Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   mán 18. maí 2009 08:00
Hafliði Breiðfjörð
LU 1. deild karla: ,,Bleiku skórnir orðnir frekar sjúskaðir''
Andri Fannar Stefánsson (KA) er leikmaður 2. umferðar 1. deildar karla
Andri Fannar í bleiku skónum í leiknum á föstudag.
Andri Fannar í bleiku skónum í leiknum á föstudag.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Markinu fagnað.
Markinu fagnað.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Andri Fannar Stefánsson miðvallarleikmaður KA átti frábæran leik er liðið lagði nágranna sína í Þór með tveimur mörkum gegn engu á Akureyrarvelli á föstudagskvöld og skoraði glæsimark í leiknum sem má sjá hér að ofan. Andri Fannar er leikmaður 2. umferðar í 1. deildinni fyrir frammistöðu sína í leiknum.

Andri Fannar Stefánsson
Andri Fannar Stefánsson er 18 ára gamall miðjumaður sem er uppalinn hjá KA.

Hann hóf meistaraflokksferil sinn á síðustu leiktíð er hann lék 15 leiki með liðinu í 1. deildinni og skoraði í þeim tvö mörk auk þess sem hann lék tvo bikarleiki.

Hann á að baki þrjá leiki með U18 ára landsliði Íslands auk sjö leikja með U17 ára liðinu. Hann hefur vakið athygli stórliða á Englandi og æft um tíma með Reading, Blackburn og Liverpool.
,,Já þetta kemur mér skemmtilega á óvart en það er alltaf gaman að fá viðurkenningar, það segir manni að maður er að gera eitthvað rétt," sagði Andri Fannar við Fótbolta.net um viðurkenninguna.

,,Mér fannst ég spila alveg ágætlega en ég tel mig samt geta gert betur. Ég er búinn að æfa mjög vel í vetur og vonandi er maður bara að uppskera eftir það. "

Mikill rígur er milli KA og Þórs og alltaf mikil eftirvænting í bænum fyrir grannaslagi liðanna. En lagði Andri sig aukalega fram í leiknum þar sem um grannaslag var að ræða?

,,Ég reyndi bara að hafa sömu rútínu og venjulega fyrir leikinn hjá mér og síðan bara spila minn leik, óháð hverjir andstæðingarnir eru. Það er náttúrúlega alltaf mjög gaman að spila svona grannaslagi með fulla stúku og það er auðvitað meira undir í þessum leikjum og þar af leiðandi extra gaman að vinna þá," sagði hann.

Andri Fannar skoraði glæsilegt mark í leiknum sem er sýnt í myndbandi hér að ofan. Hann sendi þá boltann út á vinstri kantinn og keyrði svo upp miðjuna þar sem hann tók við boltanum er varnarmaður reyndi að hreinsa og þrumaði viðstöðulaust upp í samskeytin og staðan orðin 1-0 fyrir KA.

,,Ég sá boltann koma svífandi og ákvað bara að reyna að koma honum á markið í fyrstu snertingu þar sem ég hafði ekki mikinn tíma. Það er auðvitað alltaf gaman að skora og það skemmdi ekki fyrir að þetta var á móti nágrönnunum," sagði hann.

Andri Fannar er eins og margir ungir leikmenn í skrautlegum takkaskóm en han lék í bleikum skóm í leiknum. En gerði það gæfumuninn?

,,Nei alls ekki, þeir eru reyndar orðnir frekar sjúskaðir svo ég þarf að fara að finna einhverja nýja," sagði Andri Fannar hlæjandi og neitaði að tjá sig um að hann hafi fengið viðurnefnið Barbie útaf skónum.

Andri Fannar vakti athygli útsendara Liverpool er hann var í keppnisferð með KA á Englandi og lék æfingaleik með unglingaliði félagsins sem var sérstaklega settur upp til að skoða unga menn. Hann fór síðar á reynslu hjá Reading og Blackburn.

,,Það var mjög góð reynsla sem hefur komið sér til góða. Það var gott að geta kynnst því hvernig þetta er þarna úti og sjá hvar maður stendur miðað við strákana erlendis," sagði Andri Fannar.

KA leikur næst útileik gegn Leikni sem fer fram í Breiðholti næstkomandi fimmtudag. Við spurðum hann að lokum út í leikinn.

,,Það leggst vel í mig. Það er bara annar og nýr leikur sem við erum þegar farnir að undirbúa okkur fyrir og stefnan er sett á að halda áfram þar sem frá var horfið í síðasta leik," sagði Andri Fannar Stefánsson að lokum við Fótbolta.net.
banner
banner
banner