Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. mars 2017 14:24
Elvar Geir Magnússon
Heimild: KSÍ 
U17 tapaði í lokin gegn heimamönnum
U17 landsliðið sem er í Skotlandi.
U17 landsliðið sem er í Skotlandi.
Mynd: KSÍ
Íslenska U17 landsliðið tapaði fyrir heimamönnum í Skotlandi á sérstöku undirbúningsmóti UEFA sem nú stendur yfir.

Atli Barkarson, leikmaður Völsungs, kom Íslandi yfir í leiknum en hann skoraði einnig gegn Austurríki í vikunni.

Sigurmark Skota kom undir lok leiksins en íslenska liðið hafði varist vel í leiknum og var grátlegt að fá mark á sig rétt áður en flautað var til leiksloka.

Skotar eru með 6 stig eftir 2 sigra en Ísland er með 1 stig eftir að gera jafntefli við Austurríki.

Lokaleikur Íslands er á föstudaginn klukkan 11:00 en þá mæta strákarnir okkar Króatíu.

Byrjunarlið Íslands: Sigurjón Daði Harðarson (m); Helgi Jónsson, Guðmundur Axel Hilmarsson, Finnur Tómas Pálmason, Egill Darri Þorvaldsson; Karl Friðleifur Gunnarsson, Ísak Snær Þorvaldsson (f), Sölvi Snær Fodilsson, Kristall Máni Ingason, Atli Barkarson; Andri Lucas Guðjohnsen.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner