banner
   mið 02. maí 2018 14:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: 2. sæti
Breiðabliki er spáð 2. sæti í sumar.
Breiðabliki er spáð 2. sæti í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sonný Lára Þráinsdóttir.
Sonný Lára Þráinsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst á fimmtudaginn. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.

Spáin:
1. Þór/KA
2. Breiðablik
3. Valur
4. Stjarnan
5. ÍBV
6. FH
7. KR
8. Selfoss
9. Grindavík
10. HK/Víkingur

2. Breiðablik
Lokastaða í fyrra: 2. sæti
Breiðablik veitti Þór/KA keppni um Íslandsmeistaratitilinn allt fram í síðustu umferð í fyrra. Annað sætið varð niðurstaðan á endanum en tvö stig skildu liðin að.

Þjálfarinn: Þorsteinn Halldórsson tók við þjálfun Breiðabliks haustið 2014 og er því að fara inn í sitt fjórða tímabil með liðið. Þorsteinn er reyndur þjálfari sem þjálfaði meistaraflokk karla hjá Þrótti á árum áður en hann hefur einnig þjálfað yngri flokka hjá KR.

Álit Jóa
Jóhann Kristinn Gunnarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Pepsi-deild kvenna líkt og í fyrra. Hér er álit hans á liði Breiðabliks.

Styrkleikar: Skipulag, góður þjálfari, sterkur leikmannahópur og nánast endalaust af efnilegum leikmönnum. Það er eiginlega ómögulegt að ímynda sér toppbaráttuna án Breiðabliks í ár þó leikmenn frá í fyrra hafi farið út í mennskuna. Breiðablik er alltaf í toppformi og samkeppnin um stöður oft mikil. Þær spila góðan bolta og verða öflugar á tímabilinu.

Veikleikar: Eins og komið var inn á þá hafa sterkir leikmenn haldið á erlend mið frá í fyrra. Ef enginn af þeim kemur aftur fyrir lok gluggans gæti reynsluleysi hópsins komið niður á stigasöfnun.

Lykilleikmenn: Sonný Lára Þráinsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Agla María Albertsdóttir.

Gaman að fylgjast með: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir munu vekja mikla athygli í sumar.

Komnar
Agla María Albertsdóttir frá Stjörnunni
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir frá Völsungi
Alexandra Jóhannsdóttir frá Haukum
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir frá FH

Farnar:
Fanndís Friðriksdóttir til Marseille
Ingibjörg Sigurðardóttir til Djurgarden
Rakel Hönnudóttir til Djurgarden
Svava Rós Guðmundsdóttir til Roa

Fyrstu leikir Breiðabliks
3. maí Stjarnan - Breiðablik
9. maí Breiðablik - Grindavík
15. maí HK/Víkingur - Breiðablik

Taktu þátt í Draumaliðsdeild Toyota
Fótbolti.net er með Draumaliðsdeild í Pepsi-deild kvenna í sumar í samstarfi við Toyota.

Smelltu hér til að skrá þitt lið í Draumaliðsdeildina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner