Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 14. júlí 2014 17:00
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 1. deild: Verður aldrei neinn heimavöllur
Leikmaður 10. umferðar: Kristófer Eggertsson (KV)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Eggertsson leikmaður KV skoraði tvö mörk í 3-2 sigri KV á Víking Ó. í 10. umferð 1.deildar karla á föstudaginn síðastliðin.

Kristófer er leikmaður umferðarinnar hér á Fótbolta.net

Hefðum átt að skora 4-5 mörk
,,Við byrjuðum eins og við ætluðum að byrja leikinn. Við keyrðum á þá. Við vissum að þeir myndu liggja til baka og negldu boltanum upp völlinn. Við nýttum okkur það og fundum fullt af glufum í fyrri hálfleik og hefðum átt að skora 4-5 mörk þá. Í seinni hálfleiknum bökkuðum við alltof mikið og urðum kærulausir," segir Kristófer aðspurður út í leikinn sjálfan. Hann var ánægður með sína spilamennsku í leiknum.

,,Þetta er einn af fáum leikjunum sem ég hef fengið að byrja. Þetta var minn besti leikur í sumar, það er engin spurning," segir Kristófer sem vonast ekki eftir neinu öðru en að fá að byrja næsta leik einnig. Kristófer er á láni hjá KV frá KR en hann er að spila sitt fyrsta meistaraflokks sumar.

Hann segir að spilamennskan hjá KV í sumar hafi verið upp og niður.

,,Við höfum verið að vinna leikina sem við kannski bjuggumst ekkert við fyrir sumarið að vinna. Við gerðum okkur markmið fyrir nokkrum vikum um að ná sex stigum úr næstu leikjum og við höfum nú þegar náð því markmiði og eigum Þróttara leikinn eftir," segir Kristófer en KV mætir Þrótti á morgun. Hann er spenntur fyrir seinni hluta sumarsins og telur að KV liðið geti gert enn betur í seinni umferðinni.

Miklar breytingar milli leikja
,,Þetta er mikill pakki sem er í neðri hlutanum núna. Ef við spilum áfram eins og við höfum verið að spila í síðustu leikjum þá hef ég fulla trú á því að við náum að halda okkur uppi."

,,Við höfum verið að breyta liðinu mikið á milli leikja og það hefur því ekki verið mikill stöðugleiki í liðinu. Þegar við erum með okkar sterkasta lið og spilum okkar bolta þá gætum við klárað flest liðin í deildinni."

,,Við töluðum um það fyrir leikinn gegn Víking að við þyrftum að vera komnir niður á jörðina þrátt fyrir góðan útisigur upp á Skaga. Við erum ekkert orðnir ósigrandi þrátt fyrir þann sigur og við erum heldur ekkert búnir að tryggja okkur uppi," segir Kristófer sem var að lokum spurður út í heimavöll KV sem er gervigrasið í Laugardalnum.

,,Þetta verður aldrei neinn heimavöllur en maður er farinn að venjast þessu aðeins meira," segir leikmaður 10. umferðar í 1.deild karla, Kristófer Eggertsson leikmaður KV.

Sjá einnig:
Leikmaður 9. umferðar - Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
Leikmaður 8. umferðar - Eggert Kári Karlsson (ÍA)
Leikmaður 7. umferðar - Ævar Ingi Jóhannesson (KA)
Leikmaður 6. umferðar - Hilmar Rafn Emilsson (Haukar)
Leikmaður 5. umferðar - Magnús Bernhard Gíslason (KV)
Leikmaður 4. umferðar - Tómas Agnarsson (KV)
Leikmaður 3. umferðar - Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Leikmaður 2. umferðar - Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir)
Leikmaður 1. umferðar - Vilhjálmur Pálmason (Þróttur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner