Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. júlí 2014 15:30
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 1. deild: Kann vel við að vera kallaður Haxgrímur
Leikmaður 11. umferðar: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Haxgrímur Mar með boltann í gær.
Haxgrímur Mar með boltann í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
,,Þetta var góður leikur milli tveggja góðra liða í frábæru veðri til að spila fótbolta. Mér fannst við þó vera sterkari aðilinn allan tímann og voru úrslitin sanngjörn," Hallgrímur Mar Steingrímsson leikmaður KA aðspurður út í 4-2 sigur gegn ÍA í gærkvöldi.

Hallgrímur Mar átti stórleik í liði KA og skoraði tvö glæsileg mörk í leiknum. Hann er leikmaður 11. umferðar hér á Fótbolta.net.

Hrós til stuðningsmanna
,,Ég var nokkuð sáttur með spilamennsku mína í leiknum. Maður vill þó alltaf gera meira. En hlutirnir voru að ganga upp hjá mér sem og öllu liðinu," sagði Hallgrímur sem tekur undir það að þetta hafi verið einn af betri leikjum KA í 1. deildinni í sumar.

,,Það var eiginlega allt að ganga upp sem Bjarni og Túfa lögðu upp með og þeim ber að hrósa sem og stuðningsmönnum sem sáu sér fært á að mæta á leikinn og styðja við bakið á okkur."

KA situr í 4. sæti deildarinnar með 19 stig að lokinni fyrri umferð. Hallgrímur viðurkennir KA-liðið hefði viljað vera með fleiri stig. ,,Spilamennskan sjálf hefur verið þokkaleg fyrir utan fyrstu þrjá leikina sem voru arfa slakir," sagði Hallgrímur en KA-liðið tapaði fyrstu þremur leikjum sínum í sumar.

Vorum ekki mættir til leiks í byrjun sumars
,,Ég veit svo sem ekkert hvað hefur breyst, við virtumst bara ekki mættir í fyrstu þremur leikjunum sem töpuðust. Síðan fóru hlutirnir aðeins að ganga upp og við náðum að rífa okkur í gang. Við höfum verið á fínu róli síðan þá," sagði Hallgrímur Mar sem segir að draumurinn sé að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni.

,,Ef að við höldum áfram að spila eins og við höfum verið að spila undanfarið eru okkur allir vegir færir."

Að lokum spurðum við Hallgrím hvernig honum litist á gælunafnið Haxgrímur sem notað var í textalýsingu á Fótbolta.net í gær.

,,Ég kann virkilega vel að meta það, þó því fylgi kannski ákveðin pressa. Maður verður bara að reyna að standa undir því," sagði Haxgrímur Mar glottandi.

Sjá einnig:
Leikmaður 10. umferðar - Kristófer Eggertsson (KV)
Leikmaður 9. umferðar - Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
Leikmaður 8. umferðar - Eggert Kári Karlsson (ÍA)
Leikmaður 7. umferðar - Ævar Ingi Jóhannesson (KA)
Leikmaður 6. umferðar - Hilmar Rafn Emilsson (Haukar)
Leikmaður 5. umferðar - Magnús Bernhard Gíslason (KV)
Leikmaður 4. umferðar - Tómas Agnarsson (KV)
Leikmaður 3. umferðar - Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Leikmaður 2. umferðar - Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir)
Leikmaður 1. umferðar - Vilhjálmur Pálmason (Þróttur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner