Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. október 2017 15:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Bayern tapaði aftur niður tveggja marka forystu
Willy Sagnol stýrði Bayern í dag.
Willy Sagnol stýrði Bayern í dag.
Mynd: Getty Images
Hertha 2 - 2 Bayern
0-1 Mats Hummels ('10 )
0-2 Robert Lewandowski ('49 )
1-2 Ondrej Duda ('51 )
2-2 Salomon Kalou ('56 )

Það er dimmt yfir hjá Bayern München þessa stundina. Félagið rak í vikunni Carlo Ancelotti eftir 3-0 tap gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í vikunni. Í dag heimsótti liðið Hertha Berlín.

Bayern byrjaði leikinn vel og komst yfir eftir 10 mínútu með marki frá varnarmanninum Mats Hummels.

Bayern leiddi 1-0 í hálfleik og komst svo í 2-0 snemma í seinni hálfleiknum með marki frá Robert Lewandowski.

Svo breyttist leikurinn snögglega. Ondrej Duda minnkaði muninn og á 56. mínútu jafnaði Salomon Kalou, 2-2, og þar við sat.

Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Bayern gerir 2-2 jafntefli eftir að hafa komist 2-0 yfir. Þeir gerðu þetta líka gegn Wolfsburg um síðustu helgi, en liðið er núna fimm stigum á eftir Dortmund.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner