mið 02. maí 2018 15:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: 1. sæti
Þór/KA verður Íslandsmeistari annað árið í röð samkvæmt spá Fótbolta.net.
Þór/KA verður Íslandsmeistari annað árið í röð samkvæmt spá Fótbolta.net.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Varnarmaðurinn Lillý Rut Hlynsdóttir.
Varnarmaðurinn Lillý Rut Hlynsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst á fimmtudaginn. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.

Spáin:
1. Þór/KA
2. Breiðablik
3. Valur
4. Stjarnan
5. ÍBV
6. FH
7. KR
8. Selfoss
9. Grindavík
10. HK/Víkingur

1. Þór/KA
Lokastaða í fyrra: 1. sæti
Þór/KA kom skemmtilega á óvart í fyrra þegar liðið landaði Íslandsmeistaratitlinum. Fáir bjuggust við því að það yrði niðurstaðan áður en mótið hófst í fyrra.

Þjálfarinn: Halldór Jón Sigurðsson, Donni, gerði Þór/KA að Íslandsmeisturum á fyrsta ári sínu með liðið í fyrra. Donni var áður þjálfari meistaraflokks karla hjá Þór og Tindastóli.

Álit Jóa
Jóhann Kristinn Gunnarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Pepsi-deild kvenna líkt og í fyrra. Hér er álit hans á liði Þórs/KA.

Styrkleikar: Liðið er gríðarlega vel mannað og einfaldlega besta liðið á pappírunum í dag. Þær hafa misst Nataliu og Zanetu en inn hafa komið mjög sterkir leikmenn. Ariana Calderon og Arna Sif styrkja gott lið enn frekar. Sandra María kemur fersk frá Tékklandi svo sóknarlínan er ekki orðin árennileg fyrir önnur lið. Þær fengu útlendingana snemma og liðið er þegar komið í sigurgírinn. Tveir titlar á viku og ljóst að ÞórKA ætlar sér stóra hluti í sumar.

Veikleikar: Enn er einhver spurning með markmannsstöðuna eftir að Helena meiddist í úrslitaleik Lengjubikarsins. Bryndís kemur aftur og inn og leysir af. Ef það er einungis tímabundið gæti sú staða orðið höfuðverkur en ef Bryndís tekur slaginn eru þær í góðum málum. Annars eru fáir veikleikar sýnilegir á Akureyrarliðinu í ár.

Lykilleikmenn: Arna Sif Ásgrímsdóttir, Stephany Mayor og Sandra María Jessen.

Gaman að fylgjast með: María Catharina Ólafsdóttir Gros er eldfljótur sóknarmaður fædd 2003. Leggið þetta nafn á minnið.

Komnar
Ariana Calderon frá Val
Arna Sif Ásgrímsdóttir frá Verona
Heiða Ragney Viðarsdóttir frá Bandaríkjunum
Helena Jónsdóttir frá Hömrunum

Farnar
Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir
Natalia Gomez í Hamrana
Harpa Jóhannsdóttir í Hamrana
Hulda Karen Ingvarsdóttir í Hamrana
Karen María Sigurgeirsdóttir í Þór/KA
Sara Skaptadóttir í Hamrana
Silvía Rán Sigurðardóttir ófrísk
Zaneta Wyne til Englands
Æsa Skúladóttir í Hamrana

Fyrstu leikir Þórs/KA
5. maí Grindavík - Þór/KA
9. maí Þór/KA - HK/Víkingur
13. maí ÍBV - Þór/KA

Taktu þátt í Draumaliðsdeild Toyota
Fótbolti.net er með Draumaliðsdeild í Pepsi-deild kvenna í sumar í samstarfi við Toyota.

Smelltu hér til að skrá þitt lið í Draumaliðsdeildina
Athugasemdir
banner
banner