Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   mán 01. júní 2009 15:16
Magnús Már Einarsson
LU 1.deild: ,,Þú verður að vera sterkur ef þú vilt spila fótbolta"
Leikmaður 4.umferðar í 1.deild karla - Milos Glogovac (Víkingur R.)
Milos í leiknum síðastliðið föstudagskvöld.
Milos í leiknum síðastliðið föstudagskvöld.
Mynd: Gunnlaugur Júlíusson
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Milos Glogovac var eins og klettur í vörninni hjá Víkingi R. þegar að liðið sigraði Þór 2-1 í fyrstu deildinni á föstudaginn. Milos er leikmaður fjórðu umferðar í fyrstu deildinni.

Milos Glogovac
Milos Glogovac er 29 ára gamall varnarmaður frá Serbíu. Milos eru uppalinn hjá Novisad sem er þriðja stærsta liðið þar í landi. Vorið 2005 gekk Milos í raðir Víkings en hann hefur verið fastamaður hjá liðinu síðan þá.
,,Allt liðið spilaði vel í þessum leik og við fengum loksins þrjú stig," sagði Milos við Fótbolta.net.

,,Við höfum fjögur stig núna. Við vorum svolítið óheppnir gegn Víkingi Ólafsvík, við vorum mun betra liðið og sköpuðum 3-4 dauðafæri en þegar að þú skorar ekki úr færunum þínum þá nærðu ekki góðum úrslitum. Ég held að við hefðum líka átt skilið að fá eitt stig úr leiknum á Selfossi en við fengum á okkur heimskulegt mark úr hornspyrnu," sagði Milos sem er ánægður með hópinn hjá Víkingi.

,,Við höfum mikið af ungum leikmönnum, við höfum verið í vandræðum undanfarin ár því að það er skipt um þjálfara á hverju ári og skipt um 7-8 leikmenn. Það er erfitt að ná góðum úrslitum ef þú gerir svona breytingar en í liðinu í dag eru strákar sem leggja hart að sér."

Milos meiddist eftir tæklingu í leiknum gegn Þór en hann hélt áfram eftir að hafa fengið aðhlyinningu í nokkrar mínútur.

,,Þú verður að vera sterkur ef þú vilt spila fótbolta. Ég sagði við sjálfan mig að ég gæti ekki farið út af því að þetta var mikilvægur leikur. Ég er svolítið meiddur núna og veit ekki hvort ég spili í bikarnum á morgun en ég er viss um að ég verð klár í næsta leik í deildinni gegn Leikni, það eru mjög mikilvægur leikur og við ætlum að ná í þrjú stig þar."

Milos er á sínu fimmta tímabili með Víkingi en hann kom til félagsins árið 2005.

,,Þá var ég 25 ára gamall og var að spá í að spila tvö tímabil hérna og breyta síðan kannski til. Ég kunni vel við mig hér og sagði við sjálfan mig að ég ætti að vera áfram hér fyrst ég væri ánægður."

,,Mér líður vel hjá félaginu og ég er líka að vinna sem aðstoðarþjálfari hjá Birni Bjartmarz (í yngri flokkum Víkings). Ég heyrði frá öðrum liðum, líka erlendis, en ég ákvað að vera áfram þar sem ég er ánægður og sé ekki ástæðu til að skipta um lið núna en maður veit aldrei."


Milos kann vel við lífið á Íslandi en þessi sterki varnarmaður dvelur hér á land nánast allt árið um kring fyrir utan nokkrar vikur þegar hann fer í frí til heimalandsins.

,,Ég kann vel við Ísland. Fólkið er mjög vingjarnlegt, þetta er lítið land en miðað við það eru margir góðir fótboltamenn héðan sem eru að spila hér og erlendis. Ég tel að gæðin séu að aukast á hverju ári," sagði Milos að lokum við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Leikmaður 3.umferðar - Jóhann Benediktsson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 2.umferðar - Andri Fannar Stefánsson (KA)
Leikmaður 1.umferðar - Ottó Hólm Reynisson (Þór)
Athugasemdir
banner
banner