Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. apríl 2018 15:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: 7. sæti
KR fagnar marki gegn Val í úrslitum Reykjavíkurmótsins í vetur.
KR fagnar marki gegn Val í úrslitum Reykjavíkurmótsins í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Ómarsdóttir er spilandi aðstoðarþjálfari hjá KR.
Katrín Ómarsdóttir er spilandi aðstoðarþjálfari hjá KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibjörg Valgeirsdóttir markvörður KR.
Ingibjörg Valgeirsdóttir markvörður KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst í næstu viku. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. KR
8. Selfoss
9. Grindavík
10. HK/Víkingur

7. KR
Lokastaða í fyrra: 8. sæti í Pepsi-deild
Falldraugurinn elti KR lengi vel í fyrra en lítið gekk hjá liðinu í fyrri umferðinni. Síðari hluta móts varð gengið betra og á endanum hélt KR sæti sínu á meðal þeirra bestu.

Þjálfarinn: Bojana Besic er nýr þjálfari KR en hún tók við af Eddu Garðarsdóttur síðastliðið haust. Bojana hóf störf í KR árið 2013 og hefur verið yfirþjálfari og þjálfari yngri flokka síðan þá. Katrín Ómarsdóttir verður spilandi aðstoðarþjálfari í sumar.

Álit Jóa
Jóhann Kristinn Gunnarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Pepsi-deild kvenna líkt og í fyrra. Hér er álit hans á liði KR.

Styrkleikar: Skipulag, dugnaður og agi gætu fleytt KR liðinu áfram í sumar. Bojana er flinkur þjálfari sem kann leikinn og leggur allt sitt í starfið. Leikmannahópurinn inniheldur bæði unga og spennandi leikmenn sem og þrautreynda reynslubolta. Gæti orðið góð blanda með góðri styrkingu að utan.

Veikleikar: Það skiptir máli að erlendu leikmennirnir verði góðir og bæti miklu við það sem fyrir er. Ef ekki þá gæti KR lent í vandræðum. Óstöðugleiki á undirbúningstímabilinu gæti einmitt bent til þess.

Lykilleikmenn: Katrín Ómarsdóttir, Þórunn Helga Jónsdóttir og Betsy Hassett.

Gaman að fylgjast með: Ingibjörg Valgeirsdóttir er ungur og efnilegur markmaður sem er að stíga upp og taka sviðið. Það verður spennandi að sjá hana milli stanganna hjá KR í sumar.

Komnar:
Freyja Viðarsdóttir frá Fylki
Lilja Dögg Valþórsdóttir byrjuð aftur
Mía Celestina Annette Gunter frá Kolding
Mónika Hlíf Sigurhjartadóttir frá ÍR
Tijana Krstic frá ZNK Pomurje

Farnar
Elísabet Guðmundsdóttir í Fjöln
Guðrún Gyða Haralz í Breiðablik (Var á láni)
Guðrún Karítas Sigurðardóttir í Val
Harpa Karen Antonsdóttir í Hauka
Hólmfríður Magnúsdóttir Ólétt
Mist Þormóðsdóttir Grönvold í Fjölni
Sigríður María S Sigurðardóttir í pásu
Ásdís Karen Halldórsdóttir í Val
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir

Fyrstu leikir KR
4. maí ÍBV - KR
9. maí Selfoss - KR
15. KR - FH

Taktu þátt í Draumaliðsdeild Toyota
Fótbolti.net er með Draumaliðsdeild í Pepsi-deild kvenna í sumar í samstarfi við Toyota.

Smelltu hér til að skrá þitt lið í Draumaliðsdeildina
Athugasemdir
banner
banner
banner