Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   fös 26. apríl 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd á meðal félaga sem spurðust fyrir um Xavi
Xavi Hernandez.
Xavi Hernandez.
Mynd: EPA
Það var tilkynnt í síðustu viku að Xavi Hernandez yrði áfram þjálfari Barcelona á næsta tímabili.

Það var búið að gefa það út fyrir nokkru síðan að hann myndi hætta með liðið eftir tímabilið og sagðist hann vera búinn að fá nóg af pressunni sem fælist í þessu sérstaka starfi.

En honum snerist hugur þar sem það hefur gengið vel að undanförnu og verður hann áfram þjálfari liðsins.

Fréttamaðurinn Matteo Moretto, sem er nokkuð vel tengdur, segir að önnur félög hafi verið farin að sýna Xavi áhuga þegar hann ákvað að vera áfram í Katalóníu.

Hann segir að Manchester United hafi verið þar á meðal og United hafi litið á Xavi sem góðan kost ef tekin verður ákvörðun um að reka Erik ten Hag eftir tímabilið.

Ajax hafði líka áhuga en hann segir jafnframt að hugmyndin hjá Xavi hafi verið að taka sér árspásu frá fótbolta.
Athugasemdir
banner
banner
banner