Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 01. júlí 2014 08:45
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 1. deild: Bæjarfélagið lá á okkur
Leikmaður 8. umferðar: Eggert Kári Karlsson (ÍA)
Eggert Kári skoraði þrennu gegn BÍ/Bolungarvík.
Eggert Kári skoraði þrennu gegn BÍ/Bolungarvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA slátruðu BÍ/Bolungarvík 6-0 á Ísafirði í 8.umferð 1.deildarinnar, á laugardaginn.

Eggert Kári Karlsson, leikmaður ÍA skoraði þrjú mörk í leiknum. Hann er leikmaður umferðarinnar hér á Fótbolta.net.

,,Það var mikilvægt að vinna þennan leik. Þeir voru ekki að skapa neitt í leiknum” sagði Eggert Kári sem er ánægður með stöðuna á liðinu.

Féll ekkert með okkur
,,Þetta er mjög góð byrjun hjá okkur. Þetta er jafnvel betra en við bjuggumst við. Við viljum auðvitað vera á toppnum og vera í baráttunni um að komast upp," sagði Eggert, en Skagaliðið er í efsta sæti deildarinnar með 18 stig eftir átta umferðir.

,,Við byrjuðum mótið á góðum sigri en síðan komu þrír tapleikir í röð, tveir í deild og einn í bikar. Það var smá slag en við réttum úr kútnum og komum okkur á sigurbrautina," sagði Eggert en ÍA tapaði gegn Víking Ó. og Grindavík, en það er eini sigurleikur Grindvíkinga í 1.deildinni í sumar,

,,Við vorum sjálfum sér ekkert að spila illa í þessum leikjum. Þetta var bara ekki að falla með okkur og það er stundum svoleiðis."

Erfitt sumar í fyrra
Eggert Kári hefur skorað fjögur mörk í 1.deildinni í sumar og hann vonast til þess að skora fleiri. ,,Vonandi nær maður hjálpa liðinu með því að pota inn sem flestum mörkum í sumar," sagði Eggert sem viðurkennir að andrúmsloftið á Skaganum sé töluvert betra núna en í fyrra,

,,Þetta var gríðarlega erfitt sumar í fyrra þar sem allt bæjarfélagið lá á okkur. Það er aðeins léttara yfir þessu núna. Það hefur alltaf verið stefnan að endurheimta sætið í efstu deild. Það er ekkert leyndarmál."

Eggert Kári sem er spenntur fyrir því að taka á móti KV í næstu umferð,

,,Það verður skemmtilegt verkefni. Þetta eru strákar sem þekkja vel hvern annan og eru óútreiknanlegir. Þetta hefur verið upp og niður hjá þeim hingað til," sagði besti leikmaður 8.umferðar í 1.deild karla.

Sjá einnig:
Leikmaður 7. umferðar - Ævar Ingi Jóhannesson (KA)
Leikmaður 6. umferðar - Hilmar Rafn Emilsson (Haukar)
Leikmaður 5. umferðar - Magnús Bernhard Gíslason (KV)
Leikmaður 4. umferðar - Tómas Agnarsson (KV)
Leikmaður 3. umferðar - Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Leikmaður 2. umferðar - Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir)
Leikmaður 1. umferðar - Vilhjálmur Pálmason (Þróttur)
Athugasemdir
banner
banner