Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. maí 2018 15:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: 3. sæti
Val er spáð 3. sætinu í sumar.
Val er spáð 3. sætinu í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir.
Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst á fimmtudaginn. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. Valur
4. Stjarnan
5. ÍBV
6. FH
7. KR
8. Selfoss
9. Grindavík
10. HK/Víkingur

3. Valur
Lokastaða í fyrra: 3. sæti
Blásið var í herlúðra á Hlíðarenda fyrir síðasta tímabil en uppskeran var ekki jafn góð og vonast hafði eftir. Mikil meiðsli settu meðal annars strik í reikninginn. Valur mætir með nýjan þjálfara og nokkra nýja leikmenn til leiks í ár.

Þjálfarinn: Pétur Pétursson tók við Val af Úlfi Blandon síðastliðið haust. Pétur er að þreyta frumraun sína sem þjálfari í meistaraflokki kvenna en hann á hins vegar langan feril að baki sem þjálfari í meistaraflokki og yngri flokkum karla. Pétur var meðal annars aðstoðarlandsliðsþjálfari karla auk þess sem hann gerði KR að Íslandsmeisturum á sínum tíma.

Álit Jóa
Jóhann Kristinn Gunnarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Pepsi-deild kvenna líkt og í fyrra. Hér er álit hans á liði Vals.

Styrkleikar: Valur hefur bæði þjálfarann og hópinn til að banka á toppsætin í deildinni í sumar. Hrikalega öflugar stelpur í liðinu og sigurviljinn er alltaf til staðar á Hlíðarenda. Ef styrkingin að utan er jafn góð og maður heyrir af þá ber að taka Val alvarlega í Pepsi deildinni í sumar. Ungu stelpurnar eru sprækar og í bland við þær reyndari gæti orðið til ansi magnað Valslið þetta tímabilið.

Veikleikar: Það er spurning hvernig Pétri gengur að koma sigurhugsuninni inn í ungan hópinn. Þær eru ekki margar í Val sem muna hvernig var að vinna allt með liðinu sínu. Ef þær finna bragðið og taktinn þá gæti þetta orðið gott tímabil á Hlíðarenda.

Lykilleikmenn Hallbera Gísladóttir, Crystal Thomas og Elín Metta Jensen.

Gaman að fylgjast með
Hlín Eiríksdóttir er gríðarlega spennandi ungur leikmaður.

Komnar
Arianna Jeanette Romero frá Noregi
Ásdís Karen Halldórsdóttir frá KR
Crystal Thomas frá Noregi
Dóra María Lárusdóttir - Var meidd
Hallbera Guðný Gísladóttir frá Djurgarden
Guðrún Karítas Sigurðardóttir frá KR
Teresa Noyola Bayardo frá Japan

Farnar
Anisa Raquel Guajardo til Svíþjóðar
Ariana Calderon í Þór/KA
Arna Sif Ásgrímsdóttir í Þór/KA
Laufey Björnsdóttir í HK/Víking
Vesna Elísa Smiljkovic í barneignaleyfi

Fyrstu leikir Vals
4. maí Valur - Selfoss
9. maí Valur - Stjarnan
15. maí Grindavík - Valur

Taktu þátt í Draumaliðsdeild Toyota
Fótbolti.net er með Draumaliðsdeild í Pepsi-deild kvenna í sumar í samstarfi við Toyota.

Smelltu hér til að skrá þitt lið í Draumaliðsdeildina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner