Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 16. júní 2009 08:00
Magnús Már Einarsson
Leikmaður umferðarinnar í 1.deild: ,,Ég var eins og köttur"
Einar Ottó í leiknum síðastliðinn laugardag.
Einar Ottó í leiknum síðastliðinn laugardag.
Mynd: Guðmundur Karl
Mynd: Guðmundur Karl
Mynd: Guðmundur Karl
Einar Ottó Antonsson átti góðan leik á miðjunni hjá Selfyssingum þegar að liðið lagði Þór 1-0 í sjöttu umferð fyrstu deildar karla um helgina. Einar Ottó er leikmaður umferðarinnar hér á Fótbolta.net.

Einar Ottó Antonsson
Einar Ottó Antonsson er 24 ára miðjumaður hjá Selfyssingum. Einar Ottó er uppalinn á Selfossi en hann hóf ungur að árum að leika með meistaraflokki félagsins. Einar Ottó lék eitt ár í öðrum flokki með Keflavík en að öðru leyti hefur hann leikið allan sinn feril með Selfyssingum.
,,Þetta kemur mér tvímælalaust ekki á óvar. Þetta var mjög góður leikur hjá okkur öllum," sagði Einar Ottó við Fótbolta.net í dag.

Nokkrir leikmenn Þórs fengu gula spjaldið í leiknum og margir eftir að hafa brotið á Einari Ottó.

,,Þeir spiluðu fast og ákveðið en voru svo sem ekkert grófir. Ég var eins og köttur og þeir gátu ekki annað en brotið á mér," sagði Einar léttur í bragði.

Leikurinn á laugardag var fyrsti heimaleikur Selfyssinga á æfingavelli sínum. Selfyssingar hafa leikið fyrstu heimaleikina á gervigrasi en aðrir leikir liðsins í sumar verða á æfingavellinum þar sem að verið að er búa til nýjan aðalvöll sem verður klár fyrir næsta tímabil.

,,Vallarstarfsmennirnir þarna eru öflugir, við þurfum að nota þetta í sumar og þessi völlur kemur mjög vel undan vetri. Það er búið að tyrfa þarna í kring og áhorfendur eru fjórum metrum frá vellinum ofan í leikmönnum á kantinum þannig að það er erfitt að koma hingað," sagði Einar Ottó en á nýja aðalvellinum er einnig áætlað að áhorfendur verði alveg ofan í vellinum.

,,Það á eftir að ákveða með stúku en það verður eins, áhorfendur verða ofan í vellinum og það verður engin hlaupabraut eða neitt."

Athyglisvert er að leikmaðurinn sem er með Einari Ottó á miðjunni hjá Selfyssingum er náskyldur honum.

,,Jón Guðbrands frændi minn spilar með mér á miðjunni, foreldrar okkar eru systkyni og við erum að fúnkera ágætlega saman," sagði Einar Ottó sem hefur tekið eftir mikilli breytingu í kringum fótboltann á Selfossi undanfarin ár.

,,Það er miklu betri umgjörð og síðan hefur orðið vakning hér í kring, bæði í yngri flokkum og í kringum meistaraflokkana. Menn eru miklu meira hungraðir í að spila og þetta er skemmtilegra."

Í fyrra var Selfoss í baráttu við Stjörnuna um að komast upp í efstu deild en Garðabæjarliðið hafði þar betur eftir spennandi lokasprett.

,Það var helvíti súrt. Fyrir mót var markmiðið ekki að fara upp en við vorum með þetta í okkar höndum þegar að 3-4 umferðir voru eftir. Þetta var öflugt hjá Stjörnunni, þeir eru búnir að vera góðir núna og eiga skilið að vera þarna," sagði Einar Ottó sem er ánægður með byrjun Selfyssinga en liðið er með þriggja stiga forskot á toppnum eftir sex umferðir.

,,Þetta hefur verið frábært og vonum framar hjá öllum. Fyrsta markmið var að stimpla sig inn í deildina og sjá til hvernig þetta myndi þróast. Það er lítið búið af mótinu og óþarfi að týna sér strax," sagði Einar Ottó að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 5.umferðar - Sævar Þór Gíslason (Selfoss)
Leikmaður 4.umferðar - Milos Glogovac (Víkingur R.)
Leikmaður 3.umferðar - Jóhann Benediktsson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 2.umferðar - Andri Fannar Stefánsson (KA)
Leikmaður 1.umferðar - Ottó Hólm Reynisson (Þór)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner