Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. maí 2009 15:17
Magnús Már Einarsson
LU 1.deild karla: ,,Held að ég hafi haft gott af því að taka pásu"
Jóhann Benediktsson (Fjarðabyggð) er leikmaður 3.umferðar í 1.deild karla
Jóhann fagnar marki gegn ÍA.
Jóhann fagnar marki gegn ÍA.
Mynd: Austurglugginn - Gunnar
Mynd: Austurglugginn/Gunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Jóhann Ragnar Benediktsson miðjumaður Fjarðabyggðar er leikmaður 3.umferðar í fyrstu deildinni hér á Fótbolta.net. Jóhann átti flottan leik þegar að Fjarðabyggð sigraði ÍA 4-2 en hann skoraði meðal annars tvívegis og lagði upp tvö mörk með löngum innköstum.

Jóhann Ragnar Benediktsson
Jóhann Ragnar Benediktsson er 28 ára gamall miðjumaður. Jóhann lék með KV áður en hann gekk í raðir Keflvíkinga árið 1999. Eftir tvö ár í Keflavík fór Jóhann til Grindavíkur þar sem hann spilaði árið 2003. Eftir það tók Jóhann sér frí frá fótbolta en árið 2006 tók hann skóna af hillunni og byrjaði að leika að nýju með Fjarðabyggð þar sem hann hefur verið lykilmaður síðan þá.
,,Þetta byrjaði þrusuvel, við náðum að skora strax og síðan lágum við til baka eins og var skipulagt. Við náðum að skora úr föstum leikatriðum og hraðaupphlaupum," sagði Jóhann við Fótbolta.net í dag en hann bjóst ekki við að Fjarðabyggð myndi ná að skora fjórum sinnum í fyrri hálfleik gegn Skagamönnum.

,,Enganvegin. Maður var að gæla við að við gætum strítt þeim og maður hafði trú á að við gætum það. Við erum með ágætis lið."

Fannar Árnason skoraði tvíegis fyrir Fjarðabyggð í leiknum eftir löng innköst frá Jóhanni.

,,Ég hef alltaf getað tekið þokkalega löng innköst og þetta datt inn núna, strákarnir voru nógu aggressívír inni á teig."

,,Ég hef aldrei æft þetta, strax þegar ég var 16-17 ára þá gat ég tekið þokkalega löng innköst en ég hef aldrei æft þetta sérstaklega."


Jóhann hefur verið fastamaður hjá Fjarðabyggð undanfarin ár en hann tók skóna af hillunni sumarið 2006 eftir að hafa verið í fríi frá fótbolta.

,,Ég var kominn með leið á fótbolta á tímabili og ákvað að taka mér pásu. Ég held að það hafi skilað sér því að ég hef haft gaman að fótbolta síðan að ég byrjaði aftur. Ég held að ég hafi haft gott af því að taka pásu en það er gaman að vera kominn aftur," sagði Jóhann sem er ánægður með að Fjarðabyggð sé komið á blað eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum.

,,Mér fannst sárast að tapa á móti Aftureldingu því að við ætluðum að vinna þann leik. Við ætluðum að vinna Hauka líka en maður var sárari með Aftureldingarleikinn. Það er gott að vera komnir með fyrstu stigin núna."

,,Liðið er ekkert svo mikið slakara heldur en í fyrra. Við misstum ágætis stráka en erum búnir að fá ágæta líka. Þetta var mikið í rugli hjá okkur síðasta sumar, ef við náum að halda einbeitingu þá verður þetta gott í sumar. Vera með sama hópinn allt sumarið og sama þjálfarann. Samheldnin í liðinu er rosalega sterk núna."

Fjarðabyggð var spáð ellefta sætinu í spá fyrirliða og þjálfara en leikmenn liðsins ætla sér að afsanna þá spá.

,,Við fórum með það markmið af stað að afsanna þá spá og við ætlum að gera það. Ef okkur gengur vel í framhaldi af þessu þá setjum við okkur kannnski ný markmið," sagði Jóhann að lokum við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Leikmaður 2.umferðar - Andri Fannar Stefánsson (KA)
Leikmaður 1.umferðar - Ottó Hólm Reynisson (Þór)
Athugasemdir
banner
banner
banner