Amir Mehica leikmaður Hauka er leikmaður 8.umferðar í 1.deild karla
Amir Mehica átti góðan leik í marki Hauka þegar að liðið sigraði Víking R. 3-1 á útivelli í fyrstu deild karla síðastliðið föstudagskvöld. Amir er leikmaður 8.umferðar hér á Fótbolta.net.
Amir Mehica
Amir Mehica er 29 ára gamall markvörður frá Bosníu. Amir gekk til liðs við Hauka árið 2005 og hefur varið mark liðsins síðan þá. Áður lék Amir í nokkur ár með NK Čelik Zenica í heimalandinu og síðan var hann í sex mánuði hjá Excelsior í Hollandi.
,,Ég var ánægður með spilamennskuna í leiknum. Við spiluðum án leikmanna sem voru meiddir og leikmenn sem voru á láni komu til baka og sýndu karakter fyrir liðið," sagði Amir við Fótbolta.net.
Amir Mehica er 29 ára gamall markvörður frá Bosníu. Amir gekk til liðs við Hauka árið 2005 og hefur varið mark liðsins síðan þá. Áður lék Amir í nokkur ár með NK Čelik Zenica í heimalandinu og síðan var hann í sex mánuði hjá Excelsior í Hollandi.
,,Ég náði að verja nokkur skot og það er mitt starf. Ég varði nokkrum sinnum úr góðum færum hjá Víkingi í fyrri hálfleik en við héldum áfram og úrslitin létu ekki á sér standa."
Haukar hafa átt í meiðslavandræðum og Amir varð þannig einn af elstu leikmönnum liðsins gegn Víkingi.
,,Fyrir leikinn gegn Víkingi var ég, 29 ára gamall, næstelsti leikmaður liðsins og sá þriðji elsti var 23 ára. Tóti (Þórhallur Dan) var meiddur þannig að Goran Lukic var elstur og hann er 15 árum eldri en sá þriðji elsti."
Sigurinn gegn Víkingi fleytti Haukum upp í annað sæti deildarinnar en liðið er þremur stigum á eftir toppliði Selfyssinga.
,,Við verðum að halda svona áfram. Við höfum átt í meiðslavandræðum, það eru 5-6 leikmenn sem eru meiddir en strákarnir sem hafa komið inn hafa sýnt karakter og lagt sig 100% fram. Við erum úr leik í bikarnum og núna einbeitum við okkur að deildinni. Vonandi förum við upp á þessu ári."
,,Við erum allir að reyna að komast upp en það bjuggust ekki við því í byrjun móts að Haukar yrðu í fyrsta eða öðru sæti. Við misstum átta leikmenn úr byrjunarliðinu frá því í fyrra en það hefur gengið vel að fylla skörð þeirra."
Haukar byrjuðu einnig mjög vel í fyrstu deildinni í fyrra en fataðist síðan flugið um mitt mót.
,,Við vorum að tala um þetta og ég vona að það sem gerðist á síðasta ári gerist ekki aftur. Við misstum sjálfstraustið og við töpuðum sex eða sjö leikjum í röð. Á þessu ári ætlum við að stefna að því að breyta þessu og þess vegna var leikurinn gegn Víkingi mikilvægur."
,,Við höfðum tapað tveimur leikjum í röð á undan honum, einum í deildinni gegn Fjarðabyggð í bikarnum. Ég held að flestir hafi búist við því að við myndum tapa gegn Víkingi í Reykjavik en við rúlluðum yfir þá."
Amir er að spila sitt fimmta tímabil á Íslandi en hann kann vel við sig hjá Haukum.
,,Ég kom til Hauka árið 2005. Ég vissi ekki hvernig fótboltinn væri á Íslandi og þegar að ég hitti strákana spurði ég þá hvernig þetta væri. Með hverjum deginum sá ég síðan að það eru margir gæðaleikmenn hér."
,,Á fyrsta tímabilinu var ég að reyna að aðlagast íslenska boltanum og tímabilið þar á eftir féllum við niður í aðra deild. Þá voru þjálfarar frá öðrum félögum sem lýstu yfir áhuga að fá mig en ég ákvað að vera áfram."
,,Ég ætla að leggja mig 150% í að fara upp í úrvalsdeildina með Haukum. Strákarnir sem eru í liðinu eru frábærir og verðskulda að spila í úrvalsdeildinni, ekki í fyrstu deildinni," sagði Amir að lokum við Fótbolta.net.
Sjá einnig:
Leikmaður 7.umferðar - Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Leikmaður 6.umferðar - Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Leikmaður 5.umferðar - Sævar Þór Gíslason (Selfoss)
Leikmaður 4.umferðar - Milos Glogovac (Víkingur R.)
Leikmaður 3.umferðar - Jóhann Benediktsson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 2.umferðar - Andri Fannar Stefánsson (KA)
Leikmaður 1.umferðar - Ottó Hólm Reynisson (Þór)
Athugasemdir