Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 29. apríl 2018 15:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: 5. sæti
ÍBV varð bikarmeistari í fyrra.
ÍBV varð bikarmeistari í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cloé Lacasse er öflugur leikmaður.
Cloé Lacasse er öflugur leikmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Sigríður Lára Garðarsdóttir.
Miðjumaðurinn Sigríður Lára Garðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst á fimmtudaginn. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ÍBV
6. FH
7. KR
8. Selfoss
9. Grindavík
10. HK/Víkingur

6. FH
Lokastaða í fyrra: 5. sæti í Pepsi-deild
ÍBV landaði bikarmeistaratitlinum í fyrra og endaði í 5. sæti í Pepsi-deildinni. Hvað gera Eyjastúlkur í ár?

Þjálfarinn: Ian Jeffs er að fara inn í sitt fjórða tímabil sem þjálfari ÍBV. Var á sínum tíma öflugur miðjumaður í liði ÍBV en í dag spilar hann með KFS í 4. deildinni.

Álit Jóa
Jóhann Kristinn Gunnarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Pepsi-deild kvenna líkt og í fyrra. Hér er álit hans á liði ÍBV.

Styrkleikar: Það er hægara sagt en gert að fara til eyja að sækja stig í greipar heimastúlkna. Heimavöllurinn er mikið vígi og verður að vera svo áfram. Liðið er vel þjálfað og skipulagt. Eyjastelpur eru enn með sigurbragð í munninum eftir bikarinn í fyrra og þær ætla sér klárlega meira í sumar. Þær sækja góða útlendinga sem styrkja öflugan hóp heimastelpna svo blandan verður klárlega lið sem getur unnið öll liðin í deildinni á góðum degi.

Veikleikar: Stöðugleiki. Þær þurfa að sýna stöðugan leik og stöðuga stigasöfnun ef þær ætla sér hærra í töflunni og gera atlögu að titlinum. Á meðan þær skora alltaf mörk þá þurfa er spurning hvernig gengur að loka fyrir hinumegin.

Lykilleikmenn: Sigríður Lára Garðarsdóttir, Rut Kristjánsdóttir og Cloe Lacasse.

Gaman að fylgjast með: Hin unga og efnilega Clara Sigurðardóttir á eftir að vekja athygli í sumar.

Komnar:
Birgitta Sól Vilbergsdóttir frá Víkingi Ó.
Emily Armstrong frá Bandaríkjunum
Helena Hekla Hlynsdóttir frá Selfossi
Kristín Ólína Þorsteinsdóttir frá Fjarðabyggð

Farnar:
Adelaide Gray frá Seattle

Fyrstu leikir ÍBV
4. maí ÍBV - KR
9. maí FH - ÍBV
13. maí ÍBV - Þór/KA

Taktu þátt í Draumaliðsdeild Toyota
Fótbolti.net er með Draumaliðsdeild í Pepsi-deild kvenna í sumar í samstarfi við Toyota.

Smelltu hér til að skrá þitt lið í Draumaliðsdeildina
Athugasemdir
banner
banner
banner