Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 01. júlí 2015 12:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið 
Avni Pepa flúði spillingu í Albaníu og fór til ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Avni Pepa er í áhugaverðu viðtali við Fréttablaðið sem birtist í morgun en þar segir hann meðal annars frá aðdraganda þess að hann kom til Íslands og gekk í raðir ÍBV.

Hann var áður hjá liði í Albaníu en í deildinni þar er margt vafasamt í gangi.

„Ég var í slæmri stöðu hjá síðasta liði þar sem ég spilaði þannig að ég rifti samningnum við liðið. Í Albaníu eru menn að gera hluti sem aðrir eru ekki vanir. Það voru bæði vandræði með peningagreiðslur og svo eru liðin mikið í því að gefa leikina og hagræða úrslitum. Ég vildi ekki taka þátt í því og fór því til Íslands,“ sagði Pepa.

Pepa vonast til að vera sín hjá ÍBV reynist stökkpallur í stærra lið en hann er landsliðsmaður Kósóvó. Þjóðin er ekki viðurkennd innan FIFA en vonast til að það breytist fyrir undankeppni HM 2018.

Hann átti flottan leik þegar ÍBV vann Breiðablik um liðna helgi en Eyjamenn eru í harðri fallbaráttu, sitja nú í ellefta sæti.
Athugasemdir
banner
banner