Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. október 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Diego lærir ensku: Dreymir að spila með Íslandi á HM
Diego í eina landsleik sínum til þessa.
Diego í eina landsleik sínum til þessa.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
„Auðvitað er það draumur minn að fara með Íslandi á HM en en ég er meðvitaður um að það er erfitt vegna þess að liðið er mjög gott. Það er ennþá langur tími í mótið og ég verð fyrst að eiga gott tímabil með mínu liði," sagði Diego Jóhannesson, leikmaður Real Oviedo, í viðtali við Fótbolta.net.

Diego leikur í spænsku B-deildinni með Oviedo en hann hefur komið við sögu í fimm leikjum á þessu tímabili þrátt fyrir að hafa misst af nokkrum vikum vegna meiðsla.

Diego er hægri bakvörður en hann hefur einnig leikið af og til á kantinum hjá Oviedo. Faðir Diego er frá Íslandi og í lok árs 2014 kom í ljós að hann væri gjaldgengur í íslenska landsliðið. Í janúar 2016 spilaði Diego með íslenska landsliðinu gegn Bandaríkjunum en það er eini landsleikur hans til þessa.

Birkir Már Sævarsson hefur verið eini hægri bakvörðurinn í íslenska landsliðshópnum að undanförnu. Í vikunni verður kynntur hópur fyrir komandi leiki gegn Tékklandi og Katar en er Diego bjartsýnn á að fá sénsinn þar?

„Ég vonast alltaf til að komast í íslenska landsliðið en fyrst verð ég að með mínu liði og ná stöðugleika. Ég er ekki mjög heppinn með meiðsli," sagði DIego.

Tileinkaði markið íslenska landsliðinu
Diego skoraði gegn Cordoba í síðustu viku en hann fagnaði markinu með því að taka víkingaklappið ásamt stuðningsmönnum Oviedo..

„Fyrir tveimur vikum sagði ég við liðsfélaga mína að Ísland hefði komist áfram á HM og þá sagði ég við þá að ég myndi tileinka Íslandi markið ef ég myndi skora. Það besta sem mér datt í hug var víkingaklappið vegna þess að stuðningsmenn gera það líka á okkar heimavelli."

Byrjaður að læra ensku
Diego kann ekki íslensku né ensku en hann er byrjaður að læra ensku til að auðvelda samskipti ef hann fær tækifæri með íslenska landsliðinu.

„Það er mjög erfitt að læra íslensku á Spáni. Það eru engir íslenskuskólar hér og það eru fáir sem tala íslensku. Ég er í ensku skóla þar sem ég er ánægður og vonast til að læra eins fljótt og
mögulegt er. Ég er meðvitaður um að ég verð að tala ensku,"
sagði Diego að lokum við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner