að hann verði hérna áfram.''

Hallgrímur og Sæbjörn Steinke veltu nokkrum steinum í nýlegu viðtali.
Fyrir leik
Skagamenn sneru bökum saman - Gefum allt í alla leiki
Þegar Lárus Orri Sigurðsson tók við ÍA var stórveldið gamla límt við botn Bestu-deildarinnar. Liðið hafði nælt í 9 stig eftir 13 leiki og markatalan var ómyndarleg - 13-31.
12 leikjum síðar er annar bragur á liðinu. Þeir eygja von um að enda í efsta sæti neðri hlutans og hafa unnið síðustu fimm leiki í deildinni. Í síðasta leik fyrir landsleikjahlé gerðu Skagamenn góða ferð til Vestmannaeyja og unnu ÍBV 0-2 í rokinu á Hásteinsvelli.
Lárus Orri hafði þetta að segja eftir sigurleikinn í Eyjum:
,,Þegar við vorum á okkar lægsta punkti á tímabilinu tókum við langan fund hérna í búningsklefanum og ákváðum að snúa bökum saman. Við ákváðum að ef það væri eitthvað sem við ætluðum að skilja eftir í þessari deild, þá væri það að sýna það að við gæfum allt í alla leiki og við höfum bara byggt á því síðan þá.''
Það hefur verið aukin ástæða til þess að brosa um síðustu misseri á Akranesi.
12 leikjum síðar er annar bragur á liðinu. Þeir eygja von um að enda í efsta sæti neðri hlutans og hafa unnið síðustu fimm leiki í deildinni. Í síðasta leik fyrir landsleikjahlé gerðu Skagamenn góða ferð til Vestmannaeyja og unnu ÍBV 0-2 í rokinu á Hásteinsvelli.
Lárus Orri hafði þetta að segja eftir sigurleikinn í Eyjum:
,,Þegar við vorum á okkar lægsta punkti á tímabilinu tókum við langan fund hérna í búningsklefanum og ákváðum að snúa bökum saman. Við ákváðum að ef það væri eitthvað sem við ætluðum að skilja eftir í þessari deild, þá væri það að sýna það að við gæfum allt í alla leiki og við höfum bara byggt á því síðan þá.''

Það hefur verið aukin ástæða til þess að brosa um síðustu misseri á Akranesi.
Fyrir leik
Hallgrímur Jónasson áfram gulur og blár - 2 ár til viðbótar
Eftir þónokkrar vangaveltur og orðróma um brottför af brekkunni tilkynnti Knattspyrnufélag Akureyrar að Hallgrímur Jónasson væri búinn að framlengja samning sinn við félagið um tvö ár.
Hann hefur upplifað hæðir og lægðir í starfi sínu með KA en Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði það aldrei hafa verið íhugað að láta Hallgrím fara. Þetta sagði Sævarí viðtali við Sæbjörn Steinke í kjölfar tilkynningarinnar á framlengingunni.
,,Nei, ég get verið heiðarlegur með að við vorum ekki að spá í því. Haddi hefur staðið sig frábærlega hjá okkur. Ofboðslega samviskusamur, duglegur og leggur sig 100% fram í hlutina,'' sagði Sævar.
Áfram í gulu og bláu.
Hann hefur upplifað hæðir og lægðir í starfi sínu með KA en Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði það aldrei hafa verið íhugað að láta Hallgrím fara. Þetta sagði Sævarí viðtali við Sæbjörn Steinke í kjölfar tilkynningarinnar á framlengingunni.
,,Nei, ég get verið heiðarlegur með að við vorum ekki að spá í því. Haddi hefur staðið sig frábærlega hjá okkur. Ofboðslega samviskusamur, duglegur og leggur sig 100% fram í hlutina,'' sagði Sævar.

Áfram í gulu og bláu.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn!
Hér mun fara fram textalýsing á leik KA og ÍA í neðri hluta Bestu-deildar karla. Mikið er undir í leik dagsins en KA verma 2. sætið í neðri hlutanum með 33 stig, jafn mörg og topplið ÍBV - en KA menn eru með talsvert slakara markahlutfall.
Skagamenn hafa verið á frábærri siglingu að undanförnu og eftir að hafa dúsað á botni deildarinnar bróðurpartinn af mótinu hafa þeir heldur betur bitið í skjaldarrendur undir stjórn Lárusar Orra Sigurðssonar. Nú blasir sá raunveruleiki við að Skagamenn gætu hirt Forsetabikarinn virta ef að þeir gera sitt og önnur úrslit falla með þeim í síðustu tveimur leikjum mótsins.
Jóan Símun Edmundsson í leik liðanna á Greifavellinum í júlí síðastliðnum. Færeyingurinn skoraði fyrra mark KA í 2-0 sigri.
Skagamenn hafa verið á frábærri siglingu að undanförnu og eftir að hafa dúsað á botni deildarinnar bróðurpartinn af mótinu hafa þeir heldur betur bitið í skjaldarrendur undir stjórn Lárusar Orra Sigurðssonar. Nú blasir sá raunveruleiki við að Skagamenn gætu hirt Forsetabikarinn virta ef að þeir gera sitt og önnur úrslit falla með þeim í síðustu tveimur leikjum mótsins.

Jóan Símun Edmundsson í leik liðanna á Greifavellinum í júlí síðastliðnum. Færeyingurinn skoraði fyrra mark KA í 2-0 sigri.
Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: